Skessuhorn - 10.01.2018, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 20186
Keppa í Útsvari
á föstudaginn
AKRANES: Lið Akraness
mætir Dalvíkurbyggð í út-
svari, spurningakeppni sveit-
arfélaganna á RUV, næstkom-
andi föstudagskvöld, 12. janú-
ar. Akurnesingar komust áfram
í aðra umferð eftir að hafa lagt
lið Snæfellsbæjar með 74 stig-
um gegn 31 snemma í haust,
en Dalvíkingar sigrðuðu lið
Skeiða- og Gnúpverjahrepps
57-50 í fyrri umferð keppninn-
ar. Á meðfygljandi mynd er lið
Akurnesinga, en það skipa sem
fyrr þau Gerður Jóhanna Jó-
hannsdóttir, Vilborg Þórunn
Guðbjartsdóttir og Örn Arn-
arson.
-kgk
Fella tíma-
bundið niður
gatnagerðargjöld
REYKHÓLAHR: Sveitar-
stjórn Reykhólahrepps sam-
þykkti á fundi sínum um miðj-
an desembermánuð reglur
um tímabundna niðurfellingu
gatnagerðargjalda af íbúðar-
húsalóðum. Ástæða niðurfell-
ingarinnar er aukin eftirspurn
eftir íbúðarhúsnæði í Reyk-
hólahreppi og markmiðið er að
hvetja til nýbyggingar íbúðar-
húsnæðis. Reglurnar tóku gildi
tafarlaust, 14. desember síðast-
liðinn, og gildistími þeirra er
eitt ár.
-kgk
Hækka
tómstunda-
framlög barna
AKRANES: Frá nýliðnum
áramótum hækkar tómstunda-
framlag Akraneskaupstað-
ar um tíu þúsund krónur og
verður framlag kaupstaðarins
til íþrótta- og tómstundaiðk-
unar barna 35.000 krónur fyr-
ir eitt barn. Tómstundafram-
lagið hækkar síðan um 25%
fyrir annað barn og aftur um
25% við þriðja barn. Framlag-
ið skiptist því þannig að for-
eldri með eitt barn fær 35.000
kr., foreldri með tvö börn
39.375 krónur á hvert barn
og foreldri með þrjú börn ær
44.479 á hvert barn. Á bæjar-
vefnum sagði fyrir helgi að for-
eldrar geti innan tíðar skráð sig
í íbúagátt Akraneskaupstað-
ar og athugað stöðu/nýtingu
tómstundaframlagsins. Fram-
lagið má nota til að greiða fyr-
ir þátttöku í ýmsu tómstunda-
og íþróttastarfi samkvæmt sér-
stökum reglum þar um.
-mm
Ungur Akurnes-
ingur lést
KJALARNES: Harður árekst-
ur flutningabíls og fólksbíls
varð á Vesturlandsvegi á Kjal-
arnesi að morgni miðviku-
dagsins 3. janúar. Ökumað-
ur fólksbílsins lést. Hann hét
Einar Þór Einarsson, var 37
ára gamall og búsettur á Akra-
nesi. Einar Þór var ógiftur og
barnlaus. Niðurstaða rann-
sóknar á tildrögum slyssins
liggur ekki fyrir. -mm
Datt í hálkunni
ÓLAFSVÍK: Snemma á
mánudagsmorgun var ósk-
að eftir þyrlu Landhelgis-
gæslunnar til að sækja slasaða
konu í Ólafsvík. Konan sem
vinnur við útburð á dagblaði
hafði dottið í mikilli hálku
og slasast. Þyrlan sótti kon-
una og flutti til aðhlynning-
ar á Landspítalanum. Hún er
samkvæmt heimildum Skessu-
horns á batavegi. -mm
Aflaverðmæti
minnkaði
HB GRANDI: Aflaverðmæti
skipa HB Granda dróst saman
á milli áranna 2016 og 2017.
Aflaverðmætið var um 11,8
milljarðar króna í fyrra sem er
samdráttur upp á ríflega 15%
frá árinu 2016. Heildarafli
jókst þó úr tæplega 142 þús-
und tonnum í tæplega 152.500
tonn en aflaaukingin skýrist
öll af auknum uppsjávarafla.
-mm
Haraldur Benediktsson, fyrsti þing-
maður Norðvesturkjördæmis og
varaformaður fjárlaganefndar Al-
þingis, gagnrýnir þá stöðu sem sífellt
er að koma upp og rekja má til skerts
rekstraröryggis í ferjusiglingum hér
við land. Telur hann gæðamálum
rekstraraðila ferjanna vera ábóta-
vant. Gagnrýni sína setur hann fram
í pistli sem hann ritar á Facebook
síðu sína. Varðandi stöðu ferjusigl-
inga skrifar Haraldur meðal annars:
„Í nefndaráliti meirihluta fjárlaga-
nefndar um fjárlagafrumvarp fyr-
ir árið 2018 er rætt um samgöngu-
mál. Þar er m.a. fjallað um ferjumál.
