Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Page 10

Skessuhorn - 03.01.2018, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 201810 Fimmtudaginn 21. desember voru 62 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Dröfn Viðarsdóttir að- stoðarskólameistari flutti annál haustannar 2017; Elvar Már Stur- laugsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Óli Örn Atlason fyrrverandi nem- andi skólans flutti ávarp. Hilm- ar Örn Jónsson hlaut viðurkenn- ingu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2017. Þá ávarpaði Ágústa Elín Ingþórsdótt- ir skólameistari útskriftarnemend- ur í lok athafnar og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Fjöldi viðurkenninga Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyr- ir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga. Alexander Örn Kárason fyrir • ágætan árangur í þýsku (Omn- is verslun) og fyrir ágætan ár- angur í stærðfræði (Íslands- banki Akranesi) Anna Karolina Belko, hvatn-• ingarverðlaun til áframhald- andi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar) Axel Guðni Sigurðsson fyrir • ágætan árangur í sérgreinum rafiðngreina (Skaginn 3X) Catherine Soffía Guðnadóttir • fyrir ágætan árangur í ensku og dönsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) Elsa Jóna Björnsdóttir fyr-• ir ágætan árangur í sérgrein- um sjúkraliðabrautar (Rótarý- klúbbur Akraness) Elvar Már Sturlaugsson fyrir • ágætan árangur í þýsku (VS - Tölvuþjónusta) og fyrir ágæt- an árangur í íþróttum (Fjöl- brautaskóli Vesturlands) Friðrik Snær Ómarsson fyr-• ir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Penninn Eymunds- son Akranesi); fyrir ágætan ár- angur í stærðfræði (norður- ál) og fyrir ágætan árangur í efnafræði og líffræði (Elkem Ísland) Hilmar Örn Jónsson fyrir • ágætan árangur í stærðfræði (Íslenska stærðfræðifélagið); fyrir ágætan árangur í ensku og þýsku (Fjölbrautaskóli Vestur- lands); fyrir ágætan árangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði og eðlis- fræði (Minningarsjóður Þor- valdar Þorvaldssonar) Jón Jóhannsson fyrir ágætan • árangur í sérgreinum í húsa- smíði (Meitill og GT Tækni) Linda María Rögnvaldsdóttir • hlaut viðurkenning fyrir góð störf að félags- og menning- armálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Vigdís Erla Sigmundsdóttir • fyrir ágætan árangur í íþrótt- um og samfélagsgreinum (Verkalýðsfélag Akraness); fyrir ágætan árangur í stærð- fræði (Landsbankinn Akra- nesi) og fyrir ágætan árangur í efnafræði (Sóroptimistasystur Akranesi) Tónlistarflutningur Fyrir athöfnina lék hljómsveit skipuð nemendum úr Tónlistar- skóla Akraness nokkur vel val- in lög. Hana skipuðu: Brynhildur Traustadóttir, Eiður Andri Guð- laugsson, Eyrún Sigþórsdótt- ir, Freyja María Sigurjónsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir og Þór- dís Eva Rúnarsdóttir. Þá spiluðu Edgar Gylfi Skaale Hjaltason og Halla Margrét Jónsdóttir á píanó, Jóna Alla Axelsdóttir söng eitt lag við undirleik Birgis Þórisson- ar og þau Oddný Guðmundsdótt- ir, Edgar Gylfi Skaale Hjaltason og Sigurður Jónatan Jóhannsson fluttu eitt lag við undirleik Birgis Þórissonar. Að endingu risu gestir úr sætum og sungu saman Bráðum koma blessuð jólin. mm/ Ljósm. Myndsmiðjan. Útskrift frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Útskriftarnemar ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari, Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari og Hilmar Örn Jónsson dúx skólans á haustönn. Fjölmenni var við athöfnina.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.