Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Page 26

Skessuhorn - 24.01.2018, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er uppáhalds þorramaturinn þinn? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Agnes Ásgeirsdóttir Harðfiskur og hangikjöt. Hörður Ingi Stefánsson Hangikjöt og flatbrauð. Steingrímur Bragason Svið. Helgi Björn Hjaltested Flatbrauð með hangikjöti. Stefán Magnússon Hangikjöt. Brim hf. mun byggja upp eigið vörumerki undir nafninu „Say Ice- land“ og selja fullunninn ufsa á nýja markaði á austurströnd Bandaríkj- anna, nái tillögur sigurliðs Hnakka- þons HR og SFS, útflutningskeppni sjávarútvegsins 2018 fram að ganga. úrslit keppninnar voru kynnt í HR í liðinni viku. Í vinningstillögunni er lagt til að lögð verði aukin áherslu á íslensk gæði, sjálfbærni og jafnt framboð allt árið um kring í mark- aðssetningu á ufsa á Bandaríkja- markaði. Þróað verði nýtt vöru- merki „Say Iceland“, og byggð upp aðstaða til fullvinnslu í Portland í Maine í Bandaríkjunum, þar sem ufsinn verði marineraður, reykt- ur eða hjúpaður brauðraspi. Sér- stök áhersla verði lögð á markaðs- setningu á minni einingum fyrir kantínur háskóla, hjúkrunarheim- ila og vinnustaða. Sem dæmi um stærð þess markaðar benda nem- endurnir á að yfir ein milljón nem- enda sækir háskóla í New York borg einni. Í framtíðinni er lagt til að auk- in áhersla verði lögð á markaðssetn- ingu beint til neytenda. Í Hnakkaþoninu reyna nemend- ur HR með sér í lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Í áskorun Hnakkaþonsins að þessu sinni þurftu nemendur að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Verkefnið var þró- að með Brimi hf, Icelandic, Eimskip og Samhentum. „Íslenskur sjávarútvegur er marg- þætt atvinnugrein sem kallar á mikla þekkingu og sérhæft starfsfólk. Meðal viðfangsefna hans eru fisk- veiðar, matvælavinnsla, markaðs- setning, nýsköpun og tækniþróun, flutningar, rannsóknir, umhverfis- mál og margt fleira. Markmið með Hnakkaþoninu er að kynna þau ótalmörgu tækifæri til nýsköpunar og fjölbreyttu störf sem íslenskur sjávarútvegur býður upp á og kalla fram nýjar og frískar hugmyndir frá nemendum HR. Þá er eitt af meg- inmarkmiðum Hnakkaþonsins að minna nemendur á að arðbærni og góð umgengni um náttúruna verða að fara saman ef atvinnustarfsemi á að vera sjálfbær. Hnakkaþonið er einnig liður í áherslu Háskólans í Reykjavík á raunhæf verkefni í námi, í samvinnu við íslenskt atvinnulíf,“ segir í tilkynningu. Sigurliðið að þessu sinni skipa: Tinna Brá Sigurðardóttir meistara- nemi í mannauðsstjórnun og vinnu- sálfræði, Sóley Sævarsdóttir Meyer laganemi, Serge Nengali Kuma- kamba og Yvonne Homoncik skipti- nemar í lagadeild og Julia Robin de Niet skiptinemi í tækni- og verk- fræðideild. Hópurinn mun heim- sækja Seafood Expo North Amer- ica, stærstu sjávarútvegssýningu N- Ameríku í Boston í mars, í boði Ice- landair Group og sendiráðs Banda- ríkjanna á Íslandi. mm Say Iceland vinnur Hnakkaþonið 2017 Snæfellingar máttu játa sig sigr- aða gegn baráttuglöðum Gnúpverj- um, 79-83, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnu- dag. Liðin fylgdust að fyrstu mínút- urnar áður en gestirnir náðu fjög- urra stiga forskoti. Snæfell jafnaði seint í leikhlutanum en Gnúpverjar skoruðu síðustu körfuna í fyrsta og leiddu með tveimur stigum að upp- hafsfjórðungnum loknum, 21-23. Snæfell komst yfir snemma í öðrum leikhluta og hafði fimm stiga for- skot, 33-28, þegar hann var hálfnað- ur. Gnúpverjar náðu þá góðri rispu og komust yfir. Snæfellingar kom- ust hins vegar yfir að nýju og leiddu í hléinu, 41-40. Svipað var uppi á teningnum í byrjun síðari hálfleiks. Gestirnir náðu forystunni fljótlega eftir hléið