Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201726 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig líst þér á að verslun Samkaupa verði breytt í Kjörbúðina? Spurni g vikunnar (Spurt í Búðardal) Kristján Elvar Meldal Sverr- isson. „Mér líst vel á að vöruverð lækki.“ Óskar Páll Hilmarsson. „Ég veit það ekki. Líst frekar illa á þetta allt saman.“ Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir. „Mér líst rosalega vel á það. Fagna ódýrari vöru og meira vöruúrvali.“ Þuríður Sigurðardóttir. „Mér líst bara vel á það. Verður vonandi betra vöruverð. Þó er verra ef þjónustan minnkar við ferðamennina hvað varðar opn- unartíma og lokun á grilli.“ Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum var haldið í Molde í Noregi um síðustu helgi. Kraftlyftingafélag Akra- ness átti einn fulltrúa í hópnum sem keppti fyrir Íslands hönd, Skagamanninn Svavar Örn Sig- urðsson. Hann keppti í klass- ískum kraftlyftingum þar sem hann lyfti 200 kg í hnébeygju, 135 kg í bekkpressu og 230 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann því 565 kg og skilaði það honum silfurverðlaunum í -74 kg flokki. „Við gætum ekki ver- ið stoltari af honum og verður gaman að sjá hvað hann gerir í framtíðinni,“ segir í tilkynn- ingu á Facebook-síðu Kraft- lyftingafélags Akraness. kgk Svavar Örn fékk silfurá NM unglinga Svavar Örn Sigurðsson lyfti 230 kg í rétt- stöðulyftu í mótinu. Ljósm. Kraftlyftingafélag Akraness. Stúlkurnar í 2. flokki kvenna hjá ÍA kepptu í Íslandsmóti B liða í sum- ar. Fengu þær 20 stig úr tíu leikj- um í riðlinum og höfnuðu í öðru sæti, tveimur stigum á undan Þrótti R. í sætinu fyrir neðan. Fyrir vikið komst 2. flokkur ÍA upp um deild og leikur í A deild að ári ásamt öll- um bestu liðum landsins. Stúlkurnar fengu silfurverðlaunin afhent í hálfleik á leik ÍA og Stjörn- unnar í Pepsi deild karla síðastlið- inn sunnudag og hlutu þær mikið lófaklapp fyrir. Margar stúlknanna sem skipa 2. flokk kvenna léku einnig með bæði 3. flokki og meistaraflokki kvenna í sumar og höfðu því í nógu að snú- ast á nýliðnu keppnistímabili. kgk Stúlkurnar í 2. flokki ÍA upp um deild Stúlkurnar í 2. flokki ÍA sem tryggðu sér sæti í A deild að ári. Ljósm. gbh. Á samkomu í Smáralind í gær afhenti Team Rynkeby Ísland hjólreiðalið- ið Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna afrakstur söfnunar sinnar á síðasta ári. Nam upphæðin tæplega 9,5 milljónum króna. Team Rynkeby verkefnið hefur vaxið og dafnað og í júlí síðastliðnum hjóluðu um 1.400 manns frá öllum Norðurlöndunum til Parísar. Meðal þeirra voru um fjórir tugir Íslendinga og var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt. Síðasta árið hefur íslenska liðið safn- að fé samhliða því að æfa stíft fyrir ferðina en á einni viku voru hjólaðir um 1.300 km. Markmið verkefnisins í öllum þessum löndum er að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn, hafa gaman og koma sér í gott form. „Framlagið verður notað til rann- sókna á heilsufari og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á barnsaldri frá árinu 1981. Rann- sóknin er gerð á sérstakri mið- stöð síðbúinna afleiðinga krabba- meins sem starfrækt er á Barnaspít- ala Hringsins,“ sagði Gréta Ingþórs- dóttir, framkvæmdastjóri Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna, við þetta tilefni. mm Team Rynkeby afhenti um 9,5 milljónir króna Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að setja á laggirn- ar sérstakt meistaraflokksráð karla. Hlutverk ráðsins er að eiga reglu- bundin samskipti við þjálfara meist- araflokks karla og 2. flokks karla um markmið og árangur. „Gengi meist- araflokks karla hefur ekki verið sam- kvæmt væntingum í sumar og staða félagsins í Pepsi-deildinni er erf- ið. Á sama tíma erum við með ungt og efnilegt lið sem hefur gríðarlega mikinn metnað til að gera góða hluti á komandi árum. Til að styrkja bak- land meistaraflokks karla hefur aðal- stjórn knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) ákveðið setja á laggirnar meistara- flokksráð karla,“ segir í tilkynningu frá KFÍA. Ráðið munu skipa þeir Viktor Elvar Viktorsson, sem jafnframt situr í aðalstjórn KFÍA, Haraldur Ingólfsson, Sigurður Sigursteins- son, Stefán Þór Þórðarson og Þórð- ur Guðjónsson. Allir eiga þeir það sammerkt að vera fyrrum leikmenn meistaraflokks karla og eiga mikla knattspyrnureynslu að baki, meðal annars sem atvinnumenn. Meistaraflokksráði er ætlað að hafa ráðgefandi hlutverk í leikmanna- og þjálfaramálum og styðja við þjálfara- teymi og leikmenn meistaraflokks karla. „Vonandi er þetta fyrsta skref- ið í að KFÍA standi að nýju undir því heiti að vera stórveldi í íslenskum fótbolta,“ segir í tilkynningu KFÍA. kgk/ Ljósm. úr safni. Koma á fót meistaraflokksráði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.