Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201822 Nefnd um rekstrarumhverfi einka- rekinna fjölmiðla hefur eftir mikla töf lokið störfum og afhent skýrslu sína til menntamálaráðherra. Það var að tillögu Illuga Gunnarssonar, fyrrum menntamálaráðherra, sem starfshópur var skipaður til að meta hvernig bregðast megi við viðvar- andi vanda fjölmiðla í einkarekstri. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun um stöðu fjölmiðla bæði hér á landi og erlendis og útskýrt að rekstrarerf- iðleika megi helst rekja til breyttra forsendna til tekjuöflunar. Nefndin gerir tillögur um aðgerðir í sjö lið- um sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsinga- markaði, skattalegu umhverfi, text- un og talsetningu og endurgreiðslu framleiðslukostnaðar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá er einnig ítar- leg samantekt um opinberan stuðn- ing við fjölmiðla í helstu nágranna- ríkjum auk sérálits tveggja nefndar- manna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kveðst fagna tillögum og greinargerð nefnd- arinnar og telur þær mjög gagnleg- ar við frekari undirbúning aðgerða af hálfu stjórnvalda til að styrkja rekstrargrundvöll frjálsra fjölmiðla á Íslandi. Í skýrslunni er dregið skýrt fram að áskoranir í rekstri fjölmiðla eru ekki eingöngu bundnar við Ís- land heldur eru einnig viðfangsefni stjórnvalda í nágrannaríkjum okkar. Nefndin lagði ekki sérstakt mat á hvaða áhrif hver tillaga hefði á rekst- ur ríkissjóðs. „Að mati ráðherra er nauðsynlegt að kostnaðarmat liggi fyrir áður en ákvarðanir verða tekn- ar um til hvaða aðgerða skal grípa og útfærslur á þeim. Ljóst er hins vegar að hægt er að bregðast fljótt við til- lögu um lækkun virðisaukaskatts og mun ráðherra óska eftir því að nú þegar verði athugað hvort hægt sé að samræma álagningu virðisaukaskatts á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilvikum í neðra þrepi,“ segir í tilkynningu frá ráðherra. Nú verður sett af stað frekari stefnumótun innan ráðuneytisins um stöðu fjölmiðlunar hér á landi. Þar verða áhrifin metin af fyrirhug- uðum aðgerðum. Leitað verður eft- ir samvinnu og samstarfi við hags- munaaðila, stjórnmálaflokka og al- menning. „Markmiðið er að ná breiðri sátt um starfsemi fjölmiðla og hugsanlega aðkomu ríkisins að lýðræðis- og menningarhlutverki þeirra,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Hér er yfirlit yfir helstu tillögur sem bárust frá hagsmunaaðilum: Að Ríkisútvarpið fari af auglýs-1. ingamarkaði. (Eða að hluti aug- lýsingatekna RúV renni í sjóð sem yrði úthlutað til einkarek- inna fjölmiðla. Um slíkan sjóð yrði regluverk og skilyrði sett um úthlutun). Að samræma og lækka VSK 2. prósentu á fjölmiðlafyrirtæki. Styrkir vegna póstburðagjalda.3. Styrkir vegna dreifingar á sjón-4. varpsefni. Styrkir vegna framleiðslu á inn-5. lendu sjónvarpsefni. Styrkir til fjölmiðla á lands-6. byggðinni. Horft verði til Nor- egs og landinu skipt í nokkur svæði. Tryggja að eignarhald sé í bæjarfélaginu. Almennir rekstrar- og dreifing-7. arstyrkir til fjölmiðla með svip- uðum hætti og á Norðurlönd- unum. Að fjölmiðar fái niðurfelld 8. opinber gjöld ef þeir uppfylla tiltekin skilyrði. Að fella niður VSK af auglýs-9. ingum. Að kaup á auglýsingum frá er-10. lendum aðilum verði ekki frá- dráttarbær kostnaður í rekstri. Ívilnanir til fyrirtækja sem væru 11. með “grænar dreifileiðir (net- miðla). Styrkir til óháðrar