Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201716 Sænsk stjórnvöld ætla á þessu ári að móta heildstæða stefnu fyrir sænska ferðaþjónustu sem byggir á sjálf- bærni. Af því tilefni kom hingað til lands um síðustu helgi fimm kvenna sendinefnd og kynnti sér þær áskor- anir sem íslensk ferðaþjónusta hefur staðið frammi fyrir á liðnum árum og hvernig brugðist hefur verið við á landsvísu og einstökum landshlutum. Meðal þeirra svæða hér á landi sem Svíarnir kynntu sér var Borgarfjörð- ur og Snæfellsnes. Jón Jóel Einarsson ferðamálamálafrömuður og eigandi GoWest á Arnarstapa á Snæfellsnesi leiðsagði hópinn um Snæfellsnes. Auk þess að kynna fyrir þeim töfra Snæ- fellsness, leiddi hann gestina saman við sveitarstjórnarfólk á svæðinu og aðra forsvarsmenn í ferðaþjónustu. Að gera út á náttúruna Jón Jóel segir að Svíarnir hafi kynnt sér hvernig brugðist er hér á landi við auknu álagi á innviði samfélagsins, svo sem varðandi samgöngur, húsnæðismál, heil- brigðismál, öryggismál og það sem tengist ferðaþjónustu sér- staklega. „Þá var rætt um hvern- ig Íslendingar reyna að tryggja gæðaþjónustu innan greinarinnar með tilliti til hraðs vaxtar hennar. Einnig vildu konurnar fræðast um hvernig hægt er að gera út á nátt- úruna og hvernig örva megi um- hverfisvæna þjónustu. Loks vildu þær vita hvernig Íslendingar hafa brugðist við hinu vaxandi deili- hagkerfi, t.d. Airbnb gistiþjónust- unni,“ segir Jón Jóel. Tamt að horfa á vandamálin Aðspurður segir Jón Jóel að það hafi verið lærdómsríkt og hollt fyrir hann og aðra gestgjafa að fá svona heimsókn. „Almennt í okk- ar gestamóttöku gerum við of lít- ið af því að spyrja gestinn um hvað honum finnist. Þessir gestir voru mjög áhugasamir um það sem þeir sáu og heyrðu og viðbrögð þeirra voru því sérlega áhugaverð. Af við- brögðum þeirra að dæma þá erum við á Vesturlandi og Snæfellsnesi að standa okkur vel. Það finnst mér mjög ánægjulegt því í óþolin- mæði minni eftir lausnum þá hef ég tilhneigingu til að horfa meira á vandamálin, það sem við eigum eftir ógert, frekar en framganginn og það sem hefur áunnist.“ Í leit að góðum fyrirmyndum „Gestir okkar töldu sig hafa gert rétt í því að byrja á að fara Gullna hringinn, funda síðan með fjöl- mörgum stofnunum sem fara með ferðamál á landsvísu, áður en þær héldu í vesturátt. Fóru þaðan áfram norður í Mývatnssveit. Þeim fannst mikið til um rannsókna- starf skógræktarinnar á Mógilsá og möguleikana sem liggja hér í skógrækt og landgræðslu. Þá nutu gestir okkar persónulegrar gest- ristni og veitinga sem veittar voru af alúð í Stykkishólmi en sú heim- sókn sló virkilega í gegn. Heima- fengið hráefni og skemmtikraftar í fremstu röð. Æðarsetrið í Stykk- ishólmi opnaði þeim alveg nýjan heim um samband manns og nátt- úru, gæði vörunnar og vakti vanga- veltur um hvað aðrar greinar land- búnaðar geta lært af æðarbænd- um. Á öðrum degi fóru gestirn- ir síðan út fyrir Jökul með stoppi við dys landa sinna í Berserkja- hrauni, áðu stutt í Grundarfirði, en vörðu mun lengri tíma í Átt- hagastofu Snæfellsbæjar í Ólafs- vík, á fundi með sveitarstjórnar- mönnum og Ragnhildi Sigurðar- dóttur sem kynnti starf og áætlan- ir Svæðisgarðsins. Gestirnir hittu auk þess Jón Björnsson þjóðgarðs- vörð og að endingu Stefán Gísla- son umhverfisstjórnunarfræð- ing sem sagði frá reynslu sinni af vottunarkerfum fyrir áfanga- staði ferðamanna. Eftir þessa yf- irferð um Vesturland og Snæfells- nes fannst þeim merkilegast að sjá og finna hreinleikann og gæðin og möguleika okkar til að gera miklu meira úr því. Það eigi við um land- ið allt, en ekki síst á Snæfellsnesi. Þar ættum við að leggja sérstaka áherslu á gæði umfram magn og vera öðrum fyrirmynd á því sviði. Góðar fyrirmyndir vekja athygli og vonir, enda sögðu gestir okkar þegar þeir kvöddu: „Við erum hér í leit að góðum fyrirmyndum“.“ mm/ Ljósm. Jón Jóel Einarsson, nema annað sé tekið fram. Svíum kynnt viðleitni okkar að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu Leyndardóma jökla má víðar kynnast en í þeim sjálfum. Á sýningu sem sett hefur verið upp í Perlunni gátu Svíarnir fengið nasaþef af jöklum og afdrifum þeirra í aldanna rás. Sendinefndin sænska í Berserkjahrauni. Erla Friðriksdóttir tók á móti hópnum í Æðarsetri Íslands í Stykkishólmi. Jón Jóel Einarsson og Þuríður Maggý Magnúsdóttir ásamt tíkinni Sölku í bækistöð ferðaþjónustu þeirra á Arnarstapa. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður sýnir gestunum mörk Þjóðgarðsins og sitthvað fleira. Gréta Sigurðardóttir vert á Hótel Egilsen og Bænum og brauð í Stykkishólmi var höfðingi heim að sækja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.