Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201810
Síðastliðinn miðvikudag var boð-
að til fundar um samgöngumál á
Vesturlandi. Fundurinn fór fram í
sal Tónlistarskóla Akraness og var
húsfyllir enda ljóst að bágt ástand
þjóðvega landsins snertir við mörg-
um. Framsögu á fundum hafði
sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi,
formaður starfshóps um fram-
kvæmdir á stofnvegum og Sigurð-
ur Ingi jóhannsson samgönguráð-
herra. Á fundinum afhenti Bjarn-
heiður Hallsdóttir undirskriftalista
með áskorun 5500 íbúa sem hvetja
til tafarlausra vegabóta á Kjalar-
nesi og í framhaldi þess tvöföld-
un Vesturlandsvegar. Í lok fundar
var samþykkt ályktun með kröfu
um tafarlausar framkvæmdir við
Vesturlandsveg. Fundinum stýrði
Páll S Brynjarsson, framkvæmda-
stjóri SSV. Mál manna er að fund-
ur þessi hafi verið sterkur og mál-
efnalegur. Góðar framsögur voru
fluttar en vissulega stakk það fund-
argesti að ekki væri að heyra á sitj-
andi samgönguráðherra að mik-
ið standi til að gera í vegabótum
á Vesturlandsvegi á næstunni. Það
væri forgangsmál ríkisstjórnarinn-
ar að bæta umferðaröryggi um allt
land og það verði best gert með
að draga úr umferðarhraða jafn-
vel þótt það lengi ferðatíma. Lof-
orð um svar við ákalli Vestlend-
inga barst því ekki á fundinum.
Því má við þetta bæta að svo virð-
ist sem fundurinn hafi haft áhrif á
ráðherra. Í fjölmiðlum undanfarna
daga hefur hann nefndileg ljáð
máls á því að skoða þurfi með opn-
um huga mögulega gjaldtöku til að
flýta megi nauðsynlegum vegabót-
um út frá höfuðborgarsvæðinu.
„Viljum tafarlausar
úrbætur“
Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi
á Akranesi og formaður stjórnar
SSV setti fundinn sem haldinn
var að frumkvæði bæjarstjórnar.
Í máli hennar kom fram að mik-
ilvægt væri fyrir Akurnesinga og
Vestlendinga alla að umræðan um
vegabætur á Vesturlandsvegi fengi
aukið vægi. Vesturlandsvegur er
í dag ein af stofnæðum til og frá
höfuðborgarsvæðinu en sá vegur
sem væri í verstu ástandi og óupp-
lýstur. Hann væri því hættulegur
vegna slits en einkum vegna þess
að akstursleiðir eru ekki aðskildar.
Benti hún á að suðurhluti Vestur-
lands væri eitt og sama atvinnu- og
skólasvæði og Reykjavík. Á fundin-
um kom fram að um 12% af íbúum
í Borgarbyggð og sunnan Skarðs-
heiðar sækja daglega vinnu eða
nám á höfuðborgarsvæðinu. Benti
hún á að öll sveitarfélög á Vestur-
landi hefðu samþykkt að setja í for-
gang uppbyggingu Vesturlands-
vegar í þeirri samgönguáætlun
sem samþykkt var í landshlutanum
fyrir tveimur árum. „Það er réttlát
og sanngjörn krafa okkar sem hér
búum að staðið verði við þær sam-
göngubætur sem lofað hefur ver-
ið. Við viljum tafarlausar úrbætur,“
sagði Rakel.
Kostnaður
við slys mestur á
Vesturlandsvegi
Næstur talaði Eyjólfur Árni Rafns-
son sem veitti forstöðu starfshópi
sem jón Gunnarsson fyrrverandi
samgönguráðherra skipaði til að
meta kostnað við uppbyggingu
allra helstu stofnbrauta frá höfuð-
borgarsvæðinu; Vesturlandsveg að
Borgarnesi, Suðurlandsveg austur
fyrir Selfoss og þá kafla sem eftir
á að tvöfalda á Reykjanesbrautinni.
