Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Qupperneq 13

Skessuhorn - 03.01.2018, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 13 neytið. Það var síðan ekki fyrr en Þórdís Kolbrún ráðherra ýtti á eftir málinu í ráðuneytinu að loksins fór eitthvað að gerast. Ég fékk leyfi til að taka á móti kópunum en varð að hafa hraðar hendur. Þá hafði verk- taki sem átti að endursteypa sela- laugina í Húsdýragarðinum boðað komu sína svo garðurinn hafði ekki aðstöðu fyrir kópana. Þá varð ég að ljóstra upp leyndarmálinu, því ég hafði engum sagt frá þessu. Ég kallaði stjórnendur sveitarfélagsins á fund og kynnti þeim þessa hug- mynd. Hún var síðan samþykkt og kóparnir hafa verið hér í fóstri síðastliðna þrjá mánuði.“ Síðan þá hafa starfsmenn Húsdýragarðsins nokkrum sinnum komið og heim- sótt selina og segir Svavar þá láta vel af aðstöðunni og hafa haft á orði að selunum líði vel. „Þeir voru ánægðir með aðstöðuna en hún er samt bara til bráðabirgða. Stefnan er að stækka laugina og ég er bú- inn að falast eftir ostakarinu frá MS til að grafa niður og gera að sela- laug, en það stendur til að hætta að nota karið í mjólkursamlaginu,“ segir hann. Markmiðið að sleppa kópunum Kóparnir eru fóstraðir í laug á hafnarsvæðinu í Búðardal. Svav- ar gefur þeim að éta og hugsar um þá, athugar með hitastig laugarinn- ar alla morgna og fleira í þeim dúr. Sírennsli er í selalaugina og gæt- ir Svavar þess að hitinn sé á bilinu fjórar til fimm gráður á Celsíus. Er það ögn heitara en sjórinn í kring- um landið á þessum árstíma. „Mér skilst að þetta sé gott hitastig fyrir þá á þessum tíma. Sjórinn er víða um þessar mundir örfáar gráður, en þetta eru bara kópar og ástæða til að hafa aðstæður sem allra bestar en þó sem næst því sem gerist í nátt- úrunni hverju sinni,“ segir hann. Svavar vonast síðan til að fá leyfi til að sleppa kópunum fyrir næsta haust. „Markmiðið er auðvitað að sleppa kópunum, annars er ég ekki að bjarga þeim. En það má ekki taka langan tíma því ef lífið gengur sinn vanagang í Húsdýragarðinum þá koma tveir nýir kópar í heim- inn í vor. Húsdýragarðurinn má ekki sleppa kópum út í náttúruna vegna laganna og þeim hefur því verið lógað í gegnum tíðina. Frá því garðurinn tók til starfa skilst mér að um 40 kópum hafi verið lógað. Ég vildi því helst geta tek- ið við nýjum kópum næsta haust en þá verð ég að vera búinn að sleppa þessum,“ segir hann. Svavar kveðst í raun ekkert geta gert nema haldið áfram að skrifa bréf og ýta á eftir lagabreytingu svo hægt verði á lög- legan hátt að sleppa kópum aftur út í náttúruna. Landsel fækkað um 80% við Ísland Landselir eru ekki taldir í útrýming- arhættu á heimsvísu en hefur hins vegar fækkað verulega við Íslands strendur frá því talningar hófust árið 1980. Þá taldi íslenski stofn- inn 33 þúsund dýr, en var kominn niður í aðeins 7700 dýr árið 2016. „Vitandi um ástand stofnins þá sé ég engin rök sem mæla gegn því að tveimur fullfrískum dýrum verði sleppt út í náttúruna að nýju,“ seg- ir hann og telur að gera þurfi und- anþágur í dýraverndarlögum vegna íslenskra tegunda sem standa höll- um fæti. „Ég lagði til í bréfi til Þor- gerðar Katrínar, sem þá var sjáv- arútvegsráðherra, að stofninn yrði skyndifriðaður. Þá hafði reyndar verið boðað til kosninga og ekkert gerðist í því máli. Ég var að vona að ráðherra myndi kannski láta þetta verða eitt af sínum síðustu verkum. En svo varð ekki. næst á dagskrá er að skrifa nýjasta ráðherranum í sjávarútvegsráðuneytinu og Alþingi bréf og leggja til að lögunum verði breytt,“ segir hann. „Mér finnst reyndar margt skrýtið í lögun- um. Af hverju er til dæmis í lagi að sleppa fiski eftir að hafa látið hann bíta í öngul, þrátt fyrir að lögin taki skýrt fram að koma verði særðu eða sjúku dýri til aðstoðar? Einn- ig varð mér hugsað til ísbjarnanna, sem stöku sinnum flækjst hingað til lands. Þeir eru alfriðuð dýr og sum hver veikburða og miðað við lögin ætti að hjálpa þeim. En það virðist ekki þurfa nema eitt símtal og þá er komið leyfi frá öllum stofnunum til að skjóta þá,“ segir Svavar. „En fyrst og fremst þurfa lögin að vera ítarlegri, gera greinarmun á dýrum í útrýmingarhættu og öðrum. Þá má búa þannig um hnútana að dýr- unum verði komið í fóstur og síðan sleppt,“ segir hann. Svik við kjósendur að skipta um flokk Þegar hér er komið sögu taka sam- ræðurnar aðra stefnu og snúast inn á vettvang stjórnmálanna. Hinn 20. janúar á síðasta ári dró Svavar fána á loft við Leifsbúð, dró hann að húni og lét svo síga aftur í hálfa stöng. Tilefnið var embættistaka Donalds Trumps Bandaríkjafor- seta. „Það var ekki hægt að sleppa þessu tækifæri,“ segir Svavar. „Það voru menn héðan úr Dölunum sem fóru vestur um haf og fundu Am- eríku, sem Trump ætlar sér nú að eyðileggja og kannski allan heim- inn í leiðinni. Hvergi í heiminum fór betur á að mótmæla embættis- töku hans en einmitt hér í Dölun- um,“ bætir hann við. Svavar hefur áður tjáð skoðun sína í verki, þeg- ar hann útbjó skilti sem hann kom fyrir á pallbílnum sínum og lagði honum á áberandi stöðum í Búðar- dal. „Þá var ég að mótmæla því að þingmenn geti skipt um flokk eftir að þeir taka sæti á Alþingi. Að mín- um dómi er ekki hægt að fara verr með kjósendur,“ segir hann. „Mér finnst fáránlegt að það sé hægt að kjósa menn á þing, sem tilheyra þeim lista sem maður vill kjósa, en þeir geti síðan bara skipt um flokk að loknum kosningum. Þess vegna hef ég stungið upp á því að kjörbréf verði gefið út til flokkanna til af- nota fyrir þingmenn. Ef þingmaður segir sig úr flokki á miðju kjörtíma- bili þá myndi hann víkja af þingi og varamaður taka sætið hans,“ segir Svavar. „Vegna þess að frambjóð- andi er hluti af lista fyrir kosning- ar þá telur kjósandi sig vita um það bil innan hvaða ramma hann er og leggur traust sitt á hann með því að kjósa hann. Að skipta síðan um flokk þegar inn á þing er komið eru algjör svik við kjósendur,“ seg- ir hann en kveðst ekki hafa stund- að mótmæli með virkum hætti að ofangreindum tilvikum undan- skildum. Góð stjórn sveitarfélagsins Það er hins vegar auðheyrt að Svavar er maður sem fylgist vel með þjóðfélagsmálunum. Spurð- ur hvort komið hafi til greina að reyna sig á vettvangi stjórnmálanna kveðst Svavar hafa setið í sveitar- stjórn á árum áður. Hann hafi hins vegar engan áhuga á endurkomu á þann vettvang þó hann hafi skoð- anir á málunum. „Það þarf að vera ungt fólk í sveitarstjórn og góð- ur sveitarstjóri. Það höfum við hér í Dalabyggð og ég tel þessi mál vera í góðum farvegi og betri en oft áður,“ segir hann. „Hér hafa ekki verið boðnir fram listar und- anfarnar tvær kosningar og það er mikið til bóta frá því sem áður var. nú er bara kosið fólk í sveitarstjórn sem mætir hvort öðru á jafningja- grundvelli og tekur á þeim málum sem upp koma hverju sinni. Menn eru ekki í einhverjum fylkingum og stríði minnihluta og meirihluta og átökum á fjögurra ára fresti,“ segir Svavar og telur að flestir séu sömu skoðunar. „Það kemur fyr- ir að maður heyri af einhverjum sem vilja frekar listakosningar, en ég held að það sé aðallega af því fólk langar að taka smá slag, langar í smá baráttu,“ segir hann og brosir. „En heilt yfir held ég að persónu- kjörið sé betra fyrirkomulag. Þetta verður allt miklu manneskjulegra, bæði fyrir kosningar og eftir og af- köst sveitarstjórnar miklu meiri, því það eru engar stríðandi fylk- ingar,“ segir hann en bætir því við að hann telji að tvennu megi breyta við stjórn sveitarfélagsins. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að fækka sveitarstjórnarfulltrúum úr sjö í fimm og leggja niður byggð- arráð. Það er algjör óþarfi og eigin- lega tvöföld vinna að vera bæði með byggðarráð og sveitarstjórn í svona litlu sveitarfélagi. Þessi leið var far- in hjá nágrönnum okkar í Reyk- hólahreppi, þar eru fimm í sveit- arstjórn og ekkert byggðarráð. Ég veit ekki annað en að það hafi gefist vel,“ segir hann. Mikilvægt að bærinn sé snyrtilegur Spurður um helstu verkefni sem framundan eru segir Svavar þau fyrst og fremst vera að hugsa um selina og gæta að þeim svæðum í Búðardal sem hann hefur fært til betri vegar. „Annars hugsa ég hlut- ina nú meira í blettum en stórum verkefnum,“ segir hann og bros- ir. „Ég tek bara það sem mér þyk- ir mest aðkallandi hverju sinni og reyni að laga það. Þannig lagast heildarmyndin smám saman,“ segir hann. „Mér finnst mikilvægt að það sé snyrtilegt í bænum og aðkom- an góð, ekki bara fyrir okkur sem búum hérna, heldur líka gesti. Það er bæði ánægjulegra að vera á stöð- um sem eru snyrtilegir og heim- sækja þá. Ef það er allt í drasli þá keyrir fólk bara í gegnum bæinn. En ef aðkoman er góð, snyrtileg og tekur vel á móti fólki þá er aldrei að vita nema það staldri við, hugsi með sér að ef til vill sé fleira fal- legt að sjá í bænum og skoði hann nánar,“ segir Svavar Garðarsson að endingu. kgk/ Ljósm. Steina Matt. Gleðilegt heilsuræktarár 2018 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 8 Svavar Garðarsson í Búðardal er Vestlendingur ársins 2017. Hér stendur hann við pallana sem hann smíðaði við Vesturbraut síðastliðið sumar. Á aðfangadag kom hann fyrir á pöllunum kertunum sem sjást í baksýn. Í sumar tók óvænt tónlistaratriði á móti vegfarendum sem leið áttu um Vesturbraut í Búðardal. Þar höfðu þau Melkorka Benediktsdóttir og Jóhann Elísson komið sér fyrir og spiluðu á harmonikkur. Svavar fékk þau til verksins, en hann hafði þá nýlega lokið við að þökuleggja reit við Vesturbrautina þar sem hann setti einnig upp litla palla ásamt blómabeðum. Útsýnispallurinn góði við Ægisbraut.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.