en Snæfell jafnaði í 53-53 um miðjan þriðja leikhluta. Gnúpverjar komust yfir að nýju og héldu forystunni út leikhlutann, 57-62. Lokafjórðung- urinn var hálfnaður þegar Snæfell komst tveimur stigum yfir, 71-69 og héldu þeir tveggja stiga forskoti næstu mínúturnar. Gestirnir börð- ust áfram hvað þeir gátu, pressuðu stíft á heimamenn og það skilaði sér því Snæfellingar misstigu sig á ög- urstundu. Þeir fengu á sig óíþrótta- mannslega villu þegar ellefu sekúnd- ur lifðu leiks. Gnúpverjar fengu því vítaskot og boltann og náðu að stela sigrinum, 79-83. Christian Covile var stigahæstur í liði Snæfells með 24 stig og tók hann tíu fráköst að auki. Nökkvi Már Nökkvason var með 16 stig og sex stoðsendingar og Viktor Mar- inó Alexandersson skoraði 16 stig einnig. Þorbergur Helgi Sævarsson skoraði 14 stig og tók ellefu fráköst en aðrir höfðu minna. Everage Lee Richardson var í sér- flokki í liði gestanna. Hann skoraði 38 stig og tók ellefu fráköst. Gabríel Sindri Möller skoraði 23 stig og tók níu fráköst og Atli Rúnar Gunnars- son var með 16 stig og sex fráköst. Snæfell situr í fimmta sæti deild- arinnar með 18 stig, fjórum stigum á eftir næstu liðum fyrir ofan og fjórum stigum á undan Fjölni í sæt- inu fyrir neðan. Næst leikur Snæfell föstudaginn 26. janúar næstkomandi þegar liðið heimsækir Breiðablik. kgk Snæfellingar misstigu sig á ögurstundu Nökkvi Már Nökkvason í baráttu við varnarmann Gnúpverja. Ljósm. sá. Skallagrímur vann góðan sigur á Breiðabliki í toppslag 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið var í Borgarnesi á fimmtudagskvöld. Eftir góða byrjun gestanna tóku Skallagrímsmenn öll völd á vell- inum og sigruðu með 99 stigum gegn 84. Blikar voru öflugir í upphafi og leiddu 10-16 þegar fyrsti leik- hluti var hálfnaður. Skallagríms- menn komu sér upp að hlið þeirra en gestirnir luku upphafsfjórð- ungnum af krafti og náðu tíu stiga forskoti, 21-31. Eftir það snerist taflið við. Snemma í öðrum leik- hluta komst Skallagrímur yfir og þeir héldu nokkurra stiga forskoti allt til loka fyrri hálfleiks. Heima- menn voru sex stigum yfir í hléinu, 52-46. Skallagrímsliðið mætti ákveð- ið til síðari hálfleiks, keyrðu upp hraðann og gerðu sig líklega til að stinga af. Blikar héldu í við þá fyrst um sinn en á seinni hluta þriðja leikhluta náði Skallagrímur mjög góðum leikkafla og 19 stiga for- ystu fyrir lokafjórðunginn, 77-58. Breiðablik náði að minnka muninn niður í tíu stig áður en fjórði leik- hluti var hálfnaður en nær komust þeir ekki. Skallagrímsmenn léku af yfirvegun það sem eftir lifði leiks og hleyptu gestunum ekki inn í leikinn aftur. Lokatölur urðu 99-84, Skallagrími í vil. Eyjólfur Ásberg Halldórsson setti upp enn eina þrennuna í leiknum á fimmtudag. Hann skor- aði tólf stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Aaron Parks var hins vegar stigahæstur í liði Skallagríms með 26 stig. Bjarni Guðmann Jónsson og Kristófer Gíslason voru með 17 stig hvor og Darrell Flake var með tíu stig og níu fráköst. Herbert Jeremy Smith var at- kvæðamestur í liði Breiðabliks með 30 stig og níu fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson skoraði 14 stig og þeir Halldór Halldórsson, Árni Elmar Hrafnsson og Snorri Vign- isson tíu stig hver. Með sigrinum styrkti Skalla- grímur stöðu sína á toppi deild- arinnar. Hafa Borgnesingar nú 26 stig í fyrsta sæti og fjögurra stiga forskot á Breiðablik. Næst leik- ur Skallagrímur föstudaginn 26. janúar þegar liðið mætir Vestra á útivelli. kgk Skallagrímur styrkti stöðu sína á toppnum Eyjólfur Ásberg Halldórsson setti upp enn eina þrennuna í toppslagnum gegn Breiðabliki. Ljósm. úr safni/ kgk.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.