Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 20178
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 9. - 15. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 11.208 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 10.916
kg í tveimur róðrum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 2.933 kg.
Mestur afli: Hansi MB: 1.394
kg í einum róðri.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 215.907 kg.
Mestur afli: Steinunn SF:
130.521 kg í tveimur löndun-
um.
Ólafsvík: 15 bátar.
Heildarlöndun: 156.289 kg.
Mestur afli: Gunnar Bjarna-
son SH: 34.077 kg í tveimur
róðrum.
Rif: 8 bátar.
Heildarlöndun: 103.068 kg.
Mestur afli: Matthías SH:
30.236 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 78.553 kg.
Mestur afli: Hannes Andrés-
son SH: 29.645 kg í þremur
róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
65.862 kg. 12. sept.
2. Steinunn SF - GRU:
64.659 kg. 13. sept.
3. Helgi SH - GRU:
45.406 kg. 10. sept.
4. Steinunn SF - GRU:
39.237 kg. 10. sept.
5. Matthías SH - RIF:
23.398 kg. 14. sept.
-kgk
Heimalingar
fá gjafir
REYKHÓLAHR: Fyr-
ir skömmu sóttu Heimalingar,
unglingadeild Björgunarsveitar-
innar Heimamanna á Reykhól-
um, um styrk til Lionsklúbbs
Búðardals og Reykhóladeild-
ar klúbbsins. Styrknum var ætl-
að að mæta kaupum á tveimur
tjöldum og prímusum. Lions-
menn voru ekkert að flækja hlut-
ina, heldur færðu Heimalingum
tjöldin og prímusana einfaldlega
að gjöf, milliliðalaust. Að því er
fram kemur á Reykhólavefn-
um fylltist mannskapurinn svo
spenntur við afhendingu gjafar-
innar að umsvifalaust var prófað
að tjalda tjöldunum. -kgk
Gylfi gefur kost á
sér í 1. sæti á lista
Viðreisnar
NV-KJÖRD:
„Ég hef ákveð-
ið að gefa aft-
ur kost á mér
til að leiða lista
Viðreisnar í
Norðvestur-
kjördæmi,“ segir Gylfi Ólafsson
heilsuhagfræðingur sem skipaði
efsta sætið á listanum við alþing-
iskosningarnar á síðasta ári. Ein-
ungis munaði um þremur tug-
um atkvæða að hann kæmist þá á
þing á kostnað fulltrúa Samfylk-
ingar í NV-kjördæmi. „Þessi tími
sem ég hef starfað fyrir flokk-
inn hefur verið dýrmæt reynsla,
lengst af sem aðstoðarmað-
ur fjármálaráðherra. Ég tel mig
hafa erindi á þing, meðal annars
sem rödd ungs fjölskyldufólks,“
segir Gylfi. „Við í Viðreisn erum
stolt af því sem hefur áunnist
síðasta árið, eins og ábyrg hag-
stjórn, lögfesting jafnlaunavott-
unar og sterkur neytendavinkill
í landbúnaðarmálum sýna. Þar
eins og í öðru er mörgu ólok-
ið. Ég vil vinna áfram að okkar
málum með fagleg vinnubrögð
og gagnsæi að leiðarljósi og taka
almannahagsmuni fram yfir sér-
hagsmuni,“ segir Gylfi Ólafsson.
-mm
Myndsköpun við
farfuglaheimili í
þágu friðar
BORGARNES: Árlega fagna
alþjóðasamtök Farfuglaheimila,
Hostelling International, fjöl-
breytileika mannlífs í Friðar-
vikunni. Með því vilja samtök-
in vekja athygli á mikilvægi frið-
ar og hlutverki Farfuglaheimila í
að auka menningarlæsi og tengja
saman fólk hvaðanæva að úr
heiminum. Næstkomandi laug-
ardag býðst öllum að taka þátt í
myndsköpun undir berum himni
fyrir framan nokkur farfugla-
heimili í Reykjavík, en einnig
framan við Farfuglaheimilið við
Borgarbraut í Borgarnesi. „Með
því viljum við hreyfa við þeim
sem eiga leið framhjá jafnframt
því að vekja gesti Farfuglaheim-
ilanna til umhugsunar um frið,“
segir í tilkynningu. Fólk er hvatt
til að heimsækja Farfuglaheim-
ilið í Borgarnesi og kríta friðar-
hugleiðingar á stéttina framan
við húsið. -mm
Síðastliðinn sunnudag hefði Stefán
Jóhann Sigurðsson í Ólafsvik orðið
80 ára, en hann lést árið 2015. Stefán
Jóhann lagði alltaf mikið af mörkum
til byggðarlagsins ekki síst í félags-,
íþrótta- og æskulýðsmálum. Má þar
nefna sveitarstjórnarmál, en einnig
var hann í forystu hjá Ungmenna-
félaginu Víkingi til margra ára. Þá sá
hann í mörg ár um starfsemi barna-
stúkunnar ásamt konu sinni Guð-
rúnu og starfaði lengi á vettvangi
kirkjunnar bæði í sóknarnefnd og
söng í kirkjukórnum.
Stefán Jóhann var í mörg ár fasta-
gestur í Sundlaug Snæfellsbæjar þar
sem hann naut þess að stunda sund
og var líklega sá sem mætti þar oft-
ast. Hann var einn af þeim sem
unnu við byggingu hússins sem var
tekið í notkun árið 1970. Honum
var sundlaugin hugleikin og meðal
annars mjög ánægður með tilkomu
útisvæðisins með heitu pottunum.
