Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 15
búum yfir hafi hleypt okkur lengra,
ásamt því að Íslendingar borðuðu
alltaf fremur hollan mat og hreyfðu
sig mikið. Ég held hins vegar að ef
við verðum að gæta þess Íslendingar
að gefa ekki afslátt á þessari vinnu-
semi. Allir sem ætla sér að ná ár-
angri þurfa að leggja mikið á sig. Við
megum ekki draga úr vinnuþrekinu
og alls ekki slökkva neistann. Stað-
reyndin er nefnilega sú að við kom-
umst ekkert sérstaklega langt á hæfi-
leikunum einum saman. Við erum
ekkert klárari en aðra þjóðir. Töl-
fræðilega væri það einfaldlega ekki
hægt að ná árangri nema með því að
skapa okkur sérstöðu. Börn og ung-
lingar verða því að halda áfram að
vera dugleg að hreyfa sig mikið og
kannski meira en þau gera akkúr-
at núna. Þau verða að koma sér úr
tölvunum og snjalltækjunum og fara
út að leika sér í stað þess að styrðna
og fitna. Ég er rosalega gagnrýninn
á þessa miklu kyrrsetu og inniveru
sem ég held að geri fólki ekkert gott.
Hreyfing, hollur matur, fórnfýsi og
dugnaður er því ákveðinn lykill ef
við Íslendingar ætlum að eiga áfram
afreksfólk í íþróttum.“
Átti góðan
grunn í allt öðru
Arnar tekur máli sínu til stuðnings
dæmi af ungum Íslendingi sem hlaut
uppeldi við almenn sveitastörf, án
þátttöku í íþróttum, en hefur engu
að síður skotist hratt upp á stjörnu-
himininn. „Hann Tryggvi Snær
Hlinason körfuboltamaður er einn
af þessari Youtube kynslóð okkar
Íslendinga. Hinsvegar er uppeldi
hans allt annað en drengja af sömu
kynslóð. Hann er alinn upp í norð-
lenskri sveit við almenn sveitastörf
og heima hjá honum var fjárbúskap-
ur. Hann hafði hins vegar einstaka
hreyfigetu og hefði getað orðið af-
reksmaður í ýmsum íþróttum. En
þar sem hann er svo hávaxinn sem
raun ber vitni valdi hann körfubolt-
ann. Þannig var sá strákur alls ekki
alinn upp við íþróttir, öðru nær,
heldur við allskonar störf við gegn-
ingar, girðingarvinnu og hlaup á eftir
rollum úti í móa. Sá grunnur nægði
honum hins vegar til að skjóta hon-
um á ógnarhraða upp á stjörnuhim-
ininn eftir að hann hafði verið upp-
götvaður. Nú er Tryggvi Snær kom-
inn í atvinnumennsku með meist-
aradeildarliðinu Valencia á Spáni
og var einmitt í síðustu viku að spila
sinn fyrsta leik með liðinu og setti í
honum sín fyrstu stig.“
Sjálfur á Arnar yngri bróður,
Helga Guðjónsson, sem einnig vakti
fyrir nokkrum árum verðskuldaða
athygli fyrir árangur í íþróttum, ekki
einungis í einni eða tveimur íþrótta-
greinum, heldur fjórum. Að endingu
valdi Helgi knattspyrnuna og spilar
nú með meistaraflokki Fram. „Hann
hefði getað náð góðum árangri í
sundi, frjálsum, körfu og fótbolta og
ekki skorti áhugann á öllum þessum
greinum. Reyndar er öðruvísi með
hann og Tryggva Snæ, allt líf Helga
bróður snýst um íþróttir og líkt og í
mínu tilfelli fékk hann að alast upp
við þær frá blautu barnsbeini. Hann
á örugglega eftir að ná langt í bolt-
anum strákurinn,“ segir Arnar um
bróður sinn.
Áttum þann draum
að vinna leik
En að lokum að landsliðinu í körfu-
boltanum og stórmótinu sem ný-
lega lauk. Arnar er nú aðstoðarþjálf-
ari liðsins ásamt Finni Stefánssyni
við hlið Craig Pedersen aðalþjálf-
ara. „EM 2017 var mikið ævintýri
fyrir mig og liðið allt að sjálfsögðu.
Við byrjuðum stífar æfingar 20. júlí.
Fórum svo í æfingabúðir 8. ágúst í
Rússlandi, Litháen og Ungverja-
landi. Mótið var haldið í Finnlandi
og þar vorum við frá enda ágúst og
til 10. september. Okkur dreymdi
einfaldlega um fyrsta sigur í leik
á stórmóti og fórum út með það
markmið. Hentum svo frá okkur
leikjum sem við áttum að geta unn-
ið. Sérstaklega gegn Finnlandi sem
við töpum með fjórum stigum og
svo leiknum gegn Grikklandi. Við
áttum svo vondan dag á móti Pól-
landi. Frakkar og Slóvenar voru hins
vegar að spila vel og á móti þeim
þjóðum áttum við hreinlega engan
séns. Þeir voru númeri of stórir. Við
komum því heim 10. september án
stiga en ríkari af reynslu,“ segir Arn-
ar sem dvalið hefur í viku heima á Ís-
landi eftir Finnlandsreisuna.
