Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 30.08.2017, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 5 VEISLA Á VESTURLANDI Matarauður Vesturlands leggur áherslu á mat og matarupplifun í október. Við viljum hampa vei�ngahúsum sem bjóða upp á mat úr héraði. Hvetja fólk �l að heimsækja framleiðendur og matarmarkaði og beinum kastljósinu að þeim viðburðum sem tengdir eru menningu og mat í október. Við birtum dagskrá fyrir „Veislu á Vesturlandi“ og kynningu á þeim aðilum sem taka þá� í �öldreifðu Skessuhorni í lok september. Vertu með á nótunum og taktu þá� í veislunni! Þeir sem vilja taka þá�, vei�ngahús, framleiðendur, matarmarkaðir og aðrir aðilar sem vilja efla matvælaframleiðslu, fullvinnslu hráefnis í héraði, sölu beint frá býli, hráefnisnotkun úr heimahéraði á vei�ngastöðum og matartengda upplifun á Vesturlandi, er bent á að hafa samband við verkefnisstjóra, Signýju Óskarsdó�ur, signy@creatrix.is. Skráningarfrestur er �l 15. september. O K T Ó B E R 2017 Í næsta mánuði taka til starfa tveir samráðshópar á vegum Akranes- kaupstaðar. Annars vegar starfs- hópur um málefni fatlaðra ein- staklinga og hins vegar samráðs- hópur um málefni íbúa af erlend- um uppruna á Akranesi. „Að- dragandi þessara starfshópa er sá að Akraneskaupstaður samþykkti mannréttindastefnu þar sem mælt var fyrir að samráð skyldi haft við jaðarhópa samfélagsins um mál- efni sem þá snertir. Það hefur tek- ið tíma að þróa stefnu og markmið þessara hópa auk þess sem við höf- um verið að kynna okkur hvernig aðrir hafa staðið að slíkum hópum og hvaða lærdóm við getum dreg- ið af þeim. Í sumar auglýstum við svo eftir tilnefningum eða áhuga- sömum einstaklingum til þess að taka sæti í þessum samráðshópum og nú hefur verið fyllt í öll sætin,“ segir Svala Hreinsdóttir, sviðstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar, í samtali við Skessuhorn. Markmið hópanna er að vera Akraneskaupstað til ráðgjafar í málefnum sem snerta þá, fylgjast með stefnumótun og þróun hug- myndafræði er varða þjónustu við hópanna. Þá geta hóparnir gert tillögur að breytingum á þjónustu sveitarfélagsins, haft samráð við þjónustuþegana, hagsmunaaðila og íbúa sveitarfélagsins um mál- efni þeirra. Búið að skipa í hópana Þeir sem taka sæti í hópunum eru; Freyr Karlsson, Borghildur Birg- isdóttir, Böðvar Guðmundsson, Sigríður Margrét Matthíasdóttir og Sólveig Sigurðardóttir í mál- efnum fatlaðra og Stephen John Watt, Bakir Anwar Nassar, Emilia Teresa Orlilta, Adriana Monika Malczyk og Uchechukwu Michael Eze í málefnum íbúa af erlendum uppruna. Allt eru þetta einstak- lingar sem málefnin snerta beint. Í hópnum um málefni fatlaðra eru þrír fatlaðir einstaklingar auk full- trúa aðstandanda fullorðins not- anda þjónustu Akraneskaupstað- ar og fulltrúa aðstandenda barns. Allir í hópnum um málefni íbúa af erlendum uppruna eru af erlend- um uppruna. „Við viljum vera í beinum tengslum við þá sem mál- ið varðar og gefa þeim rödd í um- ræðu um þeirra málefni en að lok- um er ákvörðunin alltaf tekin af þeim sem eru í forystu fyrir bæjar- félagið á hverjum tíma. Þetta eru allt ólíkir einstaklingar með mis- munandi skoðanir og sýn á hlut- ina. Það voru ekki sett nein skil- yrði í hópana, ekki einu sinni ís- lensku kunnátta í samráðshópi fólks af erlendum uppruna svo við eigum eftir að útfæra á hvaða tungumáli fundirnir fara fram á,“ segir Svala. Starf Ungmennaráðs gefið góða raun „Við vonumst til að eiga gott samstarf við hópana og þeir fái málefni til umfjöllunar og hafi einnig frumkvæði að því að taka mál upp sjálfir. Reikna má með að fyrsti og jafnvel næstu fund- ir fari í að ræða erindisbréfin og hvaða málefni þeir vilja ræða og taka fyrir. Við munum nýta okk- ur í þessu samráði þá reynslu sem byggst hefur upp með starfi Ung- mennaráðs sem hefur verið starf- andi í allmörg ár á Akranesi og gefið góða raun. Á næstunni mun starfshópur um samráð og stefnu- mótun í málefnum aldraðra skila tillögum um hvernig samráð við eldri borgara geti verið háttað á Akranesi. Vonandi verður þá fjórði samráðshópurinn stofnað- ur innan tíðar. Það er jákvætt að sem flestir fái rödd og stjórnvöld heyri allar hliðar málsins,“ segir Svala að endingu. bþb „Það er jákvætt að sem flestir fái rödd og stjórnvöld heyri allar hliðar málsins“ Samráðshópar um málefni fatlaðra og íbúa af erlendum uppruna taka til starfa á Akranesi Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.