Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Síða 7

Skessuhorn - 03.01.2018, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 7 SK ES SU H O R N 2 01 8 Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 8.-9. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem fellur til eftir nýárs- og þrettándagleði. Jólatré sótt 8.-9. janúar Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Þrettándabrennan verður haldin laugardaginn 6. janúar við þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst kl. 17 við Þorpið, Þjóðbraut 13. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17:30. Að því loknu býður ÍA gestum í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem val á Íþróttamanni Akraness 2017 verður tilkynnt. Ef breyting verður á tímasetningu vegna veðurs verður það tilkynnt á www.akranes.is. Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali, eigandi Trausta fasteignasölu, tekur til sölumeðferðar eignir í Borgarnesi og nágrenni. Kristján er reyndur á sviði fasteignasölu og hefur mikla reynslu af umsýslu fasteigna. Eins hefur hann verið dómkvaddur matsmaður og flutt sem málflytjandi mörg dómsmál, aðallega á sviði fasteignaréttar. Þjónustustig Trausta er hátt og þegar eign er tekin til sölumeðferðar bjóðum við upp á eftirfarandi: Verðmat• Ráðgjöf• Opin hús• Atvinnuljósmyndun• Eftirfylgni• Eign auglýst á netinu og í dagblöðum• Trausti fasteignasala leggur metnað sinn í vandaða og skjóta þjónustu, hátt þjónustustig og að fylgja kaupendum og seljendum af metnaði og nákvæmni frá byrjun ferlisins til enda. SK ES SU H O R N 2 01 7 Hákon Guðmundsson Aðstoðarmaður fasteignasala. S: 861-9240 Garðar Kjartansson Aðstoðarmaður fasteignasala S: 853-9779 Gylfi Jens Gylfason hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 822-5124 Sólveig Regína Biard Aðstoðarmaður fasteignasala S: 869-4879 Bryndís Bára Eyjólfsdóttir Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 616-8985 Bára Daníelsdóttir Skrifstofustjóri S: 693-1837 Kristján Baldursson hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari. S: 867-3040 Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir Lögfræðingur - löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 779-1929 Einar P. Pálsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali S: 857-8392 Guðbjörg Matthíasdóttir. hdl. Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 899-3984 Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir Sölustjóri. Viðskiptafr., lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, leigumiðlari. S: 899-5949 VIÐ ERUM TRAUSTI Frekari upplýsingar hjá Kristjáni í síma: 867-3040 eða hjá kristjan@trausti.is Þegar Kjörbúðin var opnuð í Grundarfirði í haust þá var um leið styttur opnunartími verslunar- innar frá því sem var í Samkaups- versluninni. nú er búðinni lokað klukkan 19:00 í staðinn fyrir klukk- an 20:00 áður. nokkrir heimamenn eru ósáttir við þetta og hrundu af stað undirskriftasöfnun til að mót- mæla skertum opnunartíma. Bæði er þetta skerðing á þjónustu við heimamenn en auk þess við ferða- menn en þetta er eina matvöru- verslun staðarins. Gunnar Ragn- arsson verslunarstjóri tók við und- irskriftalistanum frá forsprökkum söfnunarinnar miðvikudaginn fyrir jól. tfk Grundfirðingar vilja lengri opnunartíma Eygló Bára Jónsdóttir afhenti Gunnari listann. Starfsleyfi hefur verið veitt fyr- ir matarsmiðju, sem fengið hef- ur nafnið Matarlind, í Sólbakka í Borgarnesi. Um er að ræða mat- arsmiðju sem hugsuð er fyrir fólk sem vill framleiða eigin matvæli til að selja en hefur ekki viðurkennt eldhús undir framleiðsluna. Eru það Ljómalind og SSV sem standa að verkefninu. Matarlindin er vel tækjum búin en þar er að finna öll þau helstu tæki sem þarf til fram- leiðslu á eigin matvælum. Hægt er að leigja aðstöðuna í heilan eða hálfan dag og telur dagurinn 10 klukkustundir. arg Matarlind í Borgarnesi Laust fyrir klukkan 8 síðastliðinn fimmtudagsmorgun barst stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá fiskibátnum Kára SH-78. Hann var þá vélarvana staddur um tvær sjómílur vestan við höfnina í Rifi, tæpa hálfa sjó- mílu frá landi. Tveir voru um borð í bátnum. Aðeins mínútu eftir að beiðni um aðstoð barst hafði Sverr- ir SH-126 samband við stjórnstöð Gæslunnar. Hann var þá um fjór- ar sjómílur frá Kára. Miðað við rek Kára leit út fyrir að hann ræki upp í fjöru við Gufuskála á fimm- tán mínútum. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var jafnframt kölluð út, svo og björgunarsveitin Lífs- björg í Snæfellsbæ. Klukkan 8:12 hafði skipstjórinn á Sverri sam- band við stjórnstöð. Hann var þá kominn með Kára í tog og dró hann frá landi. Sæbjörg II, harð- botna slöngubátur Lífsbjargar, kom skömmu síðar á svæðið og tók við drættinum á Kára, en það var svo björgunarskipið Björg sem dró bát- inn síðasta spölinn að Rifi þang- að sem komið var um klukkan hálf tíu. Þyrlan var kölluð til baka þeg- ar ljóst var að hættu hafði verið af- stýrt. mm Sóttu vélarvana bát Böndum komið í Kára SH. Ljósm. Landsbjörg.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.