Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Page 22

Skessuhorn - 02.08.2017, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 201722 „Hvaða útivistarsvæði, á eða í kringum Akranes, hefur þú nýtt mest í sumar?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Þriðji sigur- leikur Kára í röð Kári mætti Þrótti Vogum föstu- daginn síðastliðinn í tólftu um- ferð þriðju deildar karla í knatt- spyrnu. Mikil barátta og harka einkenndi leikinn sem var mik- ilvægur þar sem bæði lið eru að berjast í toppbaráttunni. Leik- urinn endaði með 2-1 sigri Kára sem hafa nú unnið síðustu þrjá leiki. Mörk Kára skoruðu Andri Júlíusson og Alexander Már Þorláksson en mark Þrótt- ar skoraði Hrólfur sveinsson. Kári er eftir leikinn í vænlegri stöðu í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan KF sem er í öðru sæti. Næsti leikur Kára er svo toppslagur við KF á Ólafsfjarðarvelli. Bæði leikmenn Þróttar og Kára borguðu sig á völlinn. ástæðan var sú að allur ágóði leiksins fór inn á styrktarreikn- ing Héðins Mána, ungs drengs úr Vogunum, en hann greind- ist nýverið með krabbamein í höfði. -bþb Vandræði ÍA halda áfram árangur ÍA í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu hefur ver- ið langt undir þeim vænting- um sem gerðar voru fyrir mót. Liðið mætti Keflavík föstudag- inn síðastliðinn í tólftu umferð fyrstu deildar kvenna og lauk leiknum með 2-1 sigri Kefla- víkur. Birgitta Hallgrímsdótt- ir og sveindís Jane Jónsdótt- ir skoruðu mörk Keflavíkur en Bergdís Fanney Einarsdóttir mark skagakvenna. ÍA er eftir leikinn í sjöunda sæti með fjór- tán stig. ÍA lék gegn HK/Vík- ing í gærkvöldið og var leik ekki lokið þegar fréttin var skrifuð. -bþb Víkingur tapaði gegn HK/Víking Víkingur Ólafsvík mætti liði HK/Víkings föstudaginn síð- astliðinn í elleftu umferð fyrstu deild kvenna. Víkingur hefur verið í erfiðleikum það sem af er tímabili og halda þeir áfram eftir 2-0 tap gegn HK/Vík- ing. Mörk HK/Víkings skor- uðu Ragnheiður Kara Hálfdán- ardóttir og Margrét sif Magn- úsdóttir. Víkingur er eftir leik- inn í næstneðsta sæti með sjö stig en aðeins markatala skil- ur liðið frá tindastól sem er í því neðsta. Næsti leikur Vík- ings er í kvöld klukkan 19:15 á heimavelli gegn Þrótti Reykja- vík. -bþb Aron Ýmir aftur í ÍA Aron Ýmir Pétursson sneri aftur til ÍA fyrr á þessu ári eftir fjög- urra ára dvöl í öðrum félögum. Hann var svo lánaður til Kára rétt fyrir tímabilið en hefur nú snúið aftur í herbúðir skagans. Aron getur leyst báðar bakv- arðarstöðurnar og býr yfir tölu- verðri reynslu en hann á að baki 142 leiki í meistaraflokk, flesta í efstu deild og þeirri fyrstu. -bþb Flemming Jessen hélt sitt árlega púttmót á Hvammstanga síðast- liðinn föstudag. Leiknar voru 2 x 18 holur, alls 36 holur. Mótið gekk vel, en veður var heldur leiðinlegt. Þátttakendur voru alls 38 frá hin- um ýmsu stöðum og hefur þátttaka aldrei verið meiri, en mótið hefur verið haldið árlega frá 2011. Völl- urinn var frekar erfiður en batnar þó með hverju ári. Mótsstjóri var Flemming Jessen