Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Side 12

Skessuhorn - 10.01.2018, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201812 Síðastliðinn laugardag urðu þátta- skil í starfsemi Átthagastofu Snæ- fellsbæjar í Ólafsvík þegar ákveð- ið var að breyta starfsemi félagsins sem stóð fyrir stofnun Átthagastof- unnar. Við þessi tímamót var ákveð- ið að afhenda sex milljónir króna til verkefna á Snæfellsnesi sem byggja á sömu hugsjón og Átthagastofan var stofnuð til. Auk þess var Snæfellsbæ gefin öll tæki og búnaður í eigu félagsins. Fram kom við athöfn sem haldin var í Átthagastofunni af þessu tilefni, að aðstæður hafa breyst hvað varðar verkefni og rekstur stofunn- ar, þar sem þau verkefni sem Átt- hagastofan hefur unnið heyra nú öll undir samstarfssamning við sveitar- félagið Snæfellsbæ. Auk þess hefur tilkoma Svæðisgarðsins Snæfellsnes skapað farveg til verkefnavinnu og samstarfsverkefna með sömu mark- miðum og hugsjón á öllu Snæfells- nesi, sem styrkir og styður við allt svæðið og er öllum Snæfellingum til hagsbóta og því ekki talin ástæða til að dreifa kröftunum víðar heldur sameinast um góð verk. Félagið Átt- hagastofa Snæfellsbæjar, sem upp- haflega var stofnað um þróunarverk- efnið að koma á fót samfélagsmið- stöð þar sem hægt væri að vinna að uppbyggjandi verkefnum fyrir sam- félagið, hefur alla tíð átt gott sam- starf við sveitarfélagið. Stýrihópur félagsins ákvað því að segja sig nú formlega frá rekstri Átthagastofunn- ar þar sem ýmis átthagatengd verk- efnavinna sem unnin var af félaginu samkvæmt markmiðum þess hafði dregist saman og væru komin í góð- an farveg hjá Svæðisgarðinum. Öll starfsemi í Átthagastofu væri kom- in í nokkuð fastar skorður og væri í góðum höndum hjá Snæfellsbæ og því ekki ástæða til að hafa starfandi stýrihóp í Átthagastofu. Fram kom í ávarpi sem Margrét Björk Björnsdóttir flutti við þetta tilefni að stýrihópur félagsins hafi ekki lengur séð ástæðu til að skipta sér af þeirri starfsemi sem fram fór í húsinu, enda heyrði starfsemin orð- ið beint undir samstarfssamning- inn við Snæfellsbæ, þar sem Snæ- fellsbær greiddi laun fyrir þá vinnu samkvæmt samningnum og annan kostnað við rekstur stofunnar og hafði því alfarið með starfsemina í Átthagastofu að gera. Það hafi því verið mat stýrihópsins að leggja fé- lagið niður í þeirri mynd sem það var stofnað og afhenda eignir þess til góðra verka. „Nú er starfsemi Átthagastofu Snæfellsbæjar í góðum farvegi og hefur lagað sig að eftir- spurn og þörfum samfélagsins, eins og lagt var upp með í upphafi við stofnun Átthagastofu Snæfellsbæj- ar,“ sagði Margrét Björk. Eignir afhentar Samkvæmt samþykktum félagsins ber að láta eignir félagsins renna til uppbyggjandi félagsstarfs á svæðinu. Stýrihópurin ákvað að ánafna eftir- farandi aðilum eignir félagsins, enda sé í öllum tilfellum um að ræða upp- byggjandi starfsemi með sömu for- merkjum og félagið Átthagastofa Snæfellsbæjar hafði að leiðarljósi: Sjóminjasafnið á Hellissandi fær • fjórar milljónir króna gegn því að Grunnskóli Snæfellsbæjar fái með þeirri peningagjöf ávísun á 100 heimsóknir með móttöku og leiðsögn um safnið til að efla átthagafræðikennsluna í Snæ- fellsbæ. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes • fær tvær milljónir króna gegn því að þeir fjármunir verði nýttir til að útbúa rafræna miðlun um sérstöðu Snæfellsness sem nýtist bæði heimafólki og gestum. Sveitarfélagið Snæfellsbær fær • afhentar allar eignir félagsins til umráða og eignarhalds: Öll tæki, innanstokksmuni og áhöld sem eru í eigu félagsins og stað- sett eru að Kirkjutúni 2, nafn og kennitölu félagsins sem og bankareikninga og útistandandi reikninga, kröfur, verkefni- og styrkjaloforð félagsins eins og þau standa 1. janúar sl. „Fráfarandi stýrihópur Átthag- astofu Snæfellsbæjar vill svo þakka bæði sveitarfélaginu, íbúum Snæ- fellsbæjar og öðrum sem komið hafa að uppbyggingu og verkefnavinnu í Átthagastofu Snæfellsbæjar fyrir gott og gefandi samstarf á liðnum árum“ sagði Margrét Björk að lok- um. mm/ Ljósm. þa Félagið Átthagastofa Snæfellsbæjar lagt niður og eignir þess gefnar Þóra Ólsen frá Sjóminjasafninu, Margrét Björk Björnsdóttir, Hilmar Már Arason skólastjóri og Svanborg Tryggvadóttir. Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnstjóri Svæðisgarðs og Margrét Björk. Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Margrét Björk. Matvælafyrirtækið Kræsingar, sem áður hét Gæðakokkar, hef- ur farið fram á ríflega eitt hundr- að milljónir króna í skaðabæt- ur frá íslenska ríkinu vegna fram- göngu Matvælastofnunar í nauta- bökumálinu, sem kallað var. Rík- ið samþykkti ekki skaðabótakröfu fyrirtækisins heldur var farið fram á að dómkvaddur matsmaður yrði fenginn til að meta kröfuna. Fréttablaðið greindi frá þessu fyr- ir helgina. Það var í maí sem Hæstiréttur Íslands staðfesti skaðabótaskyldu Matvælastofnunar gagnvart Kræs- ingum, vegna tjóns sem fyrirtæk- ið varð fyrir vegna tilkynningar MAST þess efnis að ekkert kjöt hefði fundist í nautabökum frá Gæðakokkum í Borgarnesi. Mat- vælastofnun réðist í könnun á innihaldi 16 íslenskra matvöruteg- unda eftir að hrossakjötshneyksl- ið svokallaða kom upp í Evrópu, þar sem fyrirtæki urðu uppvís að því að blanda hrossakjöti við mat- vörur í stað nautakjöts. Að rann- sókn lokinni birti MAST áður- nefnda tilkynningu á heimasíðu sinni. Stofnunin stefndi síðan fyr- irtækinu fyrir rangar innihaldslýs- ingar og vörusvik, en fyrirtækið var sýknað. Þá stefndu Gæðakokk- ar MAST til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu og höfðu betur, eins og fram hefur komið. Nautabökumálið var fyrirferða- mikið í fjölmiðlum á sínum tíma og hafði umtalsverð áhrif á rekst- ur fyrirtækisins. Í dómi Hæstarétt- ar frá því í maí segir að vörumerki Gæðakokka og viðskiptavild hafi orðið fyrir skaða „sem helst megi líkja við altjón,“ eins og þar segir. „Grundvöllur fyrir rekstri stefn- anda hafi brostið og stefnandi séð þér þann kost vænstan að breyta nafni fyrirtækisins úr Gæðakokk- um ehf. í Kræsingar ehf. og hafið rekstur að nýju frá grunni,“ sagði í dómnum. kgk Krefja ríkið um 100 milljónir vegna nautabökumálsins Í lítilli frétt, ásamt myndum, í síðasta tölublaði var sagt frá því að hrossin á Akranesi voru tekin í hús skömmu fyrir áramót. Missagt var í fréttinni að hrossin hefðu verið tekin úr Akraflóa, en flóinn heitir Garðaflói og leið- réttist það hér með. Bræðurnir Svavar og Bogi Sigurðssynir höfðu samband við ritstjórn og vildu leiðrétta þetta. Jafnframt sögðu þeir að Garðaflóinn hafi verið talinn eitt verðmætasta svæðið á Akranesi vegna mótekjunnar. Þegar stóð til að byggja Andakílsárvirkjun orti kunnur Akurnesingur: Ég vil láta allan Skagann vita að ég er á móti rafmagnsljósi og hita. Því ef almenningur hættir að hugsa um móinn yrði harla lítils virði Garðaflóinn. mm Stóðið var rekið úr Garðaflóa

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.