Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2017, Side 19

Skessuhorn - 30.08.2017, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGúST 2017 19 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 74 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Frjáls.“ Vinningshafi er Guðný Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnlaugs- götu 14, 310 Borgarnesi. Máls- háttur Kona Ýkjur Bindi Plögg Rymja Þröng Glöð Spil Mylsna Laun Bara Tengi Leðja Skipar Ójafn- an Hæð Reipi Angan Núna Samið Orsök Skel Kássa Muldur Sleit Kven fugl Bein Lækn- ing Móta Reiðihlj Sjór Rölt 4 Sefar Á flík Sund Samhlj. Kvakar Skáþak Saðning Versna Band 9 Brún Herma Ekra Keyra Ernir Forlát Vernd- ari Spil Óskar Leiði 1 7 Áræð- inn Reim Samhlj. Korn Tónn Rolla Yfir- höfn Stunda Bók Púkar Þófi Spildur Fleyp- ur Eðlið Sverti Kraftur Kannski Stjórn Skel Tónn Magn Niður Glufa Slá Kufl Frekja Næg 6 Haf Tvíhlj. Menn Leiði Skussi Gnauð Korn Tölur Drasl Hrafn- ar 8 2 Áhald Eld- stæði Tölur Tjón Mæða Afa Afhrak Fersk Öslaði Bardagi Vesæl Sam- hljómar Kusk Mak- indi Efni Fák 2 Eins Rómur 51 Starf Fiskur Sló 3 5 Gekk Tap Kjáni 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 A U N G V I Ð I Ö R L L A G A K A P A L L F K N A L L A T G V D S K E U Æ V I N T Ý R I V T O G A R Ð Ó L A R S Á A U K A R I D Ú A A P A R R V A R N Ó I F L Ó K A F S A G J G A S U L L F A A I N R Á U R T R Ú M Á S Á T T Ú T R A T A K T R A U Ð I R S P I L S A Á S M Ó K A G E I R I T R É S T R U N S O K A R T L I Á N Á S S K R I M T A N Á Ð N Ó A A U Ð N A V R Á I A R R B R A N N Ö Ð L I N G R A S F R J Á L S L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Nú eru skólarnir að byrja sitt starf eins og vanalega á þessum árstíma. Eitthvað er nú frjálslegra lífið stundum en var í gömlu heimavistar- skólunum í gamla daga þó sitthvað væri nú brall- að. Guðmundur Sigurfinnsson orti eina kalda vetr- arnótt í Hvanneyrarskóla fyrir margt löngu: Í skólanum er skratti kalt. Skjálfa menn að vonum. Brennivínið búið allt og barn í flestum konum. Áfengi var auðvitað stranglega bannað í skól- anum á þessum árum og kvennafar mjög höml- um háð. Einn sunnudagsmorgun nokkru áður en ég dvaldi á Hvanneyri fóru nokkrir ungir menn í morgungöngu og ætluðu á puttanum upp í Hvít- árvallaskála sem þá lifði enn góðu lífi og reyndar lengi síðar. Þá hafði fyrir stuttu verið heimsókn frá Húsmæðraskólanum á Varmalandi að Hvanneyri og töldu drengirnir sig hafa von um hlýjar við- tökur þar þegar svo fór að þeir fengu far með bíl langleiðina þangað. Fengu þeir hinar bestu við- tökur hjá öllum, bæði námsmeyjum og kennslu- konum, og dvöldu þar lengi dags í góðu yfirlæti en urðu þó þess varir að símtöl fóru milli skóla- stjórnenda. Heimleiðin um kvöldið varð öllu erf- iðari og þurftu þeir að ganga megnið af leiðinni og komu í hlað á Hvanneyri klukkan langt geng- in í eitt og var þá enn ljós á skrifstofu Guðmund- ar skólastjóra. Þar sem drengirnir vissu að þeirra hafði verið saknað og vitað var af ferðum þeirra ákváðu þeir að banka upp á hjá Guðmundi og játa syndir sínar strax og sjálfviljugir. Guðmundur tók þeim ljúfmannlega og segir bara: ,,Munið mig bara að gera þetta ekki aftur“. Þegar þeir eru að ganga út aftur segir einn þeirra: ,,Við vorum dauð- hræddir um að verða reknir en svo tekur þú þessu svona vel. Þó að við förum ekki er alveg viðbúið að nú fari allir hinir um næstu helgi.“ Guðmundur hugsaði sig um augnablik en sagði svo; ,,Já, það er það já. Segið þið bara að ég hafi orðið vondur.“ Þannig gætti Guðmundur sín að vera ekki óhæfi- lega strangur og sjá ekki nema það sem hann þurfti nauðsynlega að sjá en þar sem maðurinn var mjög talnaglöggur og hafði gaman af tölum gekk hon- um oft illa að skilja að til væri fólk sem ekki hefði sömu ánægju af tölum og hann. Eitt sinn var Guð- mundur að tala um nauðsyn búreikninga en Bjarni Ásgeirsson taldi litla þörf á því og spurði hvernig ætti að færa ef bændur kæmust yfir fé á vafasaman hátt. ,,Hiklaust tekjumegin,“ svaraði Guðmundur en Bjarni svaraði síðan: Nákvæmt allt þitt uppgjör sé, eignin mæld og vegin. En mundu að illa fengið fé færist tekjumegin. Einhvern tímann á skólaárum mínum skolaði