Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Qupperneq 4

Skessuhorn - 10.01.2018, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Áfram hangir skóflan á veggnum Í kjölfar mikillar slysaöldu sem varð á vegum landsins árið 2006 fóru liðs- menn áhugahóps um tvöföldun Reykjanesbrautar að láta meira í sér heyra varðandi umferðaröryggismál og á breiðari grunni en þeir höfðu gert fram að því. Hópurinn hafði þá í fjöldamörg ár barist fyrir tvöföldun Reykjanes- brautar og náð undraverðum árangri í áheyrn stjórnvalda og fjárveitinga- valdsins. Reykjanesbraut var þá að mestu komin með tvær aðskildar akreinar í báðar áttir. Aldrei hefur orðið alvarlegt slys á þeim hluta Reykjanesbraut- ar eftir tvöföldun. Ég minnist vígsluathafnar tvöföldunar Reykjanesbrautar í október 2008, rúmum fimm árum eftir að framkvæmdir hófust. Mér var boðið til þeirrar athafnar sem fulltrúa Vesturlands en auk þess fulltrúa Sunn- lendinga. Þar var okkur afhent sitthvor stunguskóflan. Skóflan er árituð en á henni stendur: „Íbúar Vesturlands. 2+2=0. Baráttukveðjur frá áhugahóp um tvöföldun Reykjanesbrautar.“ Af mér var tekið loforð um að afhenda þessa skóflu þegar ljóst þætti að tvöföldun Vesturlandsvegar yrði innan seilingar. Skófla þessi hefur hangið uppi á vegg síðan. Tækifærið er enn ókomið. Þeim orðum fylgdi skóflugjöfinni, frá Steinþóri Jónssyni hótelstjóra og baráttujaxli þeirra Reyknesinga, að þeim bæri siðferðileg skylda til að miðla til íbúa annarra landshluta, þeim árangri sem orðið hefði af því að standa fast á baráttumálum sínum. Suðurnesjamenn stofnuðu grasrótarsamtök fyrir bættri umferðarmenningu og samgöngubótum hér á landi og kölluðu hóp- inn Samstöðu. Lögðu áherslu á að krafist yrði afmarkaðra verkefna hjá bar- áttuhópum um allt land sem myndu með þeim hætti vinna markvisst að bar- áttumálum á sínum svæðum. Töldu menn farsælast að horfa lengra fram í tímann og hafa markmiðin skýr. „Fyrir hverju vilt þú berjast og hvað ger- um við sjálf til þess að ná fram þeirri breytingu? Fyrir þessu stendur Sam- staða.” Þetta sagði Steinþór Jónsson í skilaboðum sínum til Vestlendinga í samtali við Skessuhorn fyrir tæpum áratug. En við þessari áskorun hafa íbúar og stjórnmálamenn hér á Vesturlandi ekki brugðist. Eitthvað mikið hefur brugðist í hagsmunabaráttu fyrir okkur sem eigum allt undir að vegasam- göngur séu fólki bjóðandi. Hvernig eigum við annars að útskýra, en með fullkomnum þegjandahætti, að ekki hefur verið barist af einurð fyrir til dæmis tvöfalduðum og öruggum vegi um Kjalarnes og upp í Borgarnes? Hafa menn tekið undir áeggjan um að byrjað verði að skoða tvöföldun Hvalfjarðarganga í ljósi þess að þar stefnir í umferð yfir hættumörkum? Nei, menn hafa þagað þunnu hljóði með þeim árangri að vegurinn frá Borgarnesi og suður í Mosfellsbæ er nánast eins og hann var fyrir fjörutíu árum, bara miklu verri og mun hættulegri þar sem um- ferðin um hann hefur margfaldast og hjólförin dýpkað. Þessir vegir standast því ekki kröfur um lágmarks öryggi og fólk sem þarf að aka þar daglega um til vinnu eða skóla er hrætt við að verða að aka um þá. Það verður að segjast eins og er að við Vestlendingar erum í mörgu betri en að taka höndum saman og berjast fyrir sjálfsögðum réttindamálum okkar. Síðasta ríkisstjórn átti stutt líf. Tæpt ár. Engu að síður sat í henni ráðherra sem heitir Jón Gunnarsson. Sem ráðherra samgöngumála lét hann verkin tala. Hann beitti sér af krafti í undirbúningi þess að allir helstu stofnvegir út á land frá höfuðborgarsvæðinu yrðu stórbættir. Tvöldun þjóðvegar í Borgar- nes og austur fyrir Selfoss og að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar. Fram- kvæmdirnar yrðu kostaðar með hóflegri gjaldtöku, en framkvæmdatíminn einungis sex ár. Eftirmaður hans sló þetta út af borðinu, án vitrænna skýr- inga. Málið er því á byrjunarreit, eina ferðina enn. Áfram hangir því skóflan, gjöf Reyknesinga, uppi á vegg á skrifstofu rit- stjórans. Áminning um að við höfum ekki farið að áeggjan þeirra sem létu verkin tala og börðust eins og fullorðið fólk fyrir sjálfsögðum réttindamálum