Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201814
Það var mikið um að vera um borð
í Rifsnesi SH í jólastoppinu. Fór þá
Hraðfrystihús Hellissands ásamt
Smiðjunni Fönix í það verkefni að
rífa aðalvélina í Rifsnesinu. Vélin
er af gerðinni Yanmar M220-SN
1100 hestöfl. Skipt var um höfuð-
legur, stangarlegur og pakkning-
ar. Stimplar, slífar og hedd voru
sett í nýja hátíðniþvottavél sem
Smiðjan Fönix keypti á dögun-
um. Böðvar Haukdal Jónsson yf-
irvélstjóri á Rifsnesinu hafði yfir-
umsjón með verkinu. Fjöldi manns
kom einnig að verkinu með hon-
um, til að mynda áhafnarmeðlim-
ir skipsins ásamt Rögnvaldi Ólafs-
syni og starfsmönnum Smiðjunnar
Fönix. Gekk verkið mjög vel enda
samhentur hópur og góður andi í
mannskapnum en Rifsnesið er nú
í sínum fyrsta túr eftir vélarupp-
tektina.
Smiðjan Fönix sá einnig á dög-
unum um að setja nýja aðalvél í
Særif SH. Vélin sem tekin var úr
var 16 lítra Isuzu vél en nýja vélin
er 16,3 lítra Scania. Var það gert
meðan báturinn var á floti en sök-
um stærðar hans var ekki hægt að
taka Særif upp á land nema með
miklum tilkostnaði. Gerði það
verkefnið erfiðara en allt virðist
hafa gengið að óskum í því verk-
efni og er Særifið í sínum tólfta
róðri eftir vélaskiptin. Meðfylgj-
andi myndir eru úr þessum tveim-
ur verkefnum. þa
Vélaskipti og viðgerðir unnar af Smiðjunni Fönix
Safnkostur Amtsbókasafnsins í
Stykkishólmi hefur verið fluttur
frá Hafnargötu 7 í nýtt Amtsbóka-
safn við Borgarbraut 6, sambyggt
grunnskólanum. Það eru félagar
í Lionsklúbbi Stykkishólms sem
undanfarnar vikur hafa unnið að því
að flytja safnkostinn. „Við tókum
að okkur að flytja safnið. Það gerð-
um við líka fyrir ellefu árum þegar
flutt var úr gamla safninu og niður
í bráðabirgðahúsnæðið við Hafnar-
götu. Komið var að máli við okk-
ur í haust og spurt hvort við vær-
um ekki til í að taka þetta að okk-
ur og við urðum við því,“ segir Ey-
þór Benediktsson, félagi í Lions-
klúbbi Stykkishólms, í samtali við
Skessuhorn. „Þetta eru að minnsta
kosti nokkur hundruð kassar af
bókum og ógrynni af tímaritum
sem til er á safninu, því það var á
sínum tíma eitt af prentskilasöfn-
um landsins. Hluta af tímaritun-
um sem við pökkuðum fyrir ellefu
árum og fluttum erum við búnir að
flytja aftur í nýtt húsnæði, án þess
að þau hafi verið tekin úr kössun-
um í millitíðinni,“ segir hann létt-
ur í bragði.
Skemmtilegustu
verkefnin
Að sögn Eyþórs hófust Lionsmenn
handa við flutningana milli jóla
og nýárs og hafa verið að á kvöld-
in síðan 2. janúar. „Það hafa mætt
þeir Lionsmenn sem geta hverju
sinni. Ekki eru allir færir um að
bera þunga kassa en það eru fleiri
verkefni og allir geta gert eitthvað.
Margar hendur vinna létt verk og
við erum að verða búnir. Langmest
er komið uppeftir í nýja safnið og á
bara eftir að taka upp þar og koma
fyrir á sínum stað. Við Lionsmenn
verðum eitthvað við það líka, und-
ir stjórn Nönnu Guðmundsdóttur,
forstöðumanns safnsins,“ segir Ey-
þór og bætir því við að Lionsmenn
hafi haft gaman af verkinu. „Þetta
er auðvitað fjáröflun fyrir klúbb-
inn, eins og annað, sem við munum
síðan skila til baka í samfélagið. En
þetta er miklu skemmtilegra en að
ganga í hús og selja. Þarna fáum við
að vinna saman í góðum félagsskap.
Það eru alltaf skemmtilegustu verk-
efnin,“ segir Eyþór.
Stefnt að opnun í lok
næstu viku
Nanna Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður Amtsbókasafnsins, segir í
samtali við Skessuhorn að flutn-
ingarnir hafi gengið vel. „Það hef-
ur gengið ótrúlega vel að færa safn-
kostinn á milli húsa, Lionsfélagar
hafa verið öflugir við flutningana.
Við náðum að tæma gamla húsið á
styttri tíma en reiknað var með og
gátum skilað því af okkur síðasta
laugardag,“ segir Nanna í samtali
við Skessuhorn. Hún segir þó enn
töluverða vinnu framundan áður en
hægt verður að opna safnið á nýj-
um stað. „Það er hellings vinna eft-
ir við að raða í hillur og koma safn-
inu upp. Það er búið að raða í tvær
hillur af um það bil tvö hundruð,“
segir hún og hlær við. „Þannig að
næstu dagar munu fara í að taka upp
bækur og blöð, flokka og koma á
sína staði. Lionsfélagar munu verða
mér innan handar við þá vinnu og
það verður gott að fá auka hendur
til verksins,“ bætir hún við.
Aðspurð kveðst Nanna vona
að hægt verði að opna safnið í lok
næstu viku en vill þó ekki slá neinu
föstu. „Það er engin staðfest dag-
setning en við stefnum að því geta
opnað í kringum 20. janúar,“ segir
hún.
Mun betri aðstaða
Frá því Nanna tók við starfi for-
stöðumanns Amtsbókasafnsins í
september hefur hún aðallega feng-
ist við að undirbúa flutninginn.
Hún kveðst því ánægð að nú hilli
undir opnun á nýjum stað. „Það er
mjög spennandi að flytja í nýtt hús
og verður gaman að geta farið að
byggja upp safnið í staðinn fyrir að
vera fyrst og fremst að pakka nið-
ur. Frá opnun verður opið á safn-
inu alla virka daga, eins og var áður,
og ég vonast til að geta með tíð og
tíma innleitt einhverjar nýjungar í
starfið. Ég myndi til dæmis gjarnan
vilja halda fleiri viðburði á safninu
fyrir börn og fjölskyldur og hafa
opið einhverja daga um helgar. Það
eru ýmsir möguleikar sem opnast
með nýju og rýmra húsi. Aðstaðan
verður mun betri bæði fyrir gesti
og starfsfólk á nýja staðnum,“ seg-
ir Nanna Guðmundsdóttir að end-
ingu. kgk/ Ljósm. Eyþór Ben.
Búið að flytja safnkost Amtsbókasafnsins í nýtt húsnæði
Stefnt að opnun á nýjum stað síðar í mánuðinum
Safnkosturinn kominn ofan í kassa og búið að taka niður hillur á Hafnargötunni. Ísleifur Jónsson pakkar skáldsögum ofan í kassa.
Nokkrir félagar úr Lionsklúbbi Stykkishólms ásamt Nönnu Guðmundsdóttur, for-
stöðumanns Amtsbókasafnsins, í lok vinnukvölds á nýja safninu við Borgarbraut.