Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 10

Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201810 Skömmu fyrir jól fékk kvenna- deild Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands á Akranesi góða gjöf. Þá kom ung móðir, Myrra Ösp Gísladóttir á Akranesi, færandi hendi á deildina. Hafði hún í fórum sínum ellefu bux- ur sem hún færði deildinni að gjöf fyrir ungabörnin sem þar eiga eft- ir að koma í heiminn. „Hún Myrra hefur fætt tvö af fjórum börnum sín- um hér á fæðingadeildinni og kunn- um við henni bestu þakkir fyrir gjöf- ina,“ segir Anna Björnsdóttir deild- arstjóri. kgk Færði kvenna- deildinni gjöf Buxurnar góðu sem Myrra Ösp færði kvennadeild HVE á Akranesi. Hámark greiðslna úr Fæðingaror- lofssjóði til foreldra í fæðingaror- lofi hefur verið hækkað sem nemur 20.000 kr. á mánuði. Kveðið er á um hækkanir fæðingarorlofsgreiðslna og fæðingarstyrks í reglugerð Ás- mundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra sem tók gildi 1. janúar sl. Ásmundur Einar segir þetta fyrsta skrefið í áformum stjórnvalda um aukinn stuðning við barnafjölskyldur með hækkun or- lofsgreiðslna og lengingu fæðingar- orlofsins. Fyrir dyrum standi að end- urskoða fæðingarorlofskerfið með þetta að markmiði, líkt og fjallað sé um í stjórnarsáttmálanum: „Í þessu felst ekki einungis fjárhagslegur stuðningur, heldur einnig félagsleg- ur þar sem markmiðið er að börn fái notið samvista með foreldrum sín- um á fyrstu mánuðum lífs síns. Eins er það mikilvægt jafnréttismál að feður nýti rétt sinn til fæðingaror- lofs en á því hefur verið alvarlegur misbrestur síðustu ár, eða frá því að farið var að skerða hámarksgreiðsl- urnar í kjölfar efnahagshrunsins“ segir Ásmundur Einar. Breytingar á fjárhæðum sam- kvæmt reglugerðinni öðlast gildi 1. janúar 2018 og eiga við um for- eldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janú- ar 2018 eða síðar. Breytingarnar eru eftirfarandi: Hámarksgreiðsla hækkar úr 500.000 kr. í 520.000 kr. Lágmarksgreiðsla fyrir 25-49% starf hækkar úr 118.335 kr. í 123.897 kr. Lágmarksgreiðsla fyrir 50-100% starf hækkar úr 164.003 kr. í 171.711 kr. Fæðingarstyrkur til foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi hækkar úr 71.563 kr. í 74.926 kr. Fæðingarstyrkur til foreldra í fullu námi hækkar úr 164.003 kr. í 171.711 kr. Eldri fjárhæðir (greiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði 2017) gilda áfram vegna barna sem fæddust, voru ætt- leidd eða tekin í varanlegt fóstur á tímabilinu 15. október 2016 - 31. desember 2017 og til barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir 15. október 2016. mm Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka í 520.000 Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra. Nýfætt barn. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var í tvígang þriðjudags- kvöldið 2. janúar sl. kallað út vegna gróðurelda á skógræktarsvæði bæj- arbúa. Fyrra útkallið barst klukkan 8:30 og logaði þá í gróðri við und- irgöngin við Klapparholt. Slökkvi- starf gekk vel. Síðan klukkan 23:37 barst útkall að nýju en þá logaði eldur á öðrum stað í skógræktinni. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri metur að um hálfur hektari lands hafi brunnið og eitthvað af skóg- arplöntum þar með. Um orsak- ir brunans vildi Þráinn ekkert út- tala sig um, en benti á að lögregla færi með rannsókn á orsökum þess að í tvígang kviknaði í á svipuðum slóðum sama kvöldið. Þráinn lýsti jafnframt áhyggjum sínum yfir að slökkvilið hefur í tvígang um há- tíðirnar verið kallað út. Kveikt var í gámum, annars vegar við Jaðars- bakka og hins vegar Bíóhöllina. mm/ Ljósm. ki. Í tvígang gróðureldar á sama stað Í birtingu næsta morgun mátti sjá að svæðið sem brann var töluvert stórt og nokkur tré höfðu orðið eldi að bráð. Þannig leit seinni bruninn út séð frá íbúðarhúsum við Asparskóga. Breytingartillaga Fjárlaganefnd- ar þess efnis að veita 150 milljón- um króna í Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi á árinu 2018, var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum við aðra umræðu fjárlaga 22. desember síðastliðinn. „Þetta gerir það að verkum að hægt verður að setja fullan kraft í framkvæmdir á árinu 2018 og reikna má með að miðstöðin verði tilbúin til noktun- ar í byrjun árs 2020,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæj- ar. Hann skrifar á upplýsingasíðu sveitarfélagsins að þar komi einn- ig fram að heildarkostnaður við byggingu miðstöðvarinnar sé áætl- aður um 380 milljónir króna. „Það er mjög mikilvægt fyrir svæðið að þjóðgarðurinn fái eigið húsnæði undir starfsemi sína og ekki síst að þar verði aðstaða fyrir sýningar og kynningarmál hjá þjóðgarðinum, auk aðstöðu fyrir starfsfólk.“ Fyrsta skóflustungan að Þjóð- garðsmiðstöð á Hellissandi var tek- in af Sigrúnu Magnúsdóttur, þá- verandi umhverfisráðherra, í ágúst- mánuði árið 2016. Bygging mið- stöðvarinnar á sér þó talsvert lengri aðdraganda. Það var fyrir tólf árum, árið 2006, sem efnt var til hönn- unarsamkeppni um miðstöðina og varð Jökulhöfði, hönnun teikni- stofunnar Arkís ehf., hlutskörp- ust í þeirri keppni. Við hrunið og þrengingar í ríkisfjármálum í kjöl- far þess fór málið hins vegar í bið í áratug, eða allt þar til umhverfis- ráðherra ákvað árið 2016 að hafist yrði handa. Til dæmis var 50 millj- óna króna fjárveiting skorin út af fjárlögum ársins 2009 vegna gjald- þrots íslensku bankanna. „Ekkert þýðir að horfa til baka heldur fagna þessum áfanga og þeim tækifærum sem skapast í kringum hann fyrir samfélagið, sérstaklega í ljósi þess mikla ferðamannafjölda sem heim- sækir svæðið ár hvert,“ segir Krist- inn Jónasson. kgk Ríkið leggur 150 milljónir í Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Teikning Arkís ehf. að Jökulhöfða, Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.