Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 9 FRÆÐSLUFUNDUR Á AKRANESI F I M M T U D A G I N N 8 .  F E B R Ú A R  K L . 1 7 : 0 0 - 1 8 : 3 0   G a r ð a k a f f i Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar: www.alzheimer.is I alzheimer@alzheimer.is  Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi kynnir starfsemi þeirra og nýjustu þekkingu í málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Laufey Jónsdóttir & Heiðrún Janusardóttir, tenglar samtakanna á Akranesi segja frá hlutverki sínu. Heitt á könnunni. SK ES SU H O R N 2 01 8 Lýsing fyrir breytingu á aðal- skipulagi Akraness 2005-2017 -Akraneshöfn- Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar 2018 að auglýsa lýsingu á fyrirhugaðri breytingu aðal- og deiliskipulags Akraneshafnar, skv. 1. mgr. 36 gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í eftirfarandi: Nýjum hafnarbakka Lengingu á brimvarnargarði Öldudeyfingu milli Aðalhafnargarðs og Bátabryggju Lýsingin verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Ábendingum og athugasemdum við lýsinguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 15. febrúar 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is. Vinnueftirlitið eftir óskar að ráða eftirlitsmann til starfa við tækja- og vélaeftirlit á Vesturlandi Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða eftirlitsmann til starfa við véla- og tækjaeftirlit