Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Side 27

Skessuhorn - 10.01.2018, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. ÍA tók á móti Snæfelli í Vestur- landsslag 1. deildar karla í körfu- knattleik á sunnudaginn. Leikur- inn var kaflaskiptur mjög, Skaga- menn heilt yfir sterkari í fyrri hálf- leik og leiddu í hléinu. Snæfell var hins vegar sterkara í síðari hálfleik og vann að lokum með 103 stigum gegn 85. Snæfell hafði heldur yfirhönd- ina á upphafsmínútum leiksins og var fjórum stigum yfir um miðj- an fyrsta leikhluta, 10-14. Þá tóku Skagamenn stjórn leiksins í sínar hendur og komust átta stigum yfir áður en upphafsfjórðungurinn var úti, 27-19. Snæfell minnkaði mun- inn í þrjú stig snemma í öðrum leikhluta áður en Skagamenn tóku við sér að nýju. Þeir áttu einn af sínum betri leikköflum í allan vet- ur í fyrri hálfleik, léku af yfirvegun og skynsemi og stóðu sína plikt í vörninni. Þeir náðu þægilegri for- ystu á nýjan leik og héldu Snæfelli í hæfilegri fjarlægð út fyrri hálfleik. Skagamenn leiddu með tíu stigum í hléinu, 45-35. En það voru Snæfellingar sem áttu þriðja leikhlutann með húð og hári. Þeir jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik og eftir það fylgdust liðin að. Með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta náðu Hólmarar ellefu stiga forystu fyrir lokafjórð- unginn, 61-72. Snæfell hafði þegar þarna var komið við sögu ágætis tök á leiknum og lét forystuna aldrei af hendi. Snæfellingar juku forskotið hægt og bítandi síðustu mínútur leiksins og höfðu að lokum 18 stiga sigur, 85-103. Þeir Jón Frímannsson og Marcus Dewberry voru stigahæstir í liði Skagamanna með 19 stig hvor. Jón tók sjö fráköst að auki og Marcus gaf fimm stoðsendingar. Sigurður Rúnar Sigurðsson skoraði 15 stig og tók sjö fráköst og Björn Stein- ar Brynjólfsson var með 13 stig og fimm fráköst. Í liði Snæfells var Christian Co- vile atkvæðamestur með 30 stig og tíu fráköst. Viktor Marinó Alex- andersson var með 18 stig, Jón Páll Gunnarsson 14 stig og sjö fráköst og Geir Elías úlfur Helgason skor- aði tólf stig. Staða liðanna í deildinni er þann- ig að Skagamenn sitja á botninum án stiga, tveimur stigum á eftir FSu í sætinu fyrir ofan en eiga tvo leiki til góða á sunnanmenn. Snæfell er aftur á móti í þriðja sæti með 18 stig, tveimur stigum á eftir Breiða- bliki í sætinu fyrir ofan en með jafn mörg stig og næstu tvö lið fyrir neðan. Bæði lið leika næst mánudag- inn 15. janúar. Skagamenn mæta Breiðabliki á útivelli en Snæfell mætir Skallagrími í öðrum Vestur- landsslag í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. jho. Snæfell sigraði í kaflaskiptum Vesturlandsslag Marcus Dewberry reynir hér að komast framhjá Geir Elías Úlfi Helgasyni, leik- manni Snæfells. Loftfimleikar. Viktor Marinó Alexandersson fer hér fimlega Sindra Leví Ingasyni, leikmanni ÍA. Á morgun, fimmtudaginn 11. janú- ar, verður leikið í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfuknatt- leik. Leikið verður í Laugardals- höll í Reykjavík og sá háttur hafð- ur á að báðir leikirnir fara fram sama daginn. Vesturlandsliðin Skalla- grímur og Snæfell verða í eldlín- unni á morgun, en þau mættust ein- mitt í undanúrslitum á síðasta ári. Í fyrri undanúrslitaleiknum á morg- un mætast Skallagrímur og Njarð- vík en í þeim síðari eigast við Snæ- fell og Keflavík. Því gæti farið svo, ef allt gengur að óskum, að vestlensk- ir körfuknattleiksunnendur fái ná- grannaslag Snæfells og Skallagríms í bikarúrslitum. Það kemur í ljós ann- að kvöld. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Vesturlandsliðin leika í bikarnum Þrír ungir leikmenn, þeir Alexander Már Þorláksson, Birgir Steinn Ell- ingsen og Marinó Hilmar Ásgeirs- son, hafa skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA og munu leika með liðinu út sum- arið 2019. Allir eru þeir uppaldir hjá félaginu. Alexander Már er fæddur árið 1995 og hefur undanfarin ár leikið með Fram, KF og Hetti en lék síð- asta sumar með Kára í 3. deildinni. Þar skoraði hann 17 mörk í 18 leikj- um og varð markakóngur deildar- innar. Marinó Hilmar er fæddur árið 1995 einnig og hefur undanfarin ár leikið með Kára við góðan orðstír. Birgir Steinn er yngstur þremenn- inganna, fæddur árið 1998. Hann hefur undanfarin ár leikið með yngri flokkum ÍA auk þess að eiga að baki leiki með Kára. „Það er jákvætt að Alexander Már, Birgir Steinn og Marinó Hilm- ar skuli hafa skrifað undir samning við ÍA til næstu tveggja ára. Þetta eru allt efnilegir og duglegir leik- menn sem hafa mikinn metnað. Þeir munu án vafa styrkja leikmannahóp okkar fyrir komandi tímabil,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. kgk/ Ljósm. KFÍA. Þrír ungir leikmenn semja við ÍA Skallagrímur vann góðan útisigur á Njarðvík í fyrsta leik liðsins eftir jólafrí síðastliðinn laugardag. Eftir jafnan leik framan af kláraði Skalla- grímur leikinn í fjórða leikhluta og sigraði, 61-76. Jafnræði var með liðunum í upp- hafsfjórðungnum. Gestirnir skoruðu fyrstu stigin en Skallagrímur jafn- aði í 6-6 og eftir það fylgdust lið- in að. Undir lok leikhlutans náðu Skallagrímskonur síðan smá rispu og leiddu með fjórum stigum að fyrsta fjórðungi loknum, 11-15. Njarðvík- urliðið var heldur ákveðnara í upp- hafi annars leikhluta og náði foryst- unni um hann miðjan, 20-19. En heimakonur leiddu aðeins örstutta stund, því Skallagrímur lauk fyrri hálfleik af krafti og hafði sjö stiga forskot í hléinu, 29-36. Njarðvíkurliðið kom held- ur ákveðnara til síðari hálfleiks og minnkaði muninn snarlega í tvö stig og fylgdi Skallagrími eins og skugg- inn næstu mínúturnar þar á eftir. En enn luku Skallagrímskonur leik- hluta af krafti og með því tryggðu þær sér sex stiga forskot fyrir loka- fjórðunginn,46-52. Það var þá sem Skallagrímur tók öll völd á vellinum og náði að slíta sig frá heimaliðinu, sem átti mjög erfitt uppdráttar síð- ustu mínúturnar. Fór svo að lokum að Skallagrímur sigraði með 15 stig- um, 61-76. Carmen Tyson-Thomas var at- kvæðamest í liði Skallagríms með 25 stig, tólf fráköst og fimm stoðsend- ingar. Ziomora Esket Morrison kom henni næst 18 stig og ellefu fráköst. Í liði Njarðvíkur var Shalonda Winton algerlega sér á parti með 34 stig og 15 fráköst en aðrar höfðu minna. Skallagrímur situr í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum á eftir Breiðabliki í sætinu fyrir ofan og jafn mörgum stigum á undan Snæfelli í sætinu fyr- ir neðan. Vesturlandsliðin tvö mætast einmitt í Borgarnesi í næstu umferð. Sá leikur fer fram miðvikudaginn 17. janúar. Fyrst leikur Skallagrímur hins vegar aftur gegn Njarðvík, en í und- anúrslitum bikarsins. Bikarleikurinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 11. janúar, í Laugardalshöll. kgk Kláruðu leikinn í lokafjórðungnum Carmen Tyson-Thomas og liðsfélagar hennar í Snæfelli gerðu góða ferð til Njarðvíkur. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið seld- ur frá Molde í Noregi til rúss- neska úrvalsdeildarliðsins FC Ro- stov. Greint var frá félagaskipt- unum á heimasíðu Molde á föstu- dag. Björn er 26 ára gamall og hef- ur leikið með Molde frá því sum- arið 2016 og var markahæsti leik- maður liðsins á liðnu keppnistíma- bili með 16 mörk. Þá var hann enn fremur valinn í lið ársins í Noregi og tilnefndur sem leikmaður árs- ins. Á heimasíðu Molde er haft eft- ir Birni að honum hafi líkað vel að spila með Molde og að hann hafi lært margt af Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins. „En þetta er tæki- færi til að spila á hærra plani og ég varð að grípa það,“ segir hann. Björn á að baki níu landsleiki fyr- ir A landslið Íslans og hefur hann skorað í þeim eitt mark. Var hann fastamaður í íslenska hópnum sem hefur tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. Vel að merkja þá er liðið FC Rostov í borginni Rostov, þar sem Ísland mun leika gegn Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar á heimsmeistara- mótinu 26. júní næstkomandi. kgk Björn Bergmann til FC Rostov

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.