Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 17
Byggðasafn Borgarfjarðar hefur
tekið við merkum grip, skáp sem
smíðaður var af Helga Helgasyni
bónda í Vogi á Mýrum. Helgi var
fæddur sama ár og Skaftáreldar hóf-
ust, eða 1783. Hann vann við smíði
skápsins árið 1829 þegar hann lá í
veri við selveiðar í Hvalseyjum við
Mýrar og mun sjálfskeiðungur hans
hafa verið eitt helsta smíðatólið.
Helgi lést árið 1851.
Fjölskylda
Helgi og Soffía áttu alls níu börn
og komust fimm þeirra upp. Þeirra
á meðal var Rannveig Sigríður sem
gift var Árna Bjarnasyni og bjuggu
þau í Vogi. Skápurinn var þar hjá
þeim þar til þau brugðu búi og
fluttust til Reykjavíkur árið 1917.
Rannveig og Árni bjuggu þar til
að byrja með að Tjarnargötu 8,
en fluttu árið 1933 til Sigurborgar
dóttur sinnar á Brávallagötu 22. Þá
var skápurinn farinn að láta nokk-
uð á sjá og var því málaður á ný í
sama horfi og hann hafði áður ver-
ið. Það gerði Friðrik Guðjónsson
(faðir Guðjóns Friðrikssonar, sagn-
fræðings) en hann mun hafa ver-
ið náfrændi Lilju Sigurðardóttur
(1909-1997) sem var fósturdóttir
Rannveigar og Árna. Eftir endur-
nýjun lífdaga var skápurinn fluttur
aftur að Vogi en þau Guðrún Árna-
dóttir systir Rannveigar og Sigurð-
ur Einarsson höfðu þá tekið þar við
búi nokkrum árum áður.
Þar stóð skápurinn allt til 1956,
en þá hættu þau Guðrún og Sigurð-
ur búskap og fluttu að Skólatröð 8
í Kópavogi og skápurinn með. Þar
var hann stofuskápur eins og hann
mun alla tíð hafa verið, notaður fyr-
ir sparistellið og allt fínasta stássið.
Meðal annarra gripa sem þar voru
geymdir var forláta silfurskál sem
notuð var undir eðal „frómasa“ og
aðra hátíðareftirrétti, en nú síðustu
árin hefur hún sómt sér vel sem
skírnarskál fyrir nokkra afkomend-
ur Guðrúnar og Sigurðar.
Skápurinn
færður safninu
Skápurinn kom í Borgarnes 15.
september síðastliðinn og var flutt-
ur þangað af fjölskyldunni. Gef-
andinn og jafnframt síðasti eig-
andi skápsins er Rannveig Sigríður
Sigurðardóttir dóttir Guðrúnar og
Sigurðar, fædd í Vogi 26. júní 1920.
Hún sótti Safnahús heim við þetta
tækifæri og skoðaði sýningarnar
sem þar eru, ásamt Sigrúnu Stef-
ánsdóttur systurdóttur sinni, dætr-
um sínum Sigurborgu og Guð-
rúnu Elísabetu Gunnarsdætrum
og tengdasyni, Heiðari R. Harðar-
syni. Fram kom í máli Rannveigar
að Guðrún móður hennar hefði alla
tíð talað um að skápurinn ætti ein-
hverntíma að fara á safnið.
Merk saga hússins í
Vogi
Þess má geta að húsið í Vogi á sér
mjög merka sögu og í því stóð
skápurinn lengst af. Húsið er með
elstu timburhúsum á landinu og
var upphaflega reist á Arnarstapa
á árunum 1774—1787 sem íbúð-
arhús fyrir Hans Hjaltalín versl-
unarstjóra einokunarverslunarinn-
ar. Árið 1787 var einokun afnum-
in og keypti Hans Hjaltalín þá eig-
ur verslunarinnar bæði á Arnar-
stapa og á Búðum. 1820 varð hann
gjaldþrota og Bjarni Thorsteinsson
amtmaður keypti húsið árið 1822
og breytti því í amtmannsssetur.
