Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 20188
Tannlækningar
barna nú
gjaldfrjálsar
LANDIÐ: Öll börn með
skráðan heimilistannlækni
eiga nú rétt á gjaldfrjálsum
tannlækningum samkvæmt
samningi þar að lútandi.
Gjaldfrjálsar tannlækningar
barna hafa verið innleiddar í
áföngum og lauk inneiðing-
unni 1. janúar síðastliðinn
þegar börn yngri en þriggja
ára öðluðust rétt samkvæmt
samningnum. Samningur
Sjúkratrygginga Íslands (SÍ)
og Tannlæknafélags Íslands
um tannlækningar barna
tók gildi 15. maí 2013. Til
að byrja með tók hann til
15, 16 og 17 ára barna og
síðan bættust fleiri árgangar
við samkvæmt skilgreindri
áætlun þar til innleiðing-
unni lauk að fullu 1. janúar
síðastliðinn. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 30. des-
ember - 5. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 1 bátur.
Heildarlöndun: 1.260 kg.
Mestur afli: Þura AK:
1.260 kg í einum róðri.
Arnarstapi: 4 bátar.
Heildarlöndun: 70.904 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eð-
varðs SH: 38.188 kg í þrem-
ur löndunum.
Grundarfjörður: 3 bátar.
Heildarlöndun: 177.251
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
106.927 kg í tveimur lönd-
unum.
Ólafsvík: 15 bátar.
Heildarlöndun: 190.211
kg.
Mestur afli: Gullhólmi
SH: 29.713 kg í þremur
róðrum.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 146.174
kg.
Mestur afli: Stakkham-
ar SH: 28.610 kg í fjórum
róðrum.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 9.388 kg.
Mestur afli: Fjóla SH:
4.162 kg í þremur löndun-
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
54.714 kg. 4. janúar.
2. Steinunn SF - GRU:
54.637 kg. 4. janúar.
3. Hringur SH - GRU:
52.213 kg. 30. desember.
4. Hamar SH - RIF:
21.842 kg. 5. janúar
5. Tryggvi Eðvarðs SH -
ARN: 18.698 kg. 5. janúar.
-kgk
Ekkert banaslys
í umferðinni
2017
VESTURLAND: Fimm-
tán manns létust í umferð-
inni hér á landi á nýliðnu ári,
í alls þrettán slysum. Ekkert
þessara slysa varð á Vestur-
landi. Engu að síður hefur
umferð um Vesturland aukist
töluvert á milli ára. Á vefsíðu
Spalar kemur t.d. fram að
umferð í Hvalfjarðargöngun-
um var meiri í öllum mánuð-
um nýliðins árs í samanburði
við 2016.
-arg
Róleg vika við
löggæslu
VESTURLAND: Venju
fremur rólegt var hjá lögregl-
unni á Vesturlandi síðustu
viku. Fimmtudaginn 4. janú-
ar var útafakstur vegna hálku
við Galtarholt í Borgarhreppi.
Engin slys urðu á fólki en bif-
reiðin var mikið skemmd. Að
kvöldi laugardagsins 6. janú-
ar barst tilkynning um eld
í flugeldakerru björgunar-
sveitarinnar Lífsbjargar í
Rifi. Slökkvilið var kallað út
og náði að slökkva eldinn,
engin meiðsli urðu á fólki.
Að morgni sunnudags barst
tilkynning um að ekið hafi
verið á gangandi vegfaranda
á Akranesi. Vegfarandinn
sagðist hafa fallið í götuna og
kenndi sér eymsla. Ökumað-
urinn fór af vettvangi en haft
var upp á honum. Sagðist
hann ekki hafa orðið var við
að hafa ekið á manneskjuna.
Snemma morguns á þriðju-
dag var tilkynnt um fjúkandi
þakplötur við Suðurgötu á
Akranesi, en talsvert hvass-
viðri gekk yfir suðvestanvert
landið í gærmorgun.
-arg
Atvinnuleysi
um 2%
LANDIÐ: Samkvæmt
vinnumarkaðsrannsókn Hag-
stofu Íslands voru að jafnaði
198.100 manns á aldrinum
16–74 ára á vinnumarkaði í
nóvember 2017, sem jafn-
gildir 80,5% atvinnuþátttöku.