þessari vísu inn í kollinn á mér en enga hugmynd hef ég um höfund hennar eða tildrög: Víst er í þér vitið grannt þó verjir klukkustundum að sýna öðrum hvað þú kannt í kílóum og pundum. Sú var tíð að ungar stúlkur héldu til höfuðstað- arins á haustin ýmist sér til menntunar eða for- frömunar með öðrum hætti. Eitthvert haustið orti Andrés Björnsson eldri eftirfarandi til vinar síns Einars E. Sæmundsen: Þér mun ekki þyngjast geð þó að stytti daginn. Haustið flytur meyjar með myrkrinu í bæinn. Óvíst reyndar hvort þær ferðir hafa alltaf fært þeim eintóma og óblandaða gleði en vonandi þó nokkrar ánægjustundir. Eitt sinn heyrði einn af Akureyrarhagyrðingunum á tal tveggja kvenna og var sú eldri og lífsreyndari að leggja hinni lífs- reglur og vara við en þeirri yngri leist ekki meira en svo á: Út á lífsins eyðihjarn enn ég varla þori. Vegurinn er villugjarn og víða hált í spori. Það er reyndar óvíst að stúlkan hafi haft nokk- uð að óttast samanber lýsingu Lúðvíks Kemp á hjónabandi Árna Sveinssonar: Fljótt sig gifti faldagná, fallega klippti skeggið þá, huga lyfti heimi frá, hafði ei skifti konum á. Eiginlega veit ég hvorki um höfund né yrkisefni þessarar vísu en þetta er að minnsta kosti ekki verri umsögn að fá en hver önnur: Þótt eitthvað megi að öllum finna, sem eiga dvöl á jörðu hér, munt þú drýgri mörgum hinna, er meira láta yfir sér. Jónas Jónasson frá Hofdölum eða Hofdala Jón- as orti einhvern daginn þegar illa lá á honum: Ekkert get ég ort í dag né upp á slegið gaman. Það er á mér eitthvert lag með „ói“ fyrir framan. Ég veit ekki hvort þeir sem yngri eru muna vel eftir því þegar hlið voru á þjóðvegum við mæði- veikigirðingar og fyrst voru þar gjarnan verðir sem sáu um að opna og loka eða minnsta kosti litu eftir að allt væri í lagi. Hofdala Jónas var lengi vörð- ur við Héraðsvötnin og hafði þar skúr til aðseturs allavega yfir sumarið. Eina vornótt heyrir hann að úti fyrir er kveðinn þessi vísuhelmingur: Við erum hér í vísnasnöpum, verst ef karlinn skyldi sofa. Ekki leið á löngu áður en heyrðist að innan: Það var heimskum eftir öpum að ull að leita í geitakofa. Frekar á ég von á að síðan hafi verið hellt uppá könnuna og kaffið jafnvel kælt og bragðbætt með einhverju og rabbað um vísur og gamanmál fram á nóttina. Þeir voru góðkunningjar Jónas og Guðmund- ur Jónasson fjallagarpur og skiptust oft á orðum ef Guðmundur var á ferðinni. Eitt sinn er Guð- mundur á ferðinni með nokkra unga menn sem voru á leið í jarðfræði og gróðurrannsóknir austur á öræfin. Hélt hann þá vana sínum og skipti orð- um við Jónas en stakk svo að honum miða með vísu sem hann kvað farþegana hafa ort og vænti þess að fá svar í bakaleiðinni en á miðanum stóð þetta: Glöggt ber vitni getuleysi og fálmi girðingin, því hennar eiginleiki er að vera illur farartálmi öllu nema garna- og mæðiveiki. Þegar Guðmundur kom að austan aftur fékk hann þetta svar frá Jónasi: Undir þetta aldrei get ég skrifað, ýmislegt þó hjá mér sé á reiki, því 14 sumur hef ég hérna lifað og hjarnað vel á garna- og mæðiveiki Eins og Karon gamli lagði ég liðið lýðnum, sem að var hér títt á kreiki flýtti allra för i gegnum hliðið, en flutti aldrei garna- og mæðiveiki. Þó kulsælt væri hér við hliðið standa, er hjartað enn þá furðulítið kalið svo fjallamönnum fylgt ég get í anda og frændur mína þessa garpa talið. Þegar Guðmundur sá svarið sagði hann: „Ja, nú er verst að höfundurinn er ekki með því hann hefði haft gaman af að sjá þetta.“ „Nú hver var höfundurinn,“ segir þá Jónas. „Það var Sigurður Þórarinsson,“ segir Guðmundur en hann flaug til Reykjavíkur frá Akureyri og mátti ekki vera að bíða eftir okkur. Þannig fór nú sú saga að þeir Hofdala Jónas og Sigurður Þórarinsson hittust ekki í það skiptið allavega og trúlega aldrei hvað sem hefði út úr því komið. En ætli við ljúkum svo ekki þættin- um með þessari afmæliskveðju sem Bjarni Jónsson frá Gröf, úrsmiður á Akureyri, sendi Gísla Ólafs- syni frá Eiríksstöðum: Láttu góða vísu og vín verma ljóðastrengi. Andans glóðar gullin þín geymir þjóðin lengi. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Láttu góða vísu og vín - verma ljóðastrengi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.