Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 19
„Það er ekki eftir sem af er,“ skrif-
aði Sveinbjörn Eyjólfsson kartöflu-
ræktandi í Þingnesi í Borgarfirði
á Facebook síðu sína á sunnudag-
inn þegar fjölskyldan hafði lokið við
að taka upp síðustu kartöflurnar. Á
meðfylgjandi mynd eru eiginkon-
an Inga Vildís, tvær dætra þeirra og
ein dótturdóttir. Það er ástæða til að
gleðjast yfir svona góðri uppskeru
því litlu sigrarnir eru oft þeir sem
mesta gleði vekja. mm/ Ljósm. se.
Kartöfluuppskeran í hús
Nýnemadagur var haldinn í Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í Grundar-
firði síðastliðinn fimmtudag. Þá eru
nýnemar boðnir velkomnir í skól-
ann með ýmsu sprelli. Byrjað var á
að merkja nýnemana í matsal áður
en allir fóru upp í íþróttahús. Þar
var tekist á í skotbolta. Eftir það var
farið niður í Torfabót þar sem keppt
var í sápubolta. Að lokum var öllum
boðið í köku og mjólk í mötuneyti
skólans. Það var ekki annað að sjá
en að allir hafi skemmt sér prýðilega
þennan fallega fimmtudag. tfk
Nýnemadagur FSN
Sápuboltinn stendur alltaf fyrir sínu.
Gleðin var allsráðandi jafnt hjá nýnemum sem þeim eldri.
Eldri nemendur fylgjast með að allt fari fram eftir kúnstarinnar reglum.
nemendur sem útskrifast úr FVA
skori hátt í skuldbindingu til náms
og þrautseigju þegar í háskóla- eða
annað framhaldsnám er komið.
Mikilvægi iðn- og
nýsköpunargreina
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir ráðherra og Sævar Freyr
Þráinsson bæjarstjóri á Akra-
nesi, sem bæði luku stúdentsprófi
frá FVA, færðu skólanum góðar
kveðjur og fjölluðu um mikilvægi
iðn- og tæknigreina í bland við
bóknám í nútímasamfélagi. Þór-
dís Kolbrún sagði sóknarfæri fyr-
ir FVA felast í því að skortur er á
iðn- og tæknimenntuðu fólki á Ís-
landi og benti á í því sambandi að
árið 2016 hafi um tíma fleiri verið
í forsetaframboði en múraranámi
á Íslandi! Hún sagði mikilvægt að
flétta saman bók- og verknám þar
sem það væri besta leiðin til þess
að efla nýsköpun og þá færni sem
nútímasamfélög kalla á.
Sævar Freyr Þráinsson tók í
sama streng og fjallaði um mikil-
vægi skólans í því að tryggja nem-
endum á Vesturlandi þá hæfni sem
samfélagið og atvinnulífið kallar
eftir og auka þannig samkeppnis-
hæfni landshlutans. Í því sambandi
nefndi hann sérstaklega mikilvægi
þess að leggja áherslu á forritun,
tækni- og iðnnám. Sævar sagði það
vera hlutverk samfélagsins alls að
hlúa að Fjölbrautaskóla Vestur-
lands og að bæjarstjórn Akraness
vildi leggja sitt að mörkum með
því að færa skólanum fimmhundr-
uð þúsund króna peningagjöf til
þess að efla og bæta tölvukost skól-
ans. Það var Ágústa Elín Ingþórs-
dóttir sem tók við gjöfinni.
Skólinn sem samfélag
Lilja og Daníel Þór, sem fluttu
ávörp fyrir hönd útskrifaðra nem-
enda veltu því fyrir sér hvern-
ig framhaldsskólaárin bjuggu þau
undir líf og starf og hvernig dvölin
í FVA mótaði framtíðarsýn þeirra.
Þau voru sammála um að kennarar
og skólabragurinn hefði þar mik-
ið að segja, en Lilja sagði að kenn-
arar væru mikilvægur hlekkur milli
náms og kennslu. Bæði minntust
skólans, kennara og samnemenda
með hlýhug og þakklæti.
Stórtónleikar á sal
Að ávörpum loknum var boðið
upp á veitingar og afmælisgestum
gafst kostur á að ganga um skólann
og skoða myndir og annað efni úr
fjörutíu ára sögu hans. Tónlistar-
líf hefur jafnan verið með mikl-
um blóma í FVA og í afmælisfögn-
uðinum stigu á stokk fjölmargir
tónlistarmenn sem eiga það sam-
merkt að vera núverandi eða fyrr-
verandi nemendur í FVA. Klukk-
an 14.30 hófust órafmagnaðir tón-
leikar á Gamla sal þar sem fram
komu Halla Margrét Jónsdóttir,
Valgerður Jónsdóttir og Heiðmar
Eyjólfsson.
Klukkan 16 hófust svo stórtón-
leikar á sal. Umsjón með tónlist-
arflutningi var í höndum Eiríks
Guðmundssonar en fram komu
hljómsveitirnar Tíbrá, Abbababb,
Bland og Slitnir strengir undir
stjórn Ragnars Skúlasonar. Hús-
bandið skipuðu Eiríkur Guð-
mundsson, Ingi Björn Róbertsson,
Jakob Garðarsson, Eðvarð Lárus-
son, Flosi Einarsson, Arnar Sigur-
geirsson og Sigurþór Þorgilsson og
með þeim komu fram Halli Melló,
Hrund Snorradóttir, Sveinbjörn
Hafsteinsson, Heiðmar Eyjólfsson,
Ylfa Flosadóttir, Orri Sveinn Jóns-
son, Hjördís Tinna Pálmadóttir,
Helga Ingbjörg Gujónsdóttir og
Rósa Guðrún Sveinsdóttir.
als
Hátíðargestir á öllum aldri skemmtu sér vel. Á sviðinu err húsbandið og Halli
Melló.
Nína Áslaug Stefánsdóttir, Helga Dís Daníelsdóttir og Heimir Jónasson.
Jóhanna Nína Karlsdóttir og Jana Sif Sigurðardóttir voru kampakátar og voru
strax farnar að glugga í veglegt afmælisblaðið.
Halla Margrét Jónsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson komu fram á Gamla sal.
Ragnar Skúlason, Stephen Gaughan og Dröfn Guðmundsdóttir.