blaða-12. mennsku með Starfslauna- sjóði blaðamanna (gætu sótt um 3,6,9 eða 12 mánaða laun). Einnig sjóður fyrir rannsókna- blaðamennsku. Að teknir verði upp “lýðræðis-13. kaupmiðar” (democratic vouc- hers) sem auðveldi almenningi að gerast áskrifendur að fjöl- miðlum. Netþjónustufyrirtæki yrðu skattlögð til að fjármagna kaupmiðakerfið. Fjölmiðlagjald lagt á í stað út-14. varpsgjalds – val um hvern- ig fjölmiðlagjald væri ráðstaf- að væri alfarið hjá skattgreið- endum (40% gjaldsins færi til RúV og 60% væri valkvætt og rynni til einkarekinna fjöl- miðla að vali skattgreiðanda. Aðrar tillögur: Tryggja að erlendir aðilar 1. greiði skatta og gjöld her á landi. Að tryggja að áskriftir að fjöl-2. miðlum fyrir starfsmenn verði frádráttarbærar hjá fyrirtækj- unum og teljist ekki til skatt- skyldra hlunninda fyrir starfs- menn. Heimila áfengisauglýsing-3. ar, lyfjaauglýsingar og auglýs- ingar frá happdrættis- og veð- málafyrirtækjum. Samræma úthlutuðum rása-4. fjölda PFS til hjóðvarpsstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Að jafna stöðu innlendra aðila 5. á fjarskiptadreifikerfum. Að lækka tryggingagjald á lítil 6. fyrirtæki. Að breyta reglum um gagnsæi 7. eignarhalds. Einkum að hægt verði að fá meiri upplýsingar en um “yfirráð”, sérstaklega lánasamninga og upplýsing- ar um raunverulega eigendur ekki aðeins skráða eigendur. Að Ríkisútvarpinu verði 8. óheimilt að miðla öðru efni á netinu en því sem áður hefur verið miðlað í hljóðvarpi eða sjónvarpi. Að ríkið styðji við málsfars-9. ráðgjöf og prófarkalestur fjöl- miðla. Að ríkið marki sér stefnu um 10. kaup á auglýsingum í fjölmiðl- um. Að gagnsæi sé til staðar í kaupum opinberra aðila á aug- lýsingum. Að hvetja stofnanir til að auglýsa í landsbyggðar- fjölmiðlum. Að jafna stöðu íslenskra fjöl-11. miðla gagnvart erlendum að- ilum varðandi kaup á erlendu efni. Að breyta ákvæðum fjölmiðla-12. laga um textun og talsetningu. Annars vegar eru tillögur um að fella niður skylduna alveg, gera undantekningar á skyldu og að stofna sjóð til að styðja við textun og talsetningu. Að breytingar verði gerðar á 13. skilgreiningum á línulegri og ólínulegri dagskrá og að aðr- ar breytingar á fjölmiðlalögum um flutning myndefnis. Að jafna aðgengi fjölmiðla að 14. fjölmiðlamælingum Gallup. Að leggja niður fjölmiðla-15. nefnd. mm Þú efast kannski stundum um það en þú hefur í alvörunni marga styrkleika. Nánar tiltekið höfum við öll 24 persónustyrkleika eða mannkosti, samkvæmt VIA kenn- ingunni, sem studd er fjölda rann- sókna. Það hvernig þeir raðast og blandast er einstakt fyrir hvert okk- ar og það sem gerir okkur að okk- ur sjálfum. Þessir eiginleikar eru al- þjóðlegir og vel metnir af ólíkum menningum og trúarhópum. Það sem er kallað auðkennis- eða að- alstyrkleiki er oftast sá sem kem- ur hæstur út úr prófi sem hægt er að taka frítt á viacharacter.org. Til eru margar fleiri leiðir til að finna styrkleika þína en prófið er góð byrjun ef þú hefur áhuga. Í ljós hefur komið að við erum langflest blind fyrir okkar eigin að- alstyrkleikum, trúlega af því að fyrir okkur eru þeir svo sjálfsagðir. Hins vegar þegar við uppgötvum þá er það bæði skemmtilegt, svolítið eins og að hitta gamlan vin, og líka eins og púsl falli á sinn stað. Bara það að bera kennsl á sinn eða sína aðal- styrkleika hefur góð áhrif og marg- faldar líkurnar á að við blómstrum í lífinu. Það eru jákvæð tengsl við alla undirþætti