Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Side 17

Skessuhorn - 03.01.2018, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 17 Bandaríkjunum í tvær vikur og átti enga vini ákvað ég að fara og labba um húsið og heilsa öllum þeim sem voru með opnar dyr. Þannig hitti ég eina stelpu sem tók mér opnum örmum og við urðum perluvinkonur. Bæði það að taka þetta skref fyrir mig, að fara og heilsa fólki, og svo að hafa hitt þessa stelpu sem var svona vinaleg var líklega besta augnablikið á árinu fyrir mig,“ bætir Marta við. Árið var stórt fyrir Mörtu. „Ég gerði ótrúlega marga frábæra hluti á árinu og var meðal annars kjörin formað- ur Bandalags íslenskra skáta, sem hefur breytt ótrúlega miklu fyrir mig,“ segir Marta. „Á næsta ári vona ég að skátastarf á Vesturlandi eflist,“ segir Marta aðspurð hvaða væntingar hún hefur fyrir nýja árið. Þórður Gylfason, Akranesi: Opnaði fyrirtækið Sansa Þórður Gylfason hóf rekstur á eigin fyrirtæki á árinu. „Fyrir mig persónulega stendur helst upp úr að hafa opnað fyrirtækið mitt, Sansa,“ segir Þórður. „Þetta hefur gengið alveg vonum framar og Skagamenn, og aðrir, hafa tekið alveg ótrúlega vel í þetta. Já, ég myndi segja að þetta væri svona potturinn og pannan á þessu ári fyrir mig.“ Þórður segist ekki geta annað en minnst á árang- ur íslenska karlalandsliðsins þetta árið. „Þessi árangur er þvílíkt afrek og örugglega eitt merkilegasta fótboltaafrek í heiminum. Ég verð meira að segja að viðurkenna að þetta er mun merki- legra afrek en fyrirtækið mitt,“ segir Þórður og hlær. „Ég er bara enn að hugsa út í hvernig strákarnir fóru að þessu, hvernig var þetta bara hægt.“ Þórður er jákvæður fyrir nýju ári. „Fyrir árið 2018 hef ég þær væntingar að Ísland komist upp úr þessum riðli í Rússlandi. Ég vona líka að ég eigi hamingjusamt líf þetta árið, þannig hefur það verið fram að þessu og heldur vonandi áfram,“ segir Þórð- ur. Veronika Sigurvinsdóttir Eyja- og Miklaholtshreppi: „Við eignuðumst barnabarn á árinu“ Veronika Sigurvinsdóttir segir árið 2017 hafa verið sérstak- lega gott ár fyrir hana persónulega. „Ég var mjög ánægð með veðrið þetta árið og ég hafði það mjög gott í sveitinni. Ég ferðaðist töluvert innanlands, helst hér á nesinu bara og hafði það mjög ljúft. Við maðurinn fórum saman til Kanarí í tilefni þess að hann varð fimmtugur á árinu. Þetta var fyrsta utan- landsferðin sem við förum í bara tvö saman,“ segir Veronika. „Jú, svo er aldeilis vert að minnast á að við eignuðumst barna- barn á árinu, svo það bættist í hópinn þar. Og svo útskrifaðist sonurinn,“ bætir hún við. Veronika byrjaði einnig að vinna á Gestastofu sem var opnuð á Breiðabliki á árinu. „Mér finnst mikilvægt að eitthvað svona sé gert við þessi félagsheimili sem standa víða auð megnið af árinu. Ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni og er viss um að þetta eigi bara eftir að stækka, umferðin hefur í það minnsta verið mjög mikil hjá okkur,“ segir hún. Um næsta ár segir Veronika að hún sé nokkuð bjartsýn og voni að frekari uppbygging eigi sér stað á landsbyggðinni. „Mig langar að sjá fleiri búa í sveitunum, það langar eflaust mörgum að gera það þó þeir stundi ekki búskap. Svo vona ég bara að ríkisstjórnin haldi svo við þurfum ekki að vera að henda peningum í kosningar strax aftur. Ég hvet því alla til að styðja ríkisstjórnina svo hún haldi næstu fjögur árin,“ seg- ir Veronika og hlær. „Ekki má heldur gleyma sveitarstjórna- kosningunum í vor, kannski gerist eitthvað skemmtilegt þá.“ Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Ólafsvík: Kokkalandslið og nýr veitingastað Fanney Dóra Sigurjónsdóttir segir árið 2017 hafa verið sér- lega gott fyrir sig persónulega. „Ég átti mjög stórt ár. Það sem stendur helst upp úr er að ég útskrifaðist sem kokkur, mig hef- ur langað að gera það í tíu ár. Ég var líka valin í kokkalands- liðið og tók svo þátt í að opna veitingastaðinn Skál á Hlemmi, þar sem ég er yfirkokkur,“ segir Fanney Dóra. „Mér þótti líka mjög skemmtilegur árangur karlalandsliðsins í fótbolta, þó ég sjálf sé ekki mikil fótboltaáhugamanneskja,“ bætir hún við. Fanney hefur miklar væntingar til nýja ársins og ætlar m.a. að læra almennilega að brugga viskí. „Í október fór ég í skóla að læra að brugga viskí en mér finnst viskíið ekki alveg nægi- lega gott hjá mér ennþá svo ég ætla að fullkomna það á árinu,“ segir Fanney Dóra og hlær. „Ég hef bara miklar væntingar til nýja ársins. Ég hlakka til að halda áfram að byggja upp Skál og svo er ég að fara með kokkalandsliðinu á heimsmeistaramót næsta haust,“ segir Fanney Dóra. Katrín Huld Bjarnadóttir, Borgarnesi Metoo byltingin Líkt og mörgum öðrum þykir Katrínu Huld Bjarnadóttur í Borgarnesi metoo byltingin standa upp úr á liðnu ári. „Þessi bylting er í mínum huga virkilega mikilvæg og jákvæð. Ég var sjálf í sjö vikur í Bandaríkjunum síðastliðið haust og fyrstu fimm vikurnar var ég eingöngu með mér eldri kon- um. Ég veit ekki af hverju en ég tengi þessa dvöl að hluta til við metoo byltinguna, ekki vegna þess að þar hafi ég upp- lifað eitthvað sérstakt sem tengist byltingunni beint, held- ur vegna þess hvernig mér leið að vera svona eingöngu inn- an um konur. Félagsskapur karla er alls ekki verri en að vera svona lengi aðeins með konum gaf mér tilfinningu sem ég finn ekki alla daga. Ég upplifði öryggi og svo mjúka og góða orku í þessum félagsskap, þó karlaorkan sé vissulega góð líka þá er það bara öðruvísi,“ segir Katrín. „Þennan tíma drakk ég líka í mig visku og fróðleik þessara kenna og lærði eitt og annað,“ bætir hún við. Væntingar Katrínar fyrir nýja árið eru helst að umræðan sem hefur verið áberandi í samfélaginu haldi áfram. „Ég vona að umræðan um samfélagsmein sem hafa verið þögguð niður haldi áfram að vera dregin fram í ljósið og að fólk ræði þessa hluti. Ég vona að fólk taki líka til sín umræðuna og breyti því sem þarf og lagi samfélagið okkar,“ segir Katrín. „Ég er líka mikill aðdáandi kærleikans og ævintýra og vona að árið 2018 gefi allir og þiggi kærleika og lendi í ævintýrum sem gefa líf- inu skemmtilegan lit,“ bætir hún við að endingu. Áslaug Þorvaldsdóttir, Borgarnesi: „Ég gaf syni mínum nýra“ „Það sem stendur helst uppúr hjá mér árið 2017 var að ég gaf syni mínum nýra. Þetta er það stærsta sem hefur gerst hjá mér á árinu. Þetta gekk allt mjög vel og við erum bæði mjög hress núna. Ég var bara í góðu formi sem gerði mér kleift að gera þetta svo ég er mjög sátt,“ segir Áslaug Þorvaldsdótt- ir í Borgarnesi. „Ég bjó líka í tvo mánuði í upphafi árs í litlu hvítu þorpi í Andalúsíu á Spáni, Cómpeta heitir það. Það var alveg einstök lífsreynsla og algjört ævintýri. Þetta er lít- ið þorp uppi í fjöllunum og ég fann það bara í gegnum Go- ogle earth og bókaði svo ferð þangað,“ bætir hún við. Í sam- félaginu þykir Áslaugu metoo byltingin helst standa upp úr á árinu. „Mér finnst metoo byltingin alveg frábær og mjög jákvæð, eitthvað sem toppaði árið í samfélaginu okkar,“ seg- ir hún. Um væntingar til nýja ársins segist Áslaug vona að fólk lifi í núinu og njóti hverrar stundar. „Ég vona að fólk átti sig á að hver stund telur og við þurfum alltaf að njóta eins og hægt er og takmarka leiðindi og vesen eins og við getum,“ segir Áslaug. „Ég vil líka hvetja alla til að hugsa um og draga ekki að taka afstöðu til líffæragjafar, bæði meðan þeir lifa og eftir andlátið.“ arg

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.