Fæddist þar meðal annars sonur
hans, Steingrimur Thorsteinsson
skáld. Árið 1849 var Bjarni orð-
inn blindur og flutti til Reykjavík-
ur og árið 1856 er húsið selt áður-
nefndum Helga Helgasyni bónda
í Vogi, sem flutti það þangað á
skipi sem hann hafði smíðað sjálf-
ur og hét Vogskeiðin. Þar stóð hús-
ið í heila öld, alltaf í eigu ættmenna
Helga, þar til búskapur lagðist nið-
ur í Vogi. Húsið stóð þá autt og yf-
irgefið í tæp þrjátíu ár uns Hjör-
leifur Stefánsson arkítekt stóð fyrir
björgun þess. Húsið var tekið niður
1983 og varðveitt um tíma á Korp-
úlfsstöðum þar til það var endur-
reist á Arnarstapa 1985 og prýðir
nú staðinn.
Guðrún Jónsdóttir tók saman.
Unnsteinn Guðmundsson er stofn-
andi og annar starfsmaður fyrirtæk-
isins 4fish ehf. í Grundarfirði, ásamt
Mandy Nachbar eiginkonu sinni.
Fyrirtækið var meðal þátttakenda
á Íslensku sjávarútvegssýningunni
sem fram fór í Kópavogi í síðustu
viku. Þar kynnti Unnsteinn sporð-
skurðarvél 4fish fyrir áhugasömum
útgerðarmönnum og fiskvinnslu-
fólki. Vélina hannaði hann sjálfur
og var hún notuð til reynslu í eitt
ár í fiskvinnslu Guðmundar Run-
ólfssonar hf. í Grundarfirði áður en
hún fór í framleiðslu og sölu fyrir
tveimur og hálfu ári síðan. Í dag eru
ellefu sporðskurðarvélar í notkun
víðs vegar um landið, þar af ein hjá
G.Run. Unnsteinn segir reynsluna
af vélunum vera afar góða. „Eftir
að við byrjuðum að nota vélina hjá
G.Run þá stórjukust afköstin hjá
okkur. Vélarnar hættu að festast og
stoppa og þar að auki þurfti mikið
minna að snyrta flökin, gallatíðni
lækkaði mjög mikið. Sporðskurð-
arvélin gerði í raun miklu fleira en
ég hafði nokkurn tímann þorað að
vona og fór langt fram úr mínum
björtustu væntingum,“ segir Unn-
steinn.
Sporðurinn alla tíð til
vandræða
„Þegar ég prófaði þetta fyrst var
ég búinn að vinna í þessum geira í
rúm 30 ár og alla tíð hafði sporður-
inn verið til vandræða við vélflök-
un. Hann gerði það að verkum að
innmötun í vélarnar var erfiður. Þá
er fráskurður, sem er partur af flök-
unarferlinu, einnig erfiður þegar
sporðrótin er lokuð. Sporðskurð-
arvélin tekur sporðinn af fisknum
áður en hann er settur inn í flök-
unarvélina. Fyrir vikið verður inn-
mötun betri og fráskurður full-
komnari,“ segir hann. „Þegar frá-
skurður er góður þá fer sporðrót-
in ekki inn í sköfuhnífana. Þá verð-
ur ekki los sem bæði brýtur upp á
fiskinn og skapar stundum þunn-
ildagalla. Að skera sporðinn af stór-
bætir flökunina sjálfa og nýtinguna
í flökuninni. Það verður enginn
tætingur í sporðinum eftir roðdrátt
og þetta skilar miklu heilli og betri
flökum,“ segir hann og bætir því
við að hnífar endist einnig lengur ef
sporðurinn er skorinn af. „Með því
að skera sporðinn af misferst miklu
minna af fiski og nánast ekkert mis-
ferst í flökuninni sjálfri. Sporður-
inn á það einnig til að stingast út
fyrir hnífa sé hann ekki skorinn af.
Þá tapast nýting og hnífarnir í vél-
unum slitna hraðar. Hér áður fyrr
var maður alltaf að stökkva til og
skipta um hnífa um miðjan dag og
annað og öll vinnslan stoppaði auð-
vitað á meðan,“ segir Unnsteinn en
með tilkomu sporðskurðarvélar-
innar er það vandamál úr sögunni.