blómstrunar, sem sagt fleiri góðar og jákvæðar tilfinning- ar hjá okkur, sjálfsmyndin er heil- brigðari, fólk upplifir frekar að líf- ið hafi tilgang, þrautseiga er meiri, við tökum frekar þátt í samfélaginu, náum frekar árangri og erum bjart- sýnni (Niemiec, 2018). Ef fólk notar aðalstyrkleikann á nýjan hátt daglega, í viku verða áhrifin enn meiri, líkurnar á blómstrun verða 18 sinnum líklegri. Blómstrun má síðan viðhalda alla ævi með ástund- un og áminningu. Fleira gott: Hjónabönd styrkjast ef hjón eru meðvituð um og kunna að meta auðkennisstyrkleika hvors annars. Fólk verður ánægðara á og trúrra sínum vinnustað ef það fær að njóta og nota styrkleikana þar og yfirmenn mættu taka til athug- unar að þegar samskiptin á vinnu- stað eru með áherslu á styrkleika frekar en veikleika nær starfsfólk- ið mikið betri árangri í vinnu og starfsmannavelta minnkar. Þetta má eflaust yfirfæra í þjálfun, skóla og fleiri staði. Heppilegt er að nota styrkleika meðvitað til að hjálpa sér gegn- um erfiðleika. Sá skapandi reynir kannski að finna frumlega lausn á því, t.d. í hugstormun, en það hent- ar skapandi fólki sérlega vel að kasta hugmyndum á milli í hóp. Áhuga- vert er að þegar virkilega reynir á kemur styrkleikinn oftast betur í ljós, t.d. sýnir foreldri sitt rétt andlit frekar þegar barnið er veikt heldur en þegar þau horfa saman á barna- efnið. Frumlega foreldrið gæti þá til dæmis prófað eitthvað nýtt sem bætir líðan þess, meðan foreldri með húmor slær á létta strengi og gerir lífið þannig ögn bærilegra en sú sem er sterkust í námsást leitar allra upplýsinga um veikindin. Að lokum má benda á leið til að finna styrkleikana sína út frá því sem fer í taugarnar á okkur. Ef ein- hver á vinnustaðnum fer í þínar fín- ustu, er margt vitlausara en að gera lista yfir efstu og lægstu styrkleika þeirrar persónu, líkur eru á að sá eða sú hafi þann styrkleika sem þú ert efst/ur í, mjög neðarlega og öf- ugt. Ef þú þolir ekki að hann gerir upp á milli fólks ert þú líklega með sanngirni sem auðkennisstyrkleika, en hann mælist lágur þar. Það er því aldeilis ekki rétt sem stundum er sagt að fólk pirri okkur því að það sé svo líkt okkur. Bara það að átta sig á orsökunum getur dregið verulega úr ergelsinu. Skilningur eykur þolinmæðina. Það að átta sig líka á hvar styrkleikar þessa „pirrandi“ einstaklings liggja, getur síðan ekki annað en bætt samskipti ykk- ar og líðan á vinnustaðnum. Niðurs taðan er að það að tileinka sér styrkleik- análgun gerir fyrst og fremst manni sjálfum gott en er líka framlag til bætts samfélags. Eftirmáli Styrkleikarnir 24 eru: Þakklæti, fyr- irgefning, hógværð, hugrekki, heið- arleiki, þrautseigja, gætni, húm- or, dómgreind, víðsýni, lærdóm- sást, forvitni, liðsheild/liðsmaður, forystuhæfni, sköpunargáfa, stað- festa, dugnaður, lífsorka, ást, góð- mennska, félagsgreind, sanngirni, að kunna að meta fegurð og snilld, von og andlegt viðhorf. Merktu þá sem þér finnst vera þínir aðalstyrk- leikar. Steinunn Eva Þórðardóttir. (Byggt að mestu á Character Strengths Interventions, a field guide for practitioners eftir Ryan M. Nie- miec (2018) og vefsíðunni viacharac- ter.org) Heilsupistill Steinunnar Evu Styrkleikarnir þínir eru 24 Ýmsar aðgerðir lagðar til svo bæta megi rekstur einkarekinna fjölmiðla Nokkrir af þeim einkareknu héraðs- og landshlutamiðlum sem gefnir eru út hérlendis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.