Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 25
Akranes -
miðvikudagur 10. janúar
Slökun í bæ á nýju ári kl. 16:15.
Við fögnum nýju ári í Matarbúri
Kaju og ætlum að bjóða upp á
samverustund á miðvikudögum
þar sem við sitjum saman í 20
mínútur (á gólfi eða á stól) og
tökum öndunaræfingar, slökun
og höfum það kósí. Í upphafi
verður boðið upp á Cacoa skot
stútfullt af magnesíum meðal
annars. Helga Guðný mun leiða
samverustundina.
Akranes -
miðvikudagur 10. janúar
Kaffifundur um ferðamál. Létt
kaffispjall um ferðaþjónustu
á Akranesi og í Hvalfirði. Þeir
sem eru að gera góða hluti í
ferðaþjónustu hittast og ráða
ráðum um hvernig má vinna
saman að því að gera svæðið
áhugaverðara fyrir ferðamenn og
hvernig sameiginlega má standa
að því. Fundurinn hefst kl. 20:00 í
Dularfullu búðinni.
Dalabyggð -
fimmtudagur 11. janúar
Bingó eldri borgara á
Dvalarheimilinu Silfurtúni í
Búðardal kl. 13:30 til 16:00.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 11. janúar
Félagsvist í Þinghamri kl. 20:00.
Annað af þremur spilakvöldum
í félagsvist í Þinghamri á vegum
Kvenfélags Stafholtstungna.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 11. janúar
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Borgarfjarðarsýslu verður haldinn
fimmtudagskvöldið 11. janúar kl.
20:30 í Skemmunni á Hvanneyri.
Venjuleg aðalfundarstörf og
ávörp gesta sem eru: Haraldur
Benediktsson alþingismaður og
Óli Björn Kárason alþingismaður.
Nýir félagar velkomnir.
Borgarbyggð -
föstudagur 12. janúar
Föstudagurinn Dimmi verður
haldinn í annað sinn en þá eru
íbúar Borgarbyggðar hvattir
til að vera, eftir bestu getu, án
raftækja í einn sólarhring. Þetta er
áskorun um að hvíla síma, netið
og kaffivélar eftir bestu getu og
finna skemmtilegar lausnir og
hafa gaman saman. Hvað gerist
á dimmum föstudegi? Viðburðir
í tilefni dagsins. Sjá nánar í frétt í
blaðinu.
Borgarbyggð -
föstudagur 12. janúar
Félagsvist kl. 20:00. Fyrsta kvöldið
í fjögurra kvölda keppni, sem
dreifist á sex kvöld. Góð kvöld- og
lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir
velkomnir.
Borgarbyggð -
laugardagur 13. janúar
Hin árlega sviða- og
hrossakjötsveisla Karlakórsins
Söngbræðra verður haldin í
Þinghamri kl. 20:00. Upplýsingar
og miðapananir í síma 894-9535
og 892-8882.
Stykkishólmur -
mánudagur 15. janúar
Vesturlandsslagur í 1. deildinni!
Snæfell og Skallagrímur mætast
í 1. deild karla í körfuknattleik.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í
íþróttahúsinu í Stykkishólmi.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 18. janúar
Fyrirlestur í Safnahúsi kl. 20:00.
Guðrún Bjarnadóttir flytur
erindi um jurtalitun í Safnahúsi
Borgarfjarðar.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 17. janúar
Vesturlandsslagur í körfunni!
Skallagrímur tekur á móti
Snæfelli í Domino‘s deild kvenna
í körfuknattleik. Leikið verður í
íþróttahúsinu í Borgarnesi og
hefst leikurinn kl. 19:15.
Blaðburður Borgarnesi
Skessuhorni vantar að bæta við
blaðburðarbarni í Borgarnesi. Bor-
ið er út á miðvikudögum. Starfið
gæti einnig hentað eldri einstak-
lingi sem vill taka vikulegan hress-
andi göngutúr. Nánari upplýsingar
í síma 861-3385.
Lítið snoturt hús vantar þrif
Tækifæri fyrir duglegan einstak-
ling sem vill bæta við sig auka-
vinnu. Sirka 2 tímar í þrif á litlu
húsi miðsvæðis í Stykkishólmi. Um
framtíðarvinnu er að ræða. Áhuga-
samir sendið nafn og símanúmer á
sunnan7@simnet.is.
