Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 9
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
1260. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. september kl.
17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að
mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er
að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn 25. september •
kl. 20.00.
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
laugardaginn 23. september kl. 11.00.
Frjálsir með Framsókn í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, •
mánudaginn 25. september kl. 20.00.
Bæjarstjórnarfundur
BÚIÐ AÐ REDDA MATNU
M
FYRIR NÆSTU VIKU
1 2 3
GSM: 865-2580
SMIÐJUVÖLLUM 17
300 AKRANES
SÍMI: 431-2580
Matarskammtar allt frá einum til sex einstaklinga.
Hvernig sem matarlistinn eða matarlystin er, Sansa reddar hvoru
tveggja, og meira til. - Þú veist, við sönsum og þú eldar.
Akranes, Borgarnes og nærsveitungar.
Kíktu inná SANSA.IS
Hágæða hráefni úr vottuðu eldhúsi.
Vel hefur fiskast að undanförnu
hjá þeim snurvoðarbátum sem far-
ið hafa til veiða út af Vestfjörðum.
Hefur aðallega veiðst yfir ljósaskipt-
in og yfir nóttina, en minna á dag-
inn. Steinunn SH landaði 65 tonn-
um í fjórum löndunum, Esjar SH
landaði tæpum 60 tonnum í þremur
löndunum en bæði skipin lönduðu
á Bolungarvík. Matthías SH land-
aði 44 tonnum í þremur löndunum,
einni á Tálknafirði, en hinar tvær
landanirnar voru í Rifi. Saxham-
ar SH landaði 37 tonnum í þrem-
ur löndunum; tvisvar sinnum í Bol-
ungarvík og einu sinni í Rifi. Gunn-
ar Bjarnason SH landaði 34 tonnum
í tveimur löndunum í bæði skiptin í
Ólafsvík. Egill SH landaði 22 tonn-
um í tveimur löndunum; einu sinni
á Tálknafirði og einu sinni í Ólafs-
vík. þa
Gott á snurvoðinni
úti af Vestfjörðum
Verið að landa úr Gunnari Bjarnasyni SH í Ólafsvík síðastliðinn fimmtudag. Aflinn
var bolta þorskur.
Sterkur orðrómur var í síðustu
viku uppi um að til stæði að loka
útibúi Fiskmarkaðs Íslands á Akra-
nesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjar-
stjóri segir að þótt vissulega hafi
staðið tæpt með framtíð markað-
arins síðan í ágúst, þá sjái hann nú
fram á farsæla lausn og að áfram
verði rekinn markaður við Fax-
abraut, en með breyttu verkfyrir-
komulagi. Það megi þakka frum-
kvæði Gísla Gíslasonar hafnar-
stjóra hjá Faxaflóahöfnum að
lausn er að fást í málið. „Mér sýn-
ist við vera með aðstoð fleiri góðra
manna að tryggja að áframhald
verði á starfsemi Fiskmarkaðs Ís-
lands á Akranesi enda er starfsemi
sem þessi afar þýðingarmikil fyr-
ir þá útgerð sem hér er stunduð
og verður stunduð í framtíðinni,“
segir Sævar í samtali við Skessu-
horn. Hann segir þó ljóst að tölu-
verð breyting verði á fyrirkomu-
lagi starfseminnar.
„Við erum einkum að vinna að
lausn mála sem snertir t.d. fyrir-
komulag löndunar, móttöku og
geymslu á fiski og flutningstíma
á markað í Reykjavík. Það skiptir
okkur t.d. máli hvort fiskurinn er
fluttur suður að kvöldi eða morg-
uninn eftir. Ég er í það minnsta
bjartsýnn á að með samstarfi for-
svarsmanna Fiskmarkaðar Íslands,
Faxaflóahafna og heimamanna að
lausn sé að finnast sem allir ættu
að geta sætt sig við,“ segir Sævar
Freyr. mm/ Ljósm. eo.
Verið að tryggja áframhald
fiskmarkaðar á Akranesi
Árleg bólusetning gegn inflúensu er að hefjast á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir:
Alla einstaklinga 60 ára og eldri. •
Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, •
lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja
sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
Þungaðar konur.•
Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að
kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð.
Vinsamlegast bókið tíma á ykkar heilsugæslustöð milli
kl. 08.00 – 16.00. Influensubólusetning er hafin.
Einnig viljum við vekja athygli á bólusetningu gegn
lungnabólgubakteríum fyrir 60 ára og eldri.
Starfsfólk heilsugæslustöðva HVE.
Bólusetning gegn inflúensu
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is