Af þeim voru 194.700 starf-
andi og 3.400 án vinnu og í
atvinnuleit. Hlutfall starf-
andi af mannfjölda var 79,2%
og hlutfall atvinnulausra af
vinnuafli var 1,7%. Vinnu-
málastofnun skráir einn-
ig atvinnuleysi á landinu og
ber niðurstöðunni ekki sam-
an við Hagstofuna. Vinnu-
málastofnun mældi 2,1% at-
vinnuleysi á landsvísu í nóv-
embermánuði. Á Vesturlandi
mældist það 1,6% samkvæmt
samantekt Vinnumálastofn-
unar. Einungis á Norður-
landi vestra mældist minna
atvinnuleysi í nóvember.
-mm
úthlutunarnefndir Launasjóðs lista-
manna lauk í síðuastu viku störfum
vegna úthlutunar listamannalauna
árið 2018. Nefndirnar starfa sam-
kvæmt reglugerð um listamanna-
laun, þar sem kveðið er á um að all-
ar umsóknir fái sanngjarna umfjöll-
un. Til úthlutunar voru 1.600 mán-
aðarlaun, en starfslaun listamanna
eru 377.402 kr. á mánuði samkvæmt
fjárlögum þessa árs, alls rúmlega
600 milljónir króna. Um verktaka-
greiðslur er að ræða. Alls var sótt um
9.053 mánuði en svokallað árang-
urshlutfall sjóðsins er því 18%, ef
reiknað er eftir mánuðum. Alls bár-
ust 852 umsóknir um starfslaun frá
einstaklingum og hópum, umsækj-
endur voru 1.529 en úthlutun fengu
369 listamenn. mm
Listamenn fá úthlutað launum úr ríkissjóði
Mynd úr safni eftir óþekktan höfund.
Dýraheilbrigðissvið Matvælastofn-
unar vill benda á að fóðurþörf
hrossa er afar breytileg og ræðst
meðal annars af virkni, framleiðslu,
vexti og holdafari. Því er mikil-
vægt að flokka hross yfir gjafatím-
ann. Mjólkandi hryssur og trippi
sem eru að vaxa og þroskast þurfa
mest að bíta og brenna. Þessi hross
má gjarnan fóðra saman enda þurfa
þau alla jafnan góða gjöf með vetrar-
beitinni. Reiðhesta og önnur geld-
hross þarf að flokka eftir holdafari
og fóðra í samræmi við það.
„útigangshross í reiðhestshold-
um (holdastig 3) eða slakari, þurfa
góðan aðgang að fóðri, bæði beit og
gjöf. Hins vegar er óþarfi og jafn-
vel heilsuspillandi að gefa hrossum
sem fara vel feit inn í veturinn (hold-
astig 4 eða hærra), að því gefnu að
þau hafi aðgang að þokkalegri beit.
Við jarðbönn og þar sem beit er rýr,
þurfa öll hross hins vegar einhverja
gjöf. Hross þurfa að aðlagast fóð-
urbreytingunni sem verður þegar
byrjað er að gefa þeim hey og því er
æskilegt að gefa fremur lítið í byrjun
og gjarnan af síðslegnu.“
Íslenski hesturinn er holdsækið
hrossakyn sem hefur tilhneigingu til
að þróa með sér efnaskiptaröskun í
líkingu við sykursýki 2 (insúlínvið-
nám) við jafnan og óþarflega mikinn
aðgang að fóðri allan ársins hring.
Hrossum á norðlægum slóðum er
eðlislægt að fitna á sumrin og leggja
af yfir veturinn. Í raun er það svo að
hross sem fitna að sumrinu verða að
ganga á forðann yfir veturinn til að
viðhalda heilbrigðum efnaskiptum.
Insúlínviðnám eykur mjög hættuna
á hófsperru, sem er sársaukafullur
sjúkdómur og oftast ólæknanlegur.
„út frá sjónarmiði dýravelferðar
er best að hross í ríflegum holdum
leggi af smám saman yfir veturinn.
Hross á vetrarbeit hafa nóg við að
vera og híma síður í bið eftir fóðri.