Með honum í hópnum var Gísli
Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa-
hafna og Kristján Möller, fyrrum
ráðherra samgöngumála. Eyjólfur
Árni sagði frá skýrslu þar sem bent
var á kosti þess að hefja uppbygg-
ingu stofnbrauta og ljúka þeim á
átta árum, með lágmarks gjaldtöku
af þeim öllum. Eins og kunnugt er
féll núverandi ríkisstjórn frá þeim
hugmyndum í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar sem Sig-
urður Ingi jóhannson staðfesti í
upphafi ráðherratíðar sinnar. Eyj-
ólfur Árni greindi meðal annars frá
þeim kostnaði sem umferðarslys á
þessum stofnbrautum kosta þjóð-
arbúið, umreiknað í peninga. Ár-
lega er sá kostnaður 800 milljón-
ir króna vegna slysa á Suðurlands-
vegi, 1100 milljónir króna vegna
slysa á Reykjanesbraut og 1200
milljónir króna á Vesturlandsvegi.
Versti hluti
stofnveganna í dag
Eyjólfur Árni sagði að enn ætti
eftir að vinna deiliskipulag vegna
vegarlagningar á Kjalarnesi, en
hægt væri með að flýta þeirri
vinnu að hefja framkvæmdir við
nýjan veg þar árið 2019. Þá þurfi
að sjálfsögðu að koma peningar til
þess af fjárlögum og úr ríkissjóði.
Fjallaði hann auk þess um hug-
myndir starfshópsins um gjald-
tökuleiðir. Skoðaðar hefðu verið
þrjár leiðir. Í fyrsta lagi tímagjald,
í annan stað mæling á vegalengd
og í þriðja lagi gjaldhlið á völd-
um stöðum. Kvaðst hann persónu-
lega vera hlynntur gjaldtöku mið-
að við ekna kílómetra og hver og
einn bíleigandi greiddi þá mánað-
arlega í samræmi við eigin akstur.
Þá var niðurstaða starfshópsins að
best væri að hefja gjaldtöku fram-
kvæmdanna strax og ljúka þeim á
tuttugu árum. Hlutfallslega myndu
mestar tekjur til verkefnisins koma
frá umferð um Reykjanesbraut þar
sem hún er langmest. Eins og fram
hefur komið er núverandi ríkis-
stjórn ósammála jóni Gunnarssyni
fyrrum ráðherra um að hrynda í
framkvæmd tafarlausri uppbygg-
ingu allra stofnbrautanna þriggja
frá höfuðborgarsvæðinu. Eyjólfur
Árni sagði hins vegar í lok erind-
is síns: „Af þessum þremur stofn-
brautum sem við fjölluðum um í
starfshópnum hrópar það á mann
að Vesturlandsvegur er versti hluti
þessara leiða í dag.“
Byggðasjónarmið
og öryggi
Geirlaug jóhannsdóttir, sveitar-
stjórnarfulltrúi í Borgarbyggð,
tók næst til máls. Erindi sitt kall-
aði hún Lífæð Vesturlands og vís-
aði þar til Vesturlandsvegar. Geir-
laug og eiginmaður hennar sækja
vinnu frá Borgarnesi til Reykjavík-
ur flesta daga og gat því leitt rök
að máli sínu með ýmsum hætti út
frá reynslu. „Samgöngumál varða
okkur öll. Við íbúar á Vesturlandi
tókum málin í okkar hendur fyr-
ir tuttugu árum þegar við stóðum
fyrir því að gerð voru Hvalfjarðar-
göng sem við höfum greitt í æ síð-
an. Um leið var ríkið að spara pen-
inga til uppbyggingar samgöngu-
mannvirkja á öðrum svæðum
landsins. Nú er röðin því einfald-
lega komin að okkur, Vesturlands-
vegur er næstur í forgangsröðinni
og við erum að tala um gríðar-
stórt byggðasjónarmið. Forgangs-
röðun ríkisstjórnarinnar ætti að
vera að tvöföldun vegar á Kjalar-
nesi verði lokið árið 2021.“ Geir-
laug fór yfir vindmælingar á stofn-
brautum og gat þess að samtals í
70 klukkustundir á ári sé vind-
ur við Skrauthóla yfir 35 m/sek.
