Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201710
Íslenska sjávarútvegssýningin,
IceFish, var haldin í Kópavogi í síð-
ustu viku. Þetta er í tólfta sinn sem
blásið er til sýningarinnar. Hún
var fyrst haldin árið 1984 og hef-
ur verið haldin á þriggja ára fresti
allar götur síðan. Í ár komu fram
um 500 fyrirtæki, vörur og vöru-
merki á sýningunni og þátttakend-
ur voru frá 22 löndum. Alþjóðlegir
þátttakendur voru 41% fleiri frá því
sýningin var haldin síðast. Á með-
al þeirra eru stærri aðilar frá Dan-
mörku og Noregi en áður hafa tek-
ið þátt sem og nýir þátttakendur frá
Bangladesh, Bandaríkjunum, Tyrk-
landi, Spáni, Portúgal og Lithá-
en. Sýningin hefur alla tíð verið
vel sótt og gestir hennar að þessu
sinni komu víða að. „Við bjóðum
stolt til leiks gesti frá sex heimsálf-
um. Þeir koma ekki aðeins til Ís-
lands vegna höfðinglegrar gestrisni
ykkar heldur líka vegna þess að þið
eruð stöðugt í fararbroddi á heims-
vísu í þróun tæknibúnaðar fyrir sjó-
sókn og fiskvinnslu. Og líka vegna
þess að þið horfið til framtíðar í því
skyni að tryggja sjálfbærnina í sjáv-
arútveginum til langs tíma,“ sagði
Marianne Rasmussen-Coulling,
framkvæmdastjóri Íslensku sjávar-
útvegssýningarinnar, við setningar-
athöfn sem fram fór í Smáraskóla á
fimmtudaginn. Einnig ávarpaði Ár-
mann Kr. Ólafsson gesti við opn-
unina og kvaðst stoltur af því að sitt
bæjarfélag hýsti viðburðinn og út-
vegaði þannig vettvant fyrir sjávar-
útvegsfyrirtæki til að miðla þekk-
ingu sinni.
„Aukin þekking,
nýsköpun og þróun“
Það var síðan Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, sem setti
sýninguna formlega. „Þegar sam-
keppni um markaði fer harðnandi
er svarið aukin þekking, nýsköpun
og þróun, líkt og við Íslendingar
höfum gert, en jafnframt er brýnt
að við miðlum farsælli sögu íslensks
sjávarútvegs á umliðnum árum. Þar
spilar Íslenska sjávarútvegssýningin
stórt hlutverk sem vettvangur fyr-
ir tengslamyndun og miðlun upp-
lýsinga,“ sagði Þorgerður Katrín
í ávarpi sínu. „Fyrirtækin sem hér
eru samankomin eru í fremstu röð
á sviði vinnslu, veiði og nýsköpun-
ar. Aðrir gestir koma úr ólíkum átt-
um en öll eigum við sameiginlegt
að vilja sækja lengra og skapa meiri
verðmæti. Mín reynsla af þess-
um sýningum er að þeim loknum
er maður betur upplýstur um hvar
við stöndum en ekki síður hvert
við stefnum og hvernig við munum
komast þangað,“ sagði Þorgerður
Katrín.
Vestlensk fyrirtæki
Meðal vestlenskra fyrirtækja sem
tóku þátt í Sjávarútvegssýningunni
var Skaginn 3X á Akranesi sem
kynnti lestarkerfi sitt sem og of-
urkælikerfið sem fyrirtækið hefur
hannað.
Grundfirðingar voru með sam-
eiginlegan bás á sýningunni und-
ir merkjum Grundarfjarðarhafnar.
Fyrirtækið 4Fish hafði til dæmis til
sýningar og kynningar nýja sporð-
skurðarvél og fyrirtækin Djúpi-
klettur og Ragnar og Ásgeir kynntu
starfsemi sína. kgk
Íslenska sjávarútvegssýningin
fór fram í síðustu viku
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti
sýninguna formlega á opnunarhátíð í Smáraskóla.
Að loknum ávörpum var boðið upp á drykki og snittur. Marianne Rasmussen-
Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar (t.h.), ræðir við einn gestanna.
Unnsteinn Guðmundsson frá 4Fish í Grundarfirði kynnti sporðskurðarvél sína á
sýningunni (Sjá einnig viðtal við Unnstein aftar í blaðinu).
Opin flökunarvél sem gestir gátu virt fyrir sér. Þeim var þó ráðlagt að halda að sér
höndum enda hnífarnir flugbeittir.
Einn gesta sýningarinnar kynnir sér skipstjórnartæki frá Marási.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti sýninguna á opnunardag hen-
nar. Guðni ræddi við skipuleggjendur sýningarinnar en heimsótti einnig nokkra af
helstu sýnendum.
Gervihnattadiskur frá fjarskiptafyrirtækinu Radíómiðun skoðaður í bak og fyrir.
Rækjuflokkari frá danska tæknifyrirtækinu Intech International.
Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, á sýningunni á fimmtudaginn.