Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 19

Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 19 Rallý er krefjandi íþrótt Aðspurð hvernig sé að vera tíma- vörður í rallý brosir Guðný og seg- ir það fyrst og fremst skemmtilegt. „Þetta er vissulega krefjandi starf en það er eitthvað við þetta sem gerir það svo skemmtilegt. Mað- ur finnur fyrir adrenalíninu og spennunni og ég bara elska þetta. Aðstæðurnar geta oft verið erfið- ar svo það skiptir öllu máli að búa sig vel og vera tilbúin fyrir hvern- ig veður og aðstæður sem er. Öku- mennirnir treysta því að þegar þeir koma í mark sé tímavörður tilbú- in þar með flaggið. Það væri frekar ömurlegt fyrir ökumenn, sem eru kannski búnir að keyra mjög langa leið, að tímavörður klúðri hlutun- um fyrir þeim. Mistök tímavarðar gætu spilað stóran þátt í úrslitum keppna og jafnvel kostað ökumenn sigur. Ég lenti í því núna síðast- liðið haust að þurfa að standa úti í svarta myrkri, í grenjandi rign- ingu og ótrúlegum kulda. Það skipti engu máli og ég varð bara að láta mig hafa það því ég hafði tekið að mér þetta hlutverk,“ seg- ir hún. „Þetta á við um öll hlut- verk sem tengjast rallý enda er þetta mjög krefjandi íþrótt. Það er mikill hraði og oft óútreiknanleg- ar aðstæður og því mikil pressa á flestum þátttakendum. Ökumað- urinn er undir pressu að halda sér á veginum og hann verður að geta treyst á leiðbeiningar frá aðstoð- arökumanni, sem er þá líka undir pressu. Það er líka ekkert grín að sitja í bílnum í keppni og alls ekki fyrir bílhrædda eða bílveika,“ segir Guðný og brosir. Hún bætir við einni sögu um hremmingar eins aðstoðaröku- manns. „Einu sinni var ég í tíma- vörslu og ökumennirnir í einum bílnum opnuðu ekki hurð eða glugga strax eftir að þeir komu í mark. Ég fór því og bankaði á rúðuna hjá þeim. Þegar þeir opn- uðu sá ég að aðstoðarökumað- urinn hafði orðið svona líka bíl- veikur á miðri leið og bíllinn leit út samkvæmt því. Þeir héldu samt ótrauðir áfram keppni, illa lykt- andi,“ segir hún og hlær. Ljósmyndirnar bara áhugamál Ljósmyndir Guðnýjar af keppnum hafa farið mjög víða, ekki bara hér á landi heldur um allan heim og má til að mynda finna þær í ýmsum myndböndum og á veggspjöldum. Þrátt fyrir að leggja mikla vinnu í hverja mynd segist Guðný ekki fá neitt borgað fyrir þær. „Fyrir mig er þetta bara áhugamál og mynd- irnar eru mitt framlag til rallý íþróttarinnar á Íslandi. Ég vil vekja athygli á akstursíþróttum í þeirri von að þá fjölgi þátttakendum og rallýið stækki, en því miður eru mjög fáir í rallý hér á landi,“ seg- ir Guðný og bætir því við að henni þyki mjög gaman að sjá myndirn- ar sínar bregða fyrir en hún er ein úr mjög fámennum hópi sem hef- ur rétt til að taka myndir á rallý keppnum. „Þeir sem taka myndir í keppnum þurfa sérstakt leyfi til þess frá AKÍS. Það er bæði vegna þess að AKÍS hefur birtingarétt á öllum myndum sem teknar eru á keppnum og því getur verið mjög krefjandi að vera ljósmyndari á svona keppnum. Fyrir þá sem hafa ekki þekkingu á aðstæðum sem geta komið upp í keppni getur það hreinlega verið hættulegt að stilla sér upp með myndavélina, mað- ur þarf að vera mjög meðvitaður um hvert bílarnir gætu hugsanlega farið ef eitthvað ber út af,“ segir Guðný. arg Á leið Guðnýjar til Reykjavíkur í skólann einn morguninn tók hún þessa mynd. Þarna er hún stödd við Laxárbakka og má sjá Skarðsheiðina í baksýnisspeglinum. Guðný og Aðalsteinn Símonarson, eiginmaður hennar, við tímavörslu í rallý keppni. Ljósm. Guðný Jóna Guðmarsdóttir. Fimmtudaginn 21. desember voru 62 nemendur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Hilmar Örn Jónsson braut- skráðist af náttúrufræðibraut með einkunnina 9,33 sem jafnframt var hæsta einkunn á stúdentsprófi við skólann og hlaut hann viðurkenn- ingar fyrir. „Mér fannst stærðfræði alltaf rosalega skemmtileg og vildi læra meira,“ svaraði Hilmar aðspurður hvers vegna hann hafi valið nátt- úrufræðibraut. Lykilinn að góð- um árangri í námi segir hann vera góðir vinir sem gerðu lærdóminn skemmtilegan. Aðspurður hvað taki við hjá honum næst svarar hann því að nú taki hann sér pásu frá námi til að ferðast. „Ég ætla að safna pening og ferðast sem mest en stefni svo á að fara annað hvort í tölvunarfræði eða eitthvað slíkt nám við Háskóla Íslands eða í Flugskóla Íslands en það hefur verið minn draumur að læra flug.“ arg Stefnir á tölvunarfræði eða flugnám Hilmar Örn Jónsson nýstúdent frá FVA. Ljósm. Myndasmiðjan. Varðskipið Þór var á laugardaginn við störf við Flatey á Breiðafirði en heimamenn höfðu haft samband við Landhelgisgæsluna vegna yfirvof- andi vatnsskorts í eyjunni. Venjulega er það flóabáturinn Baldur sem ann- ast vatnsflutninga í eyjuna en hann er eins og kunnugt er vélarvana og ekki búist við að hann sigli fyrr en undir lok þessa mánaðar. Áhöfn Þórs dældi þrjátíu tonnum af fersk- vatni yfir í tanka á eyjunni og fyllti þá. Dælingin gekk prýðilega en hún tók vel á sjöttu klukkustund. Um það leyti sem Þór var að at- hafna sig við Flatey barst ábend- ing um að maður í eyjunni hefði slasast og þyrfti á aðhlynningu að halda. Sjúkraflutningamenn úr áhöfn skipsins fóru í land á léttabát til að athuga líðan mannsins. Skoð- un þeirra leiddi í ljós að hann væri líklega rifbeinsbrotinn. Svo heppi- lega vildi til að þyrlan TF-SYN var í gæsluflugi í grenndinni og var því ákveðið að hún sækti þann slasaða og kæmi honum til læknis. Þyrlan lenti í Flatey og um hálftíma síðar lenti hún svo á flugvellinum í Stykk- ishólmi. Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi. mm Þór sigldi með neysluvatn í Flatey Hér er verið að dæla neysluvatni yfir í safntanka á eyjunni. Ljósm. Landhelgisgæslan.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.