Engar sambærilegar vindhraða-
tölur finnist á öðrum stofnbraut-
um frá höfuðborgarsvæðinu. jafn-
framt lýsti Geirlaug þeirri skoðun
sinni að hún væri hlynnt gjaldtöku
fyrir akstur um vegi ef jafnræð-
is gætti milli þegna landsins hvað
það snertir.
Skref til árangurs
Kristinn jónasson, bæjarstjóri í
Snæfellsbæ, fór í meginatriðum yfir
það sem sveitarfélög á Vesturlandi
hafa samþykkt og kemur fram í
Samgönguáætlun Vesturlands. Þar
er uppbygging vegar um Kjalarnes
sett í forgang jafnvel þótt sá vegur
liggi um annað kjördæmi. Menn
meti hins vegar mikilvægi Vestur-
landsvegar það mikið sem stofnæð
til og frá landshlutanum. Með-
al annarra forgangsverkefna sveit-
arstjórnarmanna var færsla þjóð-
vegar um Borgarnes, Fróðárheiði,
Sundabraut, tvöföldun Hvalfjarð-
arganga, Uxahryggjavegur, Skóg-
arstrandarvegur, gatnamót á ýms-
um tengivegum við stofnbrautir
og þverun Álftafjarðar. Hann sagði
að sveitarstjórnir setji öryggi í for-
gang, lægri ferðatíma og að fram-
kvæmdum ljúki fljótt eftir að þær
eru hafnar. Fór hann yfir sína sýn á
næstu skrefum til árangurs. „Auka
verður fjárveitingar,“ sagði Krist-
inn, „en hugsanlega verður að
leggja á veggjöld eða fara bland-
aða leið veggjalda og framlaga frá
ríkinu. Við Vestlendingar verð-
um hins vegar að blása til sókn-
ar og taka forystu í þessum mál-
um. Það blasir við að hefja verð-
ur framkvæmdir strax.“ Þá varp-
aði Kristinn fram þeiri hugmynd
að koma mætti til móts við þá sem
nota veginn mest til að sækja vinnu
eða skóla með því að setja hámark
á veggjöld, yrði sú leið á annað
borð valin til fjármögnunar verk-
efnisins. Þeir sem flestar ferðir
aki myndu því aldrei borga meira
en tiltekna hámarksupphæð á árs-
grundvelli.
Dregið úr
umferðarhraða
Sigurður Ingi jóhannsson sam-
gönguráðherra var síðastur á mæl-
endaskrá frummælenda. Hann
sagði að samgöngumál væru al-
mennt að fá meira vægi hjá al-
menningi enda hafi lítið verið
framkvæmt í vegagerð frá 2010.
Lagði hann áherslu á að bæta þurfi
vegi víða um land, til að auka ör-
yggi vegfarenda, vegna aukinna
landflutninga og ekki síst vegna
fjölgunar ferðamanna. Sagði ráð-
herra að 20% af umferðinni á þjóð-
vegum væru erlendir ferðamenn.
„Umferð er því af ýmsum ástæð-
um að aukast,“ sagði Sigurður Ingi
og benti á að besta ráðið til að auka
öryggi væri að draga úr umferðar-
hraða. „Forgangsatriði ríkisstjórn-
arinnar, og sem mun koma fram í
samgönguáætlun, er að auka um-
ferðaröryggi jafnvel þótt ferða-
tími lengist við það. Ég hef full-
an skilning á ákalli ykkar vegna
Vesturlandsvegar,“ sagði ráðherra
og hrósaði jafnframt vestlenskum
sveitarstjórnarmönnum fyrir að
standa saman um hver væru for-
gangsmál í vegagerð.
Fjölmennur fundur um samgöngumál á Vesturlandi
Mikill einhugur í Vestlendingum en engin vilyrði
stjórnvalda um að hraða framkvæmdum
Bjarnheiður Hallsdóttir afhendir hér Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra undirskriftir 5.500 manns sem vilja tafarlausar bætur
á Vesturlandsvegi.
Salurinn í Tónbergi var þétt setinn og áætlað að yfir 200 manns hafi mætt á fundinn.