„Núna tekur maður hnífana úr vél-
unum og þeir eru flugbeittir eftir
daginn. Það skilar miklu betri nýt-
ingu á vélarnar,“ segir hann.
Einföld hönnun
Sem fyrr segir er sporðskurðarvél-
in hönnun Unnsteins sjálfs. „Áður
hafði ég gert tilraunir með að
handskera sporðinn af fyrir flök-
un en síðan smíðaði ég prótótýpu
af vélinni. Hún kom svona ljóm-
andi vel út og fór í raun bara beint í
framleiðslu og sölu eftir ár í prófun
í fiskvinnslu G.Run,“ segir hann.
„Ég lagði upp með einfaldleika við
hönnun vélarinnar. Henni er auðvelt
að koma fyrir í öllum fiskvinnslu-
kerfum, hvort sem menn setja hana
upp með hausurum eða við flokkun-
arstöðvarnar,“ segir Unnsteinn.
Það er Geislatækni ehf. í Garðabæ
sem smíðar vélarnar fyrir 4fish og er
Unnsteinn afar ánægður með það
samstarf. „Geislatækni smíðar vél-
arnar og setur saman. Allt efnið er
skorið með leysigeisla og smíðin er
mjög vönduð. Fyrir vikið er reynsl-
an á vélunum góð og þær eru ekkert
að bila,“ segir Unnsteinn.
Markaðssetningin
langhlaup
Framundan segir Unnsteinn vera
frekari vinnu við markaðssetningu
og sölu sporðskurðarvélarinnar.
„Það hefur gengið ágætlega að selja
vélina þó ég hafi kannski ekki ver-
ið nægilega duglegur við markaðs-
setningu. Það er eiginlega erfiðasti
hlutinn af þessu. Það er erfitt að
markaðssetja eina litla vél þó hún
breyti miklu fyrir vinnsluna, dýrt að
fara í ferðalög erlendis, á sýningar
erlendis og fleira til að kynna hana.
En það er það sem þarf að gerast,“
segir Unnsteinn. „Þetta tekur bara
tíma og allt í þessum geira er lang-
hlaup. Menn eru ekki að stökkva
til og kaupa nýjar vélar heldur vilja
þeir kynna sér hlutina vel áður en
þeir fjárfesta í nýjum tækjum,“ seg-
ir hann.
Óhemju verðmæti
Unnsteinn segir það hafa komið
sér vel að geta haft vélina til reynslu
í G.Run áður en sala hófst. „Með
því var hægt að fá reynslu á vélina
og sjá nýtingartölur. Hvað varðar
afköst og annað þá reiknaðist mér
það til að bara út frá aukningu í af-
köstum myndi svona vél borga sig
upp á um það bil 400 tonnum af
fullunnum afurðum,“ segir Unn-
steinn. „Maður hefur haft þá þum-
alputtareglu að minni fjárfesting-
ar eigi að geta borgað sig upp á
ári eða svo, en sporðskurðarvélin
myndi borga sig upp á svona fjór-
um til fimm vikum hjá fiskvinnslu
eins og G.Run. Hlutfall þess sem
fór í blokk og marning minnkaði
um 20% hjá okkur. Það eru ódýr-
ustu afurðirnar og í staðinn fer sá
fiskur í dýrari afurðir. Það skap-
ar óhemju verðmæti,“ segir Unn-
steinn að endingu.
kgk/ Ljósm. úr sani/ tfk.
Sporðskurðarvél 4fish
stórbætir flökun
Um 20% minna í blokk og marning
Unnsteinn Guðmundsson við sporðskurðarvélina frá 4fish ehf. í Grundarfirði.
„Með því að skera sporðinn af misferst nánast ekkert í flökuninni sjálfri,“ segir
Unnsteinn.
Skápur eftir Helga frá Vogi gefinn byggðasafninu
Sigurborg og Guðrún Elísabet við skápinn, Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss lengst til hægri. Ljósm. Safnahús
Borgarfjarðar.