Skessuhorn - 02.08.2017, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201720
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi
Ari Grétar Björnsson
Sími: 864-2100
Email : taxar@simnet.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Pennagrein
Duglegir skátar
skátar unnu sjálfboðastörf fyr-
ir okkur í skógræktarfélagi Akra-
ness tvo daga í síðustu viku, mið-
vikudaginn 26. júlí og fimmtudag-
inn 27. júlí. 15 manna hópur mætti
fyrir hádegi fyrri daginn, annar 15
manna hópur eftir hádegi sama dag,
þriðji 15 manna hópurinn mætti
fyrir hádegi 27. júlí og loks mætti
fjórði hópurinn (16 skátar) eftir há-
degi þann dag.
Allir hóparnir stóðu sig afar vel,
skátarnir voru hörkuduglegir og
ósérhlífnir. Þeir gróðursettu birki
og fleiri tré, grisjuðu úr sér sprott-
inn víði, settu niður ræsi og grófu
ræsisskurði sem er hörku púl. Þá
var njóli klipptur, tekið til og ým-
islegt fleira. Hvergi var slegið af.
Okkur sjálfboðaliðana í skógrækt-
arfélaginu munar aldeilis um þessar
hjálpsömu hendur.
skátarnir voru frá hinum ýmsu
Evrópulöndum, Kanada, Brasi-
líu, Mexíkó, Hong Kong, Líbanon
o.s.frv. Þeir voru fæstir vanir svona
vinnu en fljótir og viljugir að læra
og óhræddir við að óhreinka sig í
ræsagerðinni og annari vinnu. Þrír
fyrstu hóparnir unnu í slögu en
síðasti hópurinn vann við þjóðveg-
inn þar sem aðallega var grisjað og
gróðursett.
Nú er búið að gróðursetja öll 20
þús. tréin sem við fengum í sum-
ar. skátarnir kláruðu að setja niður
þau tré sem eftir voru.
Skjátur skemma
Raunar fengum við óvænt 5 manna
skátahóp á föstudeginum. tilefnið
var heldur leiðinlegt, rollur kom-
ust í tré við Einbúann, kipptu upp
og nöguðu nýgróðursett tréin. Við
fengum skátana til að reka rollurn-
ar. Þær fóru beinustu leið í gegnum
gat á girðingunni að Ytra Hólmi.
Lítil lömb komust í gegnum þetta
gat fyrr í sumar en nú tróðust
stærðar rollur þar í gegn. skátarn-
ir aðstoðuðu við að loka gatinu og
síðan við að taka til í gámnum. Allir
brosandi og jákvæðir (þó þau væru
berhent að kljást við gaddavírinn)
þannig að maður gat ekki annað
en glaðst með þeim þó rolluskját-
urnar hafi óneitanlega spillt degin-
um og valdið miklu tjóni. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem rollur kom-
ast í tréin okkar í sumar, aðeins um
viku fyrr komust nokkrar rollur í
bakka með trjám sem biðu þess að
vera settir niður í slögu. tjónið var
töluvert: aspir, reyniviður og birki
voru nöguð og tætt. Eins og þetta
sé ekki nóg þá hafa rollur ítrekað
komist inn í slögu með tilheyrandi
skemmdum á gróðri og til ama þeim
sem þar vilja njóta náttúrunnar.
Bændur og hobbýbændur verða
að sjá til þess að fé þeirra haldi sig
á þeirra eigin landi en eyðileggi ekki
fyrir öðrum. Við áhugafólkið í skóg-
rækt sem viljum rækta upp land-
ið eyðum allt of miklum tíma í alls
konar rolluvafstur en eigendur fjár-
ins virðast ekki nenna að hirða um
það eða geta það. tryggja þarf að
lög og reglur kveði á um að fólk
beri ábyrgð á búfénaði sínum en
geti ekki komist upp með að bera
enga ábyrgð vegna tjóns sem dýrin
valda.
Sláttur og fleiri
góðar fréttir
Fyrir utan rolluvafstur eru mest
góðar fréttir af skógræktarfélaginu.
Við höfum verið afar dugleg að setja
niður tré í sumar. Fyrir stuttu síðan
sló Ingólfur Valdimarsson stígana
okkar með ruddasláttuvél sem hann
keypti nýlega. árum saman höf-
um við átt í basli með að fá stígana
slegna á viðráðanlegu verði og m.a.
reyndum við að safna fyrir dráttar-
vél í vetur. Ekki er sama þörf fyrir
okkur að eignast slíkt tæki fyrst við
fengum hagstæð kjör og rétt tæki
hjá Ingólfi. Vél hans sló m.a. njóla-
skóga eins léttilega og grasið.
Þá bindum við miklar vonir við
að fá meira land til að gróðursetja í.
árum saman höfum við óskað eft-
ir því, bæði við þjóðveginn og fyr-
ir neðan slögu. Ef okkur tekst að
fá meira land þá getum við stækk-
að útivistarsvæði skagamanna um-
talsvert. Fátt er eins heilnæmt fyr-
ir bæjarbúa nútímans eins og að
ganga, hlaupa nú eða hjóla úti í
náttúrunni og njóta gróðursins og
dýralífsins. Það hentar fólki á öll-
um aldri og margir sem glíma við
heilsubrest af einhverju tagi telja
góðan göngutúr í náttúrunni gera
þeim gott.
Í lokin hvet ég sem flesta til að
styðja okkur í skógræktarfélagi
Akraness með því að ganga í fé-
lagið, líka þá sem ekki treysta sér
til að vinna líkamlega vinnu. Það
munar líka um “andlega” stuðning-
inn.
Fylgjast má með fréttum af fé-
laginu á heimasíðunni: http://www.
skog.is/akranes/
Einnig á Facebooksíðunni:
https://www.facebook.com/gro-
ups/326273417742172/
Jens Baldursson formaður Skóg-
ræktarfélags Akraness
jensbb@internet.is
Kraftmiklir skátar, skjátur
skemma og fleiri fréttir