Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 7 Farsæl efri ár í Borgarbyggð Samráðsfundir um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í málefnum aldraðra Opnir samráðsfundir verða haldnir um farsæl efri ár íbúa Borgarbyggðar sem hér segir: Félagsstarf aldraðra, Borgarbraut 65a – Þriðjudaginn 6. febrúar kl. • 14:00 – 16:00 Félagsheimilið Brún – Miðvikudaginn 7. febrúar kl. 14:00 – 16:00• Boðið verður upp á veitingar Markmið samráðsfundanna er að leita svara við því hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa Borgarbyggðar. Eldriborgararáð Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni Velferðarnefnd Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 8 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2018 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 8. febrúar Föstudagur 9. febrúar Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 8 SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýsing skipulag - Akraneskaupstaður -Flóahverfi- Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða annars vegar breytingu sem felst m.a. í því að bæta við 50 m langri götu að lóðum við Lækjar- flóa 6, 8, 10 og 12 og hins vegar að veita tímabundna heimild til að reisa starfsmannabúðir á fimm lóðum. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðar- ins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akranes- kaupstaðar, www.akranes.is frá 1. febrúar til og með 16. mars 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 16. mars 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is. Svala Ýr Smáradóttir tók við starfi réttindagæslumanns fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum við upphaf árs. Svala er gift þriggja barna móðir sem hefur alla tíð búið á Akranesi. „Þessi málefni hafa alltaf staðið mér nærri, inn- an stórfjölskyldunnar eru fatlaðir einstaklingar,“ segir Svala. „Mér hefur einnig alltaf þótt gaman að vinna með fólki. Ég útskrifað- ist sem sjúkraliði frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands og vann í kjöl- farið á Dvalarheimilinu Höfða, bæði sem almennur starfsmað- ur og sjúkraliði. Ég fór í Há- skóla Íslands í þroskaþjálfafræði og á meðan námi stóð fór ég að vinna í málefnum fatlaðra á veg- um Akraneskaupstaðar. Ég var yf- irþroskaþjálfi hjá búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar frá árinu 2014 og svo bauðst þetta starf og ég sló til, enda starf sem færir mann nær fólki og gefur manni tækifæri að aðstoða það á nýjan hátt eða í formi réttindagæslu“ segir Svala sem er í ársleyfi frá Akraneskaup- stað. Hvetur fólk til að leita til sín Hlutverk réttindagæslumanns fatl- aðs fólks er að aðstoða fatlaða ein- staklinga við hverskyns réttindamál- efni sem þeir óska eftir að réttinda- gæslumaður komi að fyrir sig. jafn- framt er það hlutverk réttindagæslu- manna að leiðbeina aðstandend- um og öðrum sem tengjast fötluðu fólki og veita stuðning eftir því sem við á og tengist réttindamálum fatl- aðs fólks. „Réttindagæslumenn hafa það hlutverk að gæta þess að lögum varð- andi réttindi fatlaðra og nú nýjum samningi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna sé alltaf framfylgt. Því mið- ur kemur það fyrir að réttindi fatlaðs fólks eru ekki virt og þá er alltaf hægt að leita til mín eftir aðstoð,“ segir Svala. „Mitt hlutverk er að veita fötl- uðu einstaklingum stuðning, aðstoða í samskiptum við opinberar stofnan- ir, gæta að hagsmunum fatlaðra og að skipa talsmann fyrir fatlaða einstak- linga sem einhverra hluta vegna geta ekki hugað sjálfir að sínum málum. Talsmenn geta verið alveg ótengdir einstaklingnum en einnig geta það verið fjölskyldumeðlimir eða aðr- ir sem einstaklingurinn sjálfur óskar eftir. Fyrst og fremst þarf að virða óskir einstaklingsins sjálfs þegar kemur að skipun talsmanns og tals- maðurinn verður alltaf að fara eft- ir óskum þess sem hann talar fyrir,“ bætir hún við. „Ég hvet alla á Vesturlandi og Vestfjörðum til að leita alltaf til mín eftir aðstoð þegar verið er að sækja réttindi einhvers sem er fatlaður. Ég get bæði leiðbeint og veitt stuðn- ing. Ég er með skrifstofu hjá Sýslu- mannsembættinu á Akranesi þar sem ég er alla virka daga frá klukkan 8 til 14 auk þess sem ég fer alltaf reglu- lega á Vestfirði og um Vesturland að hitta fólk. Þá er alltaf hægt að hringja í mig og við getum sett niður viðtals- tíma,“ segir Svala og bætir því við að hún leggi mikið upp úr því að vera sýnileg og til staðar fyrir alla þá sem gætu þurft á hennar aðstoð að halda. „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég er hérna fyrir alla íbúa á Vestur- landi og Vestfjörðum. Þó að starfs- stöð mín sé á Akranesi er alltaf hægt að hringja í mig,“ segir Svala að lokum. arg Nýr réttindagæslumaður fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum Svala Ýr Smáradóttir er nýr réttindagæslumaður fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.