Þegar þetta fer á prent er Arn-
ar kominn aftur út til Svendborgar
ásamt fjölskyldu sinni. Börnin farin
í aðlögun á leikskóla, eiginkonan í
læknisfræðinámið og lífið að taka á
sig fastar skorður eftir ævintýri sum-
arsins. Arnar hyggst stunda fjar-
námið frá Bifröst samhliða uppeldi
barnanna og að gegna stöðu aðstoð-
arþjálfara íslenska karlalandsliðs-
ins. Þá kveðst hann hafa skemmti-
legt verkefni í framhaldsskóla ytra,
Efterskolen í Nyborg á Fjóni. „Ég
er þar að leiðbeina í körfubolta, við
erum með körfuboltabraut í þess-
um framhaldsskóla. Liðin keppa í
dönsku deildinni fyrir sinn aldurs-
flokk. Eins og ég sagði áðan, ég kann
ekkert annað en að þjálfa körfubolta
og held því áfram,“ segir hinn hressi
Arnar Guðjónsson að endingu.
mm
OPIÐ:
Mán. til mmtudaga kl. 9 -18
Föstudaga kl. 9 - 17
Laugardagar kl. 11-15
GASELDAVÉLAR
HÁGÆÐA
3ja ára ábyrgð
ELBA Í YFIR
60 ÁR
Áður en Ennisbrautin í Ólafsvík
var malbikuð fyrr í sumar var um-
ferðareyja á móts við Ennisbraut 14
fjarlægð. Við það jókst umferðar-
hraðinn töluvert um götuna. Í síð-
ustu viku unnu starfsmenn Vega-
gerðarinnar svo við að raða sam-
an umferðareyjunni að nýju og er
nú vonast til að dragi úr hraðanum.
Fram til þessa hefur umferðin í og
við grunnskólann verið alltof hröð,
en þar er eins og allir vita afar mik-
ilvægt að hægja vel niður.
þa
Dregið úr umferðarhraða við skólann
Ævar Þór Benediktsson vísinda-
maður frá Stað í Borgarhreppi
hlaut í tengslum við dag umhverf-
isins fjölmiðlaverðlaun umhverf-
is- og auðlindaráðuneytisins. Þá
fékk Sigþrúður Jónsdóttir Nátt-
úruverndarviðurkenningu Sigríðar
í Brattholti við sama tilefni. Hlýtur
hún þau fyrir áralanga baráttu sína
fyrir friðun Þjórsárvera.
Ævar Þór hlaut verðlaunin fyrir
að hafa fjallað á fjölbreyttan, fræð-
andi og skemmtilegan hátt um um-
hverfið, náttúruna og náttúruvernd
í sjónvarpsþáttum sínum Ævar vís-
indamaður og útvarpsþáttunum
Vísindavarpið á Rás 1, veturinn
2016-2017. Segir í rökstuðningi
dómnefndar að Ævar hafi með fjöl-
breyttum hætti vakið athygli ungra
áhorfenda á umhverfismálum og
náttúru á faglegan og vandaðan
hátt. Þá hafi hann bent á ógnirnar
sem steðja að umhverfi og náttúru
en um leið fjallað um með hvaða
hætti hægt sé að bæta ástand við-
kvæmra vistkerfa og náttúrunnar.
Honum hafi tekist að samtvinna
umfjöllun um umhverfismál og
skemmtilegt og lærdómsríkt af-
þreyingarefni fyrir börn og sé vel
að þessari viðurkenningu kominn.
Þess má geta að Grundfirðing-
urinn Áslaug Karen Jóhannsdótt-
ir, blaðamaður á Stundinni, hlaut
tilnefningu til sömu verðlauna og
Ævar Þór hlaut. Hún var tilnefnd
fyrir fréttaskýringar um loftslags-
mál í Stundinni.
mm
Ævar Þór hlaut fjölmiðlaverðlaun
fyrir umhverfismál
Frá afhendingu verðlaunanna. F.v. Steinar Kaldal, aðstoðarmaður umhverfis- og
auðlindaráðherra, Ævar Þór Benediktsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Sigríður
Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
blaðamaður á Stundinni var tilnefnd
til verðlaunanna fyrir umfjallanir sínar
um loftslagsmál.
Þjálfarateymi Íslands. Arnar og Craig Pedersen. Ljósm. mbl.is
Íslenska landsliðið var dressað upp af Herragarðinum. Hér er hópurinn í
myndatöku fyrir Finnlandsförina.