sínum. Þess vegna náðu þeir árangri, ekki við. Magnús Magnússon. Leiðari Héraðsdómur Reykjavíkur kvað skömmu fyrir áramót upp þann dóm að íslenska ríkinu bæri að greiða Hafliða Páli Guðjónssyni 6,5 milljónir króna auk dráttar- vaxta og málskostnaðar, vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi aðstoðarskólameistara Fjölbrauta- skóla Vesturlands haustið 2015. Hafliði hafði starfað sem kennari við skólann allt frá árinu 1998 en árið 2015 sótti hann um og fékk stöðu aðstoðarskólameistara eft- ir að hafa verið metinn hæfast- ur af 14 umsækjendum. Í septem- ber 2015 komu upp samstarfsörð- ugleika milli Hafliða og Ágústu Elínar Ingþórsdóttur sem þá hafði tekið við starfi skólameistari FVA og enduðu þau samskipti með því að í kjölfar fundar þar sem Hafliði við annan mann mætti á skrifstofu skólameistara, ákvað skólameistari að víkja Hafliða úr starfi aðstoð- arskólameistara 28. september og síðan úr starfi kennara tíu dögum síðar. Fyrir dómi gerði Hafliði kröfu um ríflega 63 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagn- ar hans sem kennari og aðstoðar- skólameistari. Dómurinn dæmdi honum ríflega tíunda hluta þeirrar upphæðar samkvæmt ofansögðu. Í niðurstöðu dómsins sagði m.a. að hvorki væri fallist á kröfu stefn- anda um skaðabætur né miskabæt- ur vegna uppsagnar hans úr starfi kennara. „Hins vegar hefur ver- ið fallist á að uppsögn hans sem aðstoðarskólameistara hafi verið ólögmæt og því á stefnandi rétt á bótum vegna þess,“ segir í niður- stöðu héraðsdóms. mm Fyrrum aðstoðarskólameistara dæmdar bætur vegna uppsagnar Um áramót hækkaði persónuaf- sláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár en efri tekju- mörk hækkuðu til samræmis við launavísitölu, eins og lög gera ráð fyrir. Alþýðusamband Íslands hefur ítrekað vakið athygli á þessu ósam- ræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækk- un persónuafsláttur 1,9% um ára- mótin, fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mán- uði í stað 834.707 kr. áður. „Þróun persónuafsláttar hefur meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri og myndar í raun skattleysismörk að óbreyttu skatt- hlutfalli, sem líta má á sem fyrsta þrep tekjuskattskerfisins. Tekju- mörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skatt- leysismörkin) hafi um áramót hækk- að úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækk- uðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Þá segir að þetta misræmi valdi því að ráðstöfunartekjur hátekju- fólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. „Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramót- in úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfis- ins, þ.e. yfir 893.713 kr., lækkar stað- greiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfun- artekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunar- tekna hjá einstaklingi sem hefur eina milljón króna í mánaðarlaun.“ mm Skattbreytingar um áramót bæta hag hátekjuhópa sexfalt meira en annarra Sigurður Guðmundsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Ung- mennasambands Borgarfjarð- ar (UMSB). Hann tekur til starfa 1. febrúar næstkomandi af Pálma Blængssyni sem er á förum úr Borgarnesi. Sigurður er Hvanneyringur að uppruna og býr þar. Hann starfaði síðast sem verkefnastjóri Íþrótta- bandalags Reykjavíkur (ÍBR) og hefur þar komið að skipulagn- ingu stórra viðburða á borð við Reykjavíkurmaraþonið. Hann hef- ur áður starfað sem tómstunda- fulltrúi Borgarbyggðar fyrir hönd UMSB og unnið hjá UMFÍ, m.a. sem framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ 50+ og ýmissa lýðheilsu- verkefna. Því til viðbótar hefur hann setið í Æskulýðsráði ríkisins sem m.a. vinnur að stefnumótun æskulýðsmála í landinu. Hann er með B.Sc. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskól- anum í Reykjavík. Þá hefur hann einnig menntað sig í leiðtoga- og frumkvöðlafræðum og almennum íþróttum auk þess að hafa sveins- próf í húsasmíði. mm Sigurður tekur við starfi framkvæmdastjóra UMSB

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.