Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Page 20

Skessuhorn - 10.01.2018, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201820 Vísnahorn Gleðilegt ár lesendur mínir. Nú að afloknum jólum og eftir hátoppinn á „metoo“ umræðunni væri ekki úr vegi að rifja upp Maríukvæði Guð- mundar Stefánssonar: Nei þýðir nei, já þýðir já. María mey máttirðu tjá hug þinn til hans þess huldumanns sem kom til þín víf og kveikti nýtt líf? Ég virði þinn burð - en varstu spurð? Ja, nú veit enginn hvernig þeir atburðir gerðust þó menn geri sér ýmsar hugmyndir. Misvel rökstuddar. Tryggvi Magnússon lýsir sínu sjónarhorni á málið: Járna hlynur Jósep hét Júða einn í landi, nýtur bjó í Nasaret nauða firrtur grandi. Snikkari var og mund þess manns mun til verks ei spöruð. María nefndist heitmey hans, hyggin væn og fjöruð. Það bar til í þennan mund, - þannig sagan kenndi -, alein heima auðs var grund, engill til hennar vendi. Sendur háum Himni frá helgur mælti engill: Hafa náir hug þér á Himna stæltur þengill. Orðaskiptum þeirra lýsir Tryggvi svo nánar með þessum hætti: Þú munt fæða arfa einn, átt hann Ésú kalla, sá Éhóva sonur hreinn synd mun þekkja valla. Lofts nam ferðalangurinn ljósust svörin spjalla: „Seggir munu soninn þinn son hins æðsta kalla.“ Helgum anda væri í vil við þig leik að eiga. Sikling hæða hlakkar til hjá þér hvíla mega. Illa trúa eg má þér, auðs kvað fögur spraka, því að enginn maður mér meydóm frá réð taka. En við skulum ekki fara lengra út í þann sálm. Það gæti bara misskilist. Hins vegar höfum við trúlega flest haft þokkalega nær- ingu nú um hátíðarnar. Kannske aðeins mis- góða eða jafnvel bara misdýra en samt von- andi aðeins betri en heildarársmeðaltalið gæfi til kynna. Eysteinn Gíslason í Skáleyjum orti: Silfurföt með sauðakjöt sjást í mötuneyti. En kelling sjötug leið og löt leggur skötu í bleyti. Hvort heldur er nú, sauðakjöt eða skötus- tappa er hinn mesti prýðismatur og bráð- þægilegt til nestis ef svo slæst. Bjarni Jónsson frá Gröf orti svo um kunningja sinn sem ég tel alveg fráleitt að hafi átt þetta skilið: Allt þig brestur eðli manns, ekkert sést af viti. Einhver besti andskotans ert þú nestisbiti. Margir hafa dundað sér við að yrkja með erfiðu innrími og tekist misjafnlega. Sumum vel en öðrum ekki alveg eins vel. Mér finnst þó að Guttormi J. Guttormssyni hafi tekist þokkalega: Ég átti ekki stélfrakka í eigu til, aðeins þelstakk og hettu, að etja við helblakkan hríðarbyl á heimsins Melrakkasléttu. Aðalsteinn Svanur Sigfússon hafði þetta að segja um þessa innri þörf Íslendinga til stuðl- aðra tjáskipta: Að yrkja „rétt“ um ekki neitt mun Íslendingum tamt. Hjá andleysi fær enginn sneitt – við yrkjum bara samt. Rafn Júlíus Símonarson faðir Jóns Rafns- sonar verkalýðsfrömuðar hefur verið prýði- lega hagmæltur eins og sonur hans og koma hér nokkrar ósamstæðar vísur eftir hann: Meinin verstu margur sér, menn þó flestu hæli En þó mest af öðru ber andans pestarbæli. Þynnast skæði þurfamanns, þrauta mæðast varnir, gegnum klæði keppast hans kuldanæðingarnir. Marga sá ég meinakind metum á hjá flónum uppi á háum heillatind hampa gljáum krónum. Met ég fátt við mannkynið, má þó sáttur una, mér er grátt í geði við guð og - náttúruna. Þessi eltingaleikur við hin veraldlegu verð- mæti hefur stundum ruglað okkur aðeins í ríminu. Sérstaklega hafi okkur ekki þótt nóg ganga. Á fundi útgerðarmanna á Hólmavík kvað Brynjólfur Sæmundsson og hefur þetta vafalaust verið afburðasúpa (eða annað fljót- andi fæði): Það er aðall þessa máls: Þetta er allt á kúpu. Látum renna létt um háls lausaskuldasúpu. Það hefur verið sagt um Engeyinga að þeir séu góðir heim að sækja og yfirhöfuð almenni- legir við þá útlendinga sem hingað leggja sín kolefnisfótspor. Í orðastað þeirra ættmenna kvað Magnús Halldórsson: Býsn má hérna brask´og pretta. Bí mæ gest and fill jour tank. Hér má líka hitt og þetta. Há dú jú læk æsland bank? Ætli við látum þessu svo ekki lokið með þessari vísu sem hefur verið eignuð séra Sig- urði Norland Hindisvíkurklerki: Það eru sjálfsagt átján ár eða lengra síðan. Vetrargaddur svo var sár þeir sátu við að þíð´ann. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrisum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Býsn má hérna brask´og pretta - Bí mæ gest and fill jour tank Þorrablót Skagamanna verður hald- ið með pompi og prakt í Íþrótta- húsinu við Vesturgötu laugardag- inn 20. janúar. Að vanda er blótið í höndum Club 71 og er þetta ní- unda blótið sem hópurinn sér um að skipuleggja. „Við lofum frábærri skemmtun og dúndrandi stuði eins og alltaf og gerum ráð fyrir að hús- ið verði troðfullt líkt og síðustu sex ár,“ segir Hörður Svavarsson, talsmaður Club 71, í samtali við Skessuhorn. Hljómsveitin Bland sér um tón- listina, bæði á þorrablótinu sjálfu og ballinu síðar um kvöldið. Meist- arakokkarnir á Galito sjá um mat- inn líkt og síðustu ár, veislustjórn verður í höndum Sólmundar Hólm og fiðlusveitin Slitnir strengir verður með atriði. Þá munu stór- söngvararnir Stefán Hilmarsson og Sigga Beinteins skemmta á ball- inu. „Skemmtiatriðin verða í hæsta gæðaflokki og annállinn verður auðvitað á sínum stað og er hann að þessu sinni í höndum ´77 ár- gangsins,“ segir Hörður en vill ekki ljóstra upp meiru varðandi skemmtiatriðin. „Það er alltaf smá leynd yfir þeim, en ég get þó lofað rífandi stemningu sem enginn má missa af.“ Þeir sem vilja tryggja sér miða á blótið verða að hafa hraðar hendur því undanfarin ár hafa færri komist að en vildu. Miðasala verður í Ís- landsbanka við Dalbraut fimmtu- daginn 11. janúar og hefst hún á slaginu klukkan 9. „Ég mæli með að fólk mæti strax til að tryggja sér miða. Á síðasta ári seldist upp á einni og hálfri klukkustund,“ seg- ir Hörður. „Í fyrra komum við 670 manns í sæti en við vonum að með smá tilfæringum verði hægt að bæta við fleiri sætum í ár,“ bætir hann við. Líkt og á síðustu árum mun allur ágóði af blótinu renna til íþróttafé- laga og Björgunarfélags Akraness. Félagsmenn taka að sér vinnu á blótinu og hjálpa til við undirbún- ing og fá fyrir styrk í hlutfalli við unnar vinnustundir. „Þetta er okkar leið til að láta gott af okkur leiða og stefnum við alltaf á að byggja blótið upp með þeim hætti að geta gefið sem mest til þessara félaga,“ segir Hörður. „Ég vil líka þakka öllum Skagamönnum sérstaklega vel fyrir að sjá til þess að þessi kvöld verða alltaf ógleymanleg.“ arg Þorrablót Skagamanna á næsta leiti Þorrablót Skagamanna verður laugardaginn 20. janúar. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ Kristinn Pétursson. Matvælastofnun hefur borist til- kynning um veirusmit á tveimur búum í agúrkurækt á Suðurlandi. Óljóst er hve útbreidd veiran er eða hve mikið tjón getur hlotist af sýk- ingu á þessum tímapunkti. Mat- vælastofnun skipuleggur nú sýna- tökur til að kanna frekari útbreiðslu og beinir þeim tilmælum til rækt- enda að gæta ítrustu smitvarna. Veiran sem um ræðir nefn- ist cucumber green mottle mosa- ic virus (CGMMV) og er af ætt- kvísl Tobamoveira. Veiran hefur greinst víða í Evrópu. Hún smit- ar ekki menn og stafar almenningi ekki hætta af neyslu agúrka. Veir- an getur smitast milli plantna með snertingu (hendur, föt og áhöld) og getur einnig dreifst með fræi. Aðr- ar smitleiðir eru sýktar ungplöntur, afskornir plöntuhlutar, pökkunar- efni og ávextir. Veiran getur lifað á fatnaði í allt að mánuð. Ekki er ástæða til að ætla að veiran breiðist út fyrir gróðurhúsarækt. Einkenni sýkingar eru breyti- leg milli árstíða en meðal einkenna eru gulleit laufblöð, gult og grænt mósaík munstur á laufblöðum, mis- vöxtur ávaxta og dauði plantna. „Mikilvægt er að takmarka út- breiðslu veirunnar eins og mögulegt er og vill Matvælastofnun beina því til ræktenda, sem og annarra sem við á, að gæta fyllsta hreinlætis þeg- ar komið og farið er frá ræktunar- stöðum. Forðast skal allan samgang milli ræktunarstaða. Matvælastofn- un birti nýlega leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun garðyrkjuaf- urða og hvetur stofnunin alla rækt- endur til að kynna sér sóttvarnir og innleiða þær eftir fremsta megni,“ segir í tilkynningu. mm Veira greinist í agúrku- rækt á Suðurlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.