Borgarnesdagatalið
Borgarnesdagatalið 2018 er vegg-
dagatal með 13 myndum úr Borg-
arnesi. Skoða má myndirnar og
fá nánari upplýsingar á slóðinni
www.hvitatravel.is/dagatal.
Grand Vitara
Suzuki Grand Vitara árgerð 2005.
Ekinn 198 þús., beinskiptur með
dráttarkrók. Ágætis eintak. Til-
boðsverð: 490 þúsund. Ekkert
prútt, 100% lán. Til sýnis á Bílási,
Akranesi. Upplýsingar: magnus@
bilas.is.
Markaðstorg VesturlandsNýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
6. janúar. Drengur. Þyngd:
3.810 gr. Lengd: 51 cm.
Foreldrar: Snædís Anna
Þórhallsdóttir og Helgi Elí
Hálfdánarson, Borgarfirði.
Ljósmóðir: Málfríður
Þórðardóttir.
ATVINNA
TIL SÖLU
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMá-
auglýSinguna Frítt á
www.SkeSSuhorn.iS
Fyrir klukkan 12.00
á þriðjudöguM
4. janúar. Stúlka. Þyngd:
3.414 gr. Lengd: 51 cm.
Foreldrar: Sigrún Ásta
Brynjarsdóttir og Magnús
Óskar Þórðarson, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Ásthildur
Gestsdóttir. Stúlkan hefur
fengið nafnið Alma Margrét.
Frestur til að
sækja um
Eyrarrósina
LANDIÐ: Eyrarrósin er við-
urkenning fyrir framúrskarandi
menningarverkefni á starfs-
svæði Byggðastofnunar. Minnt
er á að umsóknarfrestur renn-
ur út 15. janúar nk. „Markmið
Eyrarrósarinnar er að beina
sjónum að og hvetja til menn-
ingarlegrar fjölbreytni, nýsköp-
unar og uppbyggingar á sviði
menningar og lista. Byggða-
stofnun, Air Iceland Connect
og Listahátíð í Reykjavík hafa
staðið saman að verðlaununum
frá upphafi, eða frá árinu 2005.
Umsækjendur um Eyrarrósina
geta meðal annars verið stofn-
un, tímabundið verkefni, safn
eða menningarhátíð. Valnefnd,
skipuð fulltrúum Byggðastofn-
unar, Listahátíðar í Reykjavík
og Air Iceland Connect ásamt
einum menningarfulltrúa á
starfssvæði Byggðastofnunar
tilnefnir þrjú verkefni og hlýt-
ur eitt þeirra Eyrarrósina ásamt
veglegum peningaverðlaunum.
Hin tvö tilnefndu verkin hljóta
einnig peningaverðlaun,“ segir í
tilkynningu. -mm
Jón Þór fer
að þjálfa hjá
Stjörnunni
Frá því er greint á Twitter-síðu
Knattspyrnufélagsins Stjörn-
unnar í Garðabæ að félagið hafi
ráðið til sín tvo aðstoðarþjálfara
hjá meistaraflokki karla. Þetta
eru þeir Veigar Páll Gunnars-
son og Jón Þór Hauksson og
verða þeir til fulltingis Rúnari
Páli Sigmundssyni þjálfara. Jón
Þór Hauksson er Skagamaður
í húð og hár og hefur einkum
sinnt starfi þjálfara yngri flokka
og verið yfir afreksstarfi félags-
ins. Jón Þór stýrði ÍA liðinu í
fimm síðustu umferðum Pepsi-
deildarinnar á liðnu sumri og
fór vel út úr þeim viðureignum,
taplaus með fjögur jafntefli og
einn sigur. Krafta Jóns Þórs var
hins vegar ekki óskað áfram hjá
Skagamönnum og var Jóhannes
Karl Guðjónsson eins og kunn-
ugt er ráðinn þjálfari karlaliðs
ÍA. Veigar Páll er hins vegar að
koma á heimaslóðir að nýju í
Garðabæ en var síðast með Vík-
ingi. Nú leggur hann skóna á
hilluna og hefur þjálfun.
mmSkagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110
www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is
Vandaðar svuntur
í mörgum litum
Fáið verðtilboð í vinnufatnað og merkingar.
Smáprent