Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Page 13

Skessuhorn - 10.01.2018, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 13 Ekki hefur áður verið boðið upp á heitan mat í Dularfullu búðinni en Ingimar segir þetta bara vera byrjunina. „Ég hef margar hug- myndir sem mig langar að koma í framkvæmd hér í búðinni en ætla að byrja á þessu núna. Fljót- lega langar mig líka að geta boðið upp á mat á kvöldin og þá svipað og í hádeginu. Ég hef ekki í huga að vera með fjölbreyttan matseðil heldur eingöngu svona rétti dags- ins og þá eitthvað einfalt, fljótlegt og gott. Yfir daginn langar mig líka að geta boðið upp á fjölbreytt úrval af íslensku kaffimeðlæti eins og pönnukökur, kleinur, rúgbrauð með kæfu og flatkökur með hangi- áleggi. Eitthvað sem er alveg nógu „retro“ til að passa í Dularfullu búðina“ segir Ingimar og hlær. arg/ Ljósm. mm. Markaðsstofa Vesturlands óskar eftir að ráða forstöðumann SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Markaðsstofa Vesturlands er hlutafélag í eigu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en hlutverk hennar er að kynna og markaðssetja Vesturland fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum. Starfsmenn Markaðsstofu Vesturlands eru þrír talsins og skrifstofa hennar er í Borgarnesi. Forstöðumaður starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi. Starfssvið • Ábyrgð á rekstri Markaðsstofu Vesturlands • Ábyrgð á samræmingu markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu á Vesturlandi • Vinna að markaðssetningu og vöruþróun í ferðaþjónustu á Vesturlandi • Samskipti við ferðaþjónustuaðila, sveitarfélög og opinberar stofnanir • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun og stefnumótun er kostur • Þekking á ferðaþjónustu og mannlífi, menningu og náttúrufari á Vesturlandi er kostur • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku • Góð tölvukunnátta, þekking á samskiptamiðlum og markaðssetningu á netinu. Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Gyða Kristjánsdóttir gyda@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2018 SK ES SU H O R N 2 01 8 Fimmtudaginn 18. janúar kl. 20:00 í Hjálmakletti Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið. Leiðbeinandi: Logi Geirsson Logi Geirsson er einkaþjálfari, við- skiptafræðingur og fyrrum handbolta- maður. Hann hefur náð miklum árangri en hann er tvöfaldur Íslandsmeistari og Evrópumeistari félagsliða í hand- bolta, silfurverðlaunahafi á Ólympíu- leikunum og var sæmdur Fálkaorðunni fyrir framlag sitt til íþrótta. Logi hefur flutt fyrirlestra sína víða um land fyrir fyrirtæki, íþróttafélög, skóla og vinnu- staði. Í starfi sínu sem einkaþjálfari hefur hann tileinkað sér að aðstoða fólk í lífstílsbreytingu með frábærum árangri. Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018 Leiðin að bættri heilsu Markmiðasetning og hreyfing Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, gefur út daga- tal fyrir árið 2018 með myndum af leiðsöguhundum. Tilgangurinn með útgáfu þess er að fjármagna kaup og þjálfun leiðasöguhunda fyr- ir blinda einstaklinga. „Blindrafélagið telur mikilvægt að tryggja stöðugt framboð leið- söguhunda fyrir blinda hér á landi, eins og raunin er í nágrannalönd- um okkar, enda hafa þeir margsann- að mikilvægi sitt. Dagatalið er sent heim til allra velunnara félagsins auk þess er hægt að fá dagatalið keypt hjá Blindrafélaginu. Á Íslandi eru einungis starfandi fimm leiðsögu- hundar fyrir blinda fyrir tilstuðl- an Blindrafélagsins og er þörf fyrir mun fleiri. Þjálfun leiðsöguhunds fyrir blindan einstakling er mjög sérhæfð og tímafrek. Hver leiðsögu- hundur getur unnið á bilinu 8-10 ár og allan þann tíma, á hverjum ein- asta degi, bætir hundurinn lífsgæði notanda síns umtalsvert,“ segir í til- kynningu frá félaginu. Dagatalið í ár prýðir aðallega leið- söguhundinn Skugga en hann tók til starfa í Reykjavík árið 2016. Hann var hinsvegar þjálfaður á Ísafirði af Auði Björnsdóttur hundaþjálfara. mm Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins Skuggi tók til starfa í Reykjavík árið 2016. Ljósm. Harpa Hrund Bjarnadóttir. Ingimar Oddsson í Dularfullu búðinni við Skólabraut á Akra- nesi hyggst hefja veitingasölu í há- deginu alla virka daga frá og með 1. febrúar næstkomandi. „Hug- myndin er að bjóða upp á hlað- borð með íslenskum gamaldags heimilismat fyrir bæði vinnandi stéttir og ferðamenn. Ég er þá að hugsa um mat eins og plokk- fisk, ýsu í raspi, kjötsúpu, kótilett- ur í raspi og fleira. Einnig verður alltaf súpa fyrir þá sem það vilja,“ segir Ingimar. Aðspurður segir hann hugmyndina fyrst og fremst hafa komið frá ferðamönnum. „Ég hef fundið hjá ferðamönnum að það vantar eitthvað annað en bara hamborgara og þennan hefð- bundna skyndibitamat hér á Akra- nesi. Hefðbundinn íslenskur mat- ur er stór hluti af því sem margir ferðamenn eru að leita eftir þeg- ar þeir heimsækja landið, þeir vilja fá að taka inn allt þetta íslenska,“ bætir hann við. Ætlar að bjóða upp á hádegisverðarhlaðborð á Akranesi Ingimar Oddsson spilar gjarnan og syngur fyrir gesti sína í Dularfullu búðinni. Í Dularfullu búðinni hefur um hríð verið boðið upp á kaffihlaðborð á sunnu- dögum. Hér er Hilmar Sigvaldason vitavörður í einu slíku.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.