Meirihluti fjárlaganefndar er þar
að fjalla um framtíð og áskoranir í
rekstri á a.m.k. tveimur ferjum, sem
gegna afar mikilvægu hlutverki. Það
er rekstur á Herjólfi til Vestmanna-
eyja og Baldur sem siglir á Breiða-
firði. Í áliti meirihlutans er undir-
strikað mikilvægi á góðu rekstrarör-
yggi á þessum tveimur leiðum. Þar
er m.a. fjallað um endurnýjun á ferj-
um og varaferjur.“
Hefðu átt að eiga
til varahluti
Þá skrifar Haraldur: „Ég er að missa
trú á núverandi fyrirkomulagi. Það
hafa verið slík áföll við rekstur á
Herjólfi og Baldri að ekki er leng-
ur boðlegt annað en að samgöngu-
yfirvöld rannsaki sérstaklega hvern-
ig stjórnun og gæðamálum þess aðila
sem rekur þær ferjur er háttað. Mörg
hundruð króna klúður við viðhald á
Herjólfi í haust, þarfnast rannsókn-
ar. Það dugar ekki að segja að þetta
sé leiðinlegt og óheppilegt. Það
verður að skýra hvað fór úrskeiðis og
hvernig á að taka á þeim bresti. Al-
þingi samþykkti verulegar fjárhæðir
á fjáraukalögum til að bregðast við
margföldum kostnaði vegna þessa
– kostnað sem vönduð vinnubrögð
hefðu vafalaust getað lækkað veru-
lega. Eins og t.d. að eiga varahlutina
til, þegar viðgerð hefst og byrjað var
að rífa skipið.“
Enn eitt klúðrið
Haraldur segir að einn eitt klúðrið
hafi vafið hressilega upp á sig. „Ferj-
an Baldur er stopp svo vikum skipt-
ir. Ekki er útlit fyrir að hún komist
aftur í gang fyrr en undir lok janúar.
Þá hefur hún væntanlega verið stopp
í tvo mánuði. Sveifarás brotnar og
það tekur tvo mánuði að koma því
í lag! Nú virðist málið snúast um að
það vantaði tvo varahluti með nýj-
um sveifarás – og það kemur ekki í
ljós fyrr en á að setja vélina saman.
Hvaða gæðaferli er þarna í gangi,“
spyr þingmaðurinn.
Efast um hæfi
rekstraraðila
Loks segir Haraldur að það sé at-
vinnu- og mannlíf í tveimur af „verð-
mætustu“ eyjum og landshlum okk-
ar; Vestmannaeyjar og sunnanverð-
ir Vestfirðir, sem blæði fyrir þetta.
„Ekki ætla ég hér að rekja þá gífur-
legu hagsmuni sem liggja hér undir.
Aðeins að segja það eitt – að óveður
yfir Vestfirði getur haft miklar afleið-
ingar og það er varla boðlegt að vísa
þungaflutningum eftir þeim vegum
sem þar liggja í mesta skammdeginu.
Vegagerðin virðist næsta ráðalaus.
Eimskip virðist lítið þurfa að leggja
á sig að halda þjóðleiðinni yfir hafið
opinni. Ég hreinlega efast um hæfi
þeirra og til rekstrarins af fenginni
reynslu. Ég vildi gjarnan fá að vita og
skilja hvernig ábyrgð á milli Vega-
gerðarinnar og rekstraraðilans Eim-
skips er háttað, í slíkum tilfellum,“
skrifar Haraldur og bætir við að sagt
er að ekki sé möguleiki á að finna
varaferju. „Þegar þing kemur sam-
an í janúar mun ég senda samgöngu-
ráðherra fyrirspurn og óska eft-
ir upplýsingum um til hverra Vega-
gerðin hafi leitað og hver svör hafa
verið um að fá leigða ferju og hve-
nær slíkar fyrirspurnir voru gerðar.
Það þarf auðvitað að rannsaka þetta
ítarlega og spyrja um áætlanir þegar
slíkar aðstæður koma upp. En líklega
eru svör við slíkum spurningum fljót
skrifuð – engin. Það er ekki í boði
að láta sem ekkert sé – slíkt klúður
og áföll geta ekki verið endalaust af-
greidd sem einstök óheppni. Meðan
eru íbúar þessara svæða í fjötrum og
óvissu og reikningar sendir á ríkis-
sjóð,“ skrifar Haraldur að endingu í
pistli sínum. mm
Gagnrýnir samninga um ferjusiglingar
Herjólfur.
Baldur.