Melting á sinu skilar mikilli hita-
myndun og alla jafna líður hross-
um á vetrarbeit vel, jafnvel þó að-
eins harðni á dalnum. En ekki eru
öll hross feit í vetrarbyrjun. Hross
sem hafa verið í mikilli notkun svo
sem ferðahross, keppnishross og
hestaleiguhestar, sem aðeins eru í
reiðhestsholdum síðsumars, ná oft
ekki að fitna að haustinu og eru því
illa undirbúin fyrir útigang að vetri.
Best er að bregðast við með því að
byrja snemma að gefa þeim með
beitinni. Auk þess þurfa þau að hafa
aðgang að góðu skjóli. Sérstaklega
þarf að huga að gömlum hestum þar
sem ætla má að glerungur tannanna
sé að miklu leyti uppeyddur. Það
ber að fella hesta sem þrífast ekki af
þeim sökum. Leita skal læknishjálp-
ar ef einstaka hross þrífast ekki þrátt
fyrir fóðrun.“
Að framansögðu má ljóst vera að
áríðandi er að flokka útigangshross
eftir fóðurþörf og haga gjöf í sam-
ræmi við það. Reglulega þarf að taka
á hrossum og holdastiga til að fylgj-
ast með viðgangi þeirra, segir í til-
kynningu frá Matvælastofnun.
mm
Mikilvægt að flokka
útigangshross eftir fóðurþörf
Vel haldin útigangshross við gjöf. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Sigurður Lárusson, skipasmíða-
meistari og fyrrum knattspyrnu-
maður, lést miðvikudaginn 3. janú-
ar síðastliðinn 63 ára að aldri eftir
skyndileg veikindi. Sigurður fædd-
ist á Akureyri 26. júní 1954 og var
kvæntur Valdísi Ármann Þorvalds-
dóttur. Hann lék knattspyrnu með
Akureyrarliðinu og síðan Þór áður
en hann hóf að leika með ÍA árið
1979. Var hann einn af lykilmönn-
um í liði Skagamann frá 1979 til
1988, lék samtals 295 leiki fyrir fé-
lagið. Lengst af var hann fyrirliði
liðsins og leiddi það til tveggja Ís-
landsmeistaratitla og fjögurra bik-
armeistaratitla. Árin 1983 og 1984
vann Sigurður tvöfalt með ÍA, bæði
deild og bikar, afrek sem ekkert lið
hefur leikið eftir í íslenskri knatt-
spyrnusögu. Árið 1988 tók Sigurð-
ur við þjálfun meistaraflokks ÍA og
stýrði liðinu tvö keppnistímabil.
„Sigurður var eftirminnilegur á
leikvellinum. Hann bjó yfir mörg-
um af besti kostum góðs leikmanns
og féll vel inn í leikstíl Akranesliðs-
ins. Hann var metnaðarfullur og
áræðinn leikmaður. Eins var hann
dugnaðarforkur með gott keppnis-
skap og gaf yfirleitt allt sitt í leik-
ina og uppskar eftir því,“ segir um
Sigurð á heimasíðu Knattspyrnu-
félags ÍA.
Börn Sigurðar og Valdísar eru
fjögur; Lárus Orri, Sigurlína Dögg,
Kristján Örn og Aldís Marta. Þrjú
þeirra fetuðu í fótspor föðursins og
lögðu knattspyrnuna fyrir sig. Lár-
us Orri og Kristján Örn eru báðir
fyrrverandi landsliðsmenn og Al-
dís Marta varð Íslandsmeistari með
Þór/KA árið 2012. Barnabörn Sig-
urðar og Valdísar eru átta.
Sigurður lék að nýju með Þór
á Akureyri árið 1990 og tók síðan
við þjálfun liðsins. Seinna þjálf-
aði hann Völsung í eitt ár og KA
í eitt ár. Hann lék ellefu landsleiki
fyrir Íslands hönd á árunum 1981
til 1984.
kgk
And lát:
Sigurður Lárusson knattspyrnumaður
Sigurður Lárusson fagnar bikar-
meistaratitli ÍA árið 1986. Ljósm. Árni
S. Árnason/ Ljósmyndasafn Akraness.