Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Page 13

Skessuhorn - 30.08.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 13 Tónlistarskóli Borgarfjarðar 50 ára Fimmtudaginn 7. september mun skólinn bjóða upp á: Hádegissnarl í skólanum, Borgarbraut 23, Borgarnesi, kl. 12:00 Velkomið að fylgjast með kennslu allan daginn Tónleikar í Borgarneskirkju kl. 20:00, þar kemur fram tónlistarfólk sem útskrifast hefur frá skólanum Tónlistarskóli Borgarfjarðar ÞÉR ER BOÐIÐ Í AFMÆLI Verið velkomin, skólastjóri SK ES SU H O R N 2 01 7 Mikil veðurblíða var á Snæfells- nesi fyrrihluta síðustu viku. Voru því margir útivið til þess að njóta hennar. Börn og eldra fólk var á göngu jafnt í þéttbýlinu sem úti í náttúrunni. Börnin á meðfylgjandi mynd voru að leik í Hvalsá. Á hinni myndinni er starfsfólk dvalarheim- ilisins Jaðars með eldri borgara í gönguferð. Allir fengu sér ís í þess- ari gönguferð um Ólafsvík. af Fólk naut veðurblíðunnar Síðastliðinn laugardag voru tvær stuttmyndir, sem framleiddar voru af Skagamönnum og að mestu tekn- ar upp á Akranesi, sýndar fyrir að- ila tengda myndunum í Bíóhöll- inni á Akranesi. Myndirnar sem um ræðir eru Áhrif eftir Skagamann- inn Ísak Mána Sævarsson og Eng- ir draugar eftir Ragnar Snorrason og framleidd af framleiðslufyrir- tækinu Muninn sem starfrækt er á Akranesi. Áhrif er forvarnarmynd um skað- semi ölvunaraksturs og var mynd- in styrkt af Minningarsjóði Lovísu Hrundar. Myndin sigraði í stutt- myndakeppni framhaldsskólanna fyrr á árinu en Ísak leikstýrði og skrifaði handrit að myndinni auk þess að taka hana upp og grófklippa. Skagamaðurinn Sigurður Ingvar Þorvaldsson sá um hljóðvinnslu. Engir draugar eftir Ragnar Snorrason var tekinn upp fyrir ári síðan að mestu á Akranesi þar sem m.a. var sett upp leikmynd í Sem- entsverksmiðjunni en um það sá Sara Hjördís Blöndal. Hópur- inn sem kom að myndinni stóð að stórum hluta saman af Vestlend- ingum en Skagamaðurinn Heiðar Mar, eigandi framleiðslufyrirtæk- isins Munans, framleiddi mynd- ina, Hólmarinn Guðlaugur Ingi Gunnarsson sá um hljóðið og tvö af stórum hlutverkum myndarinn- ar voru leikin af Skagamönnunum; Sindra Birgissyni og Jóel Jóhannes- syni. Engir draugar fer nú á ferða- lag um heiminn á kvikmyndahátíðir og hefst ferðalagið á RIFF í Reykja- vík, Nordisk Panorama í Malmö og Canberra Short Film Festival í næsta mánuði. bþb Kvikmyndaframleiðsla af Akranesi sýnd í Bíóhöllinni um liðna helgi Hér eru þau Sindri Birgisson og Lísbet Freyja Ýmisdóttir sem fóru með aðalhlut- verk í myndinni „Engir draugar“ við frumsýningu í Bíóhöllinni um helgina. Ljósm: Páll Guðjónsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.