en um skráningu, útreikning, ljós- myndum, veitingar og verðlaunaaf- hendingu sáu Elín Jóna Rósinberg, Kristianna Jessen, Kristín Ingibjörg Baldursdóttir og Þórdís Benedikts- dóttir. Helstu úrslit mótins urðu eft- irfarandi: Karlar Kári Bragason, Hvammstanga 73 högg / bráðabani sveinn Hallgrímsson, Borgarbyggð 73 högg / bráðabani Jón Þór Jónasson, Borgarbyggð 74 högg / bráðabani Guðmundur Bachmann, Borgarbyggð 74 högg / bráðabani 16 ára og yngri spiluðu 1 x 18 holur Orri Arason, Hvammstanga 42 högg Ari Karl Kárason, Hvammstanga 48 högg Viktor sigurbjörnsson , Hvammstanga 52 högg Helgi Freyr Hjaltason , Hvammstanga 58 högg Konur Þóra stefánsdóttir, Borgarbyggð 76 högg María Gísladóttir, Ísafirði 79 högg /bráðabani Hugrún Þorkelsdóttir, Borgarbyggð 79 högg /bráðabani Jytta Juul, Borgarbyggð 79 högg /bráðabani fj/kgk Víkingi Ólafsvík hefur gengið ágæt- lega í Pepsideildinni að undanförnu. Víkingur mætti á mánudaginn KR í Frostaskjóli. Víkingur var fyrir leik- inn tíunda sæti með þrettán stig en KR í því fimmta með sautján stig. Með sigri í leiknum hefði Víkingur getað slitið sig frá botnbaráttunni, um tíma í það minnsta. Leikurinn var hin mesta skemmtun en lauk með 4-2 sigri KR. KR hóf leikinn af krafti og var um algjöra einstefnu að ræða í fyrri hálfleik. á 20. mínútu braut Alex- is Egea á tobias thomsen, sóknar- manni KR, inni í teig Víkings og vítaspyrna dæmd. tobias fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði. KR hélt áfram að stjórna leiknum í fyrri hálf- leik og bættu við öðru marki á 39. mínútu þegar Finnur Orri Margeirs- son átti frábæra sendingu inn í teig á Aron Bjarka Jósepsson sem skall- aði í mark Víkings. staðan 2-0 í hálf- leik og ekkert útlit fyrir endurkomu Víkings. síðari hálfleikur var heldur betur fjörugur og Víkingur náði að jafna metin þvert á gang leiksins. Fyrra markið skoraði Kwame Quee á 60. mínútu úr fyrsta alvöru færi Víkings í leiknum og Víkingur skyndilega kominn inn í leikinn. Um korteri seinna fór Guðmundur steinn Haf- steinsson illa með vörn KR áður hann skaut í stöngina og inn. Guðmundur hefur verið iðinn við markaskorun að undanförnu. Allt stefndi í jafntefli en á síðustu tíu mínútum leiksins skor- aði KR tvö mörk. André Bjerreg- ard, ný leikmaður KR, átti hörku- skot að marki Víkings á 81. mínútu sem Cristian Martínez átti ekki roð í og kom því KR yfir. skömmu síð- ar kláraði Óskar Örn Hauksson leik- inn fyrir KR með snyrtilegu marki. Lokatölur 4-2 og Víkingur enn í botnbaráttu deildarinnar. Víkingur á næst leik miðviku- daginn 9. ágúst á heimavelli gegn Grindavík. bþb Víkingur tapaði í spennandi leik Úr leik Víkings og ÍA fyrr í sumar. Ljósm. af. Flemming-púttið var haldið á Hvammstanga Karvel Lindberg Karvelsson „Akrafjall, ég hef reynt að fara nokkrum sinnum í sumar.“ Márus Líndal Hjartarson „Motocross-brautina.“ Hafsteinn Kjartansson „Klapparholt.“ Sóley Sævarsdóttir „Gönguleiðina að Berjadalsá.“ Sigrún Þorbergsdóttir „skógræktina, ekki spurning.“

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.