Hann sótti sundlaugina allt undir
það síðasta, áður en hann kvaddi.
Til að heiðra minningu Stefáns fæði
fjölskylda hans Sundlaug Snæfells-
bæjar stafræna klukku sem komið
verður fyrir við útisvæði sundlaug-
arinnar. Það var eiginkona Stefáns
Jóhanns, Guðrún Alexandersdótt-
ir ásamt börnum þeirra hjóna, sem
afhenti Kristni Jónassyni gjafabréf
sem hann tók við og þakkaði fjöl-
skyldunni þann hlýhug sem hún
sýndi samfélaginu og sundlauginni
með þessari höfðinglegu gjöf. Mun
klukkan verða sett upp á næstunni.
þa
Klukka gefin til minningar
um Stefán Jóhann Sigurðsson
Starfsmenn verktakafyrirtækis-
ins Þróttar á Akranesi hófu síðast-
liðinn miðvikudag jarðvegsskipti
vegna byggingar íbúðablokkar við
Stillholt 21 á Akranesi. Þarna mun
samkvæmt upplýsingum frá tækni-
sviði Akraneskaupstaðar fyrirtæk-
ið Skagatorg ehf. byggja 37 íbúða
blokk, sambærilega þeirri sem fyr-
irtækið byggði einnig á næstu lóð
við hliðina, Stillholti 19 fyrir um
tólf árum síðan.
Óhætt er að segja að aðdrag-
andi að þessari byggingu sé lang-
ur og nokkur óvenjulegur. Í frétt
Skessuhorns frá 2005 var greint frá
því að miðað við þágildandi skipu-
lag á Miðbæjarreit átti að byggja
hús þetta á hornlóð á mótum Dal-
brautar og Stillholts. Þegar jarð-
vegssýni voru tekin þar fannst hins
vegar ekkert fast land undir, en
grafið var niður á 33 metra. Því
var horfið frá þeim hugmyndum að
byggja á lóðinni og skipulagi reits-
ins síðar breytt og byggingarreitur
færður nær blokkinni sem Skaga-
torg byggði á Stillholti 19. Á þeirri
lóð voru 5-10 metrar niður á fast
undirlag samkvæmt sömu frétt.
mm
Jarðvegsvinna að hefjast vegna
blokkarbyggingar við Stillholt
„Fulltrúar Landssamtaka sauð-
fjárbænda (LS) og Bændasam-
taka Íslands (BÍ) hafa síðustu
vikur og mánuði leitað lausna
ásamt stjórnvöldum á aðsteðj-
andi rekstrarvanda sauðfjár-
bænda. Ekki þarf að fjölyrða um
áhrif allt að 35% lækkunar á af-
urðaverði sem sláturleyfishafar
kynntu bændum í ágústmánuði.
Þau eru alvarleg og fjöldi bænda
sér fram á verulega erfiðleika í
sínum rekstri ef fram heldur
sem horfir,“ segir í tilkynningu frá
félögunum. Þá segir að 4. septem-
ber síðastliðinn hafi landbúnaðar-
ráðherra kynnt tillögur um aðgerð-
ir til að leysa vanda sauðfjárbænda.
„Samtök bænda lýstu því strax yfir
að margt væri hægt að taka und-
ir hjá ráðherra en tóku jafnframt
skýrt fram að tillögurnar leystu
ekki vandann að fullu.“
Í gær, þriðjudag, fór fram auka-
fundur Landssamtaka sauðfjár-
bænda þar sem til stóð að ræða til-
lögur ráðherra og álykta um fram-
haldið. Markmið fulltrúa bænda
er að koma fram með lausnir sem
taka á þeim bráðavanda sem stétt-
in stendur frammi fyrir. Fund-
inum var ekki lokið þegar vinnslu
Skessuhorns lauk í gær. LS og BÍ
beina þeim skilaboðum til sinna
félagsmanna að ekkert er í hendi
um aðgerðir fyrr en Alþingi hef-
ur tekið afstöðu til málsins. „For-
ystufólk BÍ og LS rær að því öllum
árum að ná farsælli lendingu
með stjórnvöldum sem allra
fyrst. Tilfinning þess er að víð-
tækur hljómgrunnur sé fyrir því
í öllum stjórnmálaflokkum að
bregðast við. Nýjustu vending-
ar í þjóðmálunum og sú stað-
reynd að núverandi ríkisstjórn
Bjarna Benediktssonar er fallin
setja málið í uppnám. Samtök
bænda leggja þunga áherslu á að
lausnum fyrir sauðfjárbændur
verði ekki frestað. Málið þolir
enga bið.“
Að endingu er bent á mikilvægi
þess að Alþingi setji málefni sauð-
fjárbænda á dagskrá svo fljótt sem
unnt er og taki tillit til þeirra at-
hugasemda sem bændur munu
leggja fram við framlagðar tillög-
ur fráfarandi landbúnaðarráðherra.
Skjót og farsæl úrlausn mun eyða
óvissu og tryggja að ekki verði hrun
í stétt sauðfjárbænda.
mm
Segja úrlausn fyrir sauðfjárbændur ekki þola bið
Svipmynd úr Þverárrétt 11. september síðastliðinn.