Skessuhorn - 03.01.2018, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 201816
Horft til baka og litið til nýja ársins
Metoo byltingin, frumkvöðlar, ferðalög, barnalán og fleira kemur við sögu
Nú þegar árið 2018 er gengið í garð er vel við
hæfi að líta til baka og velta fyrir sér árinu sem
var að ljúka. Líkt og undanfarin ár leitaði Skessu-
horn til nokkurra valinkunnra Vestlendinga víðs-
vegar um landshlutann og spurði þá spurninga
um árið sem leið. Var fólk spurt að því hvað stóð
upp úr á árinu sem var að líða og hverjar vænt-
ingar til nýja ársins væru. Svörin létu ekki á sér
standa og voru flestir sammála um að 2017 hefði
verið ánægjulegt og gott ár. Er það í góðu sam-
ræmi við svörin sem bárust við spurningunni á
vef Skessuhorns yfir hátíðirnar og lesa má um á
blaðsíðu 2. Væntingar til ársins 2018 eru einnig
góðar og eru Vestlendingar almennt bjartsýnir í
upphafi árs.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Dalabyggð:
Er formlega orðinn bóndi
„Fyrir mig persónulega stóð það helst upp úr að ég keypti
jörðina af foreldrum mínum og er formlega orðinn bóndi,“
segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði í Dölum. „Það geng-
ur allt ágætlega en er sauðfjárbú og staða sauðfjárbænda setur
vissulega strik í reikninginn. Ég læt þetta ganga og ætla ekki
að gefast upp,“ bætir hann við.
Eyjólfur segist vona að ró komist í pólitíkina á nýju ári. „Ég
vona að það komist ró á stjórnmálin og verði í það minnsta
ekki kosningar á nýju ári,“ segir Eyjólfur og hlær. „Einnig
vona ég að árið verði farsælla en árið 2017 fyrir sauðfjárbænd-
ur. Annars er ég jákvæður fyrir árinu og nýjum verkefnum
sem því fylgja en árið 2018 er stórt ár fyrir mig því þá á ég von
á mínu fyrsta barni,“ segir Eyjólfur.
Anton Jónas Illugason, Ólafsvík:
Opnaði kaffihús á árinu
„Ég verð að segja þegar karlalandsliðið komst áfram á HM í
fótbolta hafi helst staðið upp úr á árinu, að mínu mati. Maður
hafði eiginlega sett væntingarnar á hilluna eftir EM. Ég trúði
þessu varla þegar þeir svo tryggðu sér þetta sæti áfram, það
var svo magnað og allar EM tilfinningarnar komu yfir mann
aftur,“ segir Anton Jónas Illugason í Ólafsvík.
„Fyrir mig persónulega stóð svo upp úr að við bræðurnir
stofnuðum kaffihúsið Kaldalæk og það hefur allt gengið von-
um framar og við ætlum bara að halda ótrauðir áfram á þeirri
braut,“ bætir hann við. Anton Jónas segist vona að nýja árið
verði jafn gott og það síðasta. „Árið 2017 var mjög gott og ég
vona bara að þetta haldi áfram svona inn í nýja árið,“ segir
Anton Jónas.
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir,
Borgarfirði:
Stofnaði fyrirtæki á árinu
nýtt fyrirtæki og stjórnmálin eru meðal þess sem stóð upp
úr á árinu að mati Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur. „Fyrir mig
persónulega stendur helst upp úr að stofna fyrirtæki en ég
stofnaði ísgerð á búi foreldra minna og hefur það alveg geng-
ið vonum framar enn sem komið er, en við byrjuðum að selja
ísinn í byrjun desember,“ segir Halldóra Lóa sem rekur fyr-
irtækið í félagi við Helga Eyleif bróður sinn. „Í þjóðfélag-
inu öllu finnst mér helst standa upp úr stjórnarslitin og allt í
kringum þau og auðvitað kosningarnar. Metoo byltingin hef-
ur líka verið mjög áberandi og hreyft ansi vel við umræðunni,“
segir Halldóra Lóa.
„Mínar væntingar fyrir nýja árið er að hér verði stöðugleiki
í samfélaginu og við sem þjóð náum að hugsa hlutina eins og
langhlaup en ekki spretthlaup,“ segir Halldóra Lóa. „Ég hef
svo auðvitað líka miklar væntingar um að fyrirtækið mitt muni
blómstra vel á árinu og allt gangi að óskum,“ bætir hún við.
Jón Einar Hjaltested, Akranesi:
Eignaðist tvíbura á árinu
„Ég verð að segja að það stendur helst upp úr fyrir mig að hafa
eignast tvö börn,“ segir Jón Einar Hjaltested sem eignaðist
tvíburadætur á árinu. „Þær eru mjög hressar og til þessa hefur
allt gengið mjög vel þó maður sofi kannski ekki mikið þessa
dagana,“ bætir hann við og hlær. Almennt séð segir hann um-
ræðuna í samfélaginu árið 2017 einnig standa mikið upp úr.
„Það má kannski segja að umræðan í samfélaginu hafi verið
umdeild, þá helst stjórnmálaumræðan og metoo byltingin en
mér finnst öll þessi umræða standa upp úr,“ segir Jón Einar.
„Ég vona bara að þetta ár verði enn betra en það síðasta og
sérstaklega að við fáum gott og hlýtt sumar. Ég get nú líka al-
veg sagt að ég hafi væntingar um að sofa aðeins meira á þessu
ári,“ segir Jón Einar og hlær.
Alex Páll Ólafsson í Stykkishólmi:
Ferð til Kraká eftirminnileg
Ferð til Póllands var eitt af því sem stendur mest upp úr hjá
Alexi Páli Ólafssyni í Stykkishólmi. „Við áhöfnin fórum sam-
an til Póllands en í hópnum eru nokkrir Pólverjar sem sýndu
okkur Kraká. Þetta var mjög eftirminnileg og skemmtileg
ferð,“ segir Alex. Hann fór að auki tvisvar til Tenerife og vann
mikið á árinu. „Þetta eru alltaf ferðalög og vinna hjá manni.
Ég fór á grásleppu sem gekk mjög vel, það átti nú bara að vera
hobbý en var svo bara hörkuvinna. Það stendur líka upp úr
hvernig það gengur alltaf betur og betur í skelinni, þar er allt
á réttri leið og gaman að sjá svona fyrirtæki koma sér á lapp-
irnar,“ segir Alex. „Veturinn var líka mjög góður, bæði síðasti
vetur og það sem af er þessum, bara mjög góð tíð og ég er al-
mennt mjög sáttur við árið,“ bætir hann við.
„Ég vona svo bara að næsta ár verði ennþá betra. Það er þó
kannski ekki hægt að toppa endalaust, en það má vona,“ segir
Alex og hlær.
Marta Magnúsdóttir í Grundarfirði:
Hitti vinalega stelpu og urðu
þær perluvinkonur
Það sem stóð helst upp úr á síðasta ári fyrir mig var að hafa
fengið að kynnast fólki sem ég hefði örugglega seint farið að
tala við ef ég væri ekki skátahöfðingi,“ segir Marta Magnús-
dóttir í Grundarfirði. „Þegar ég var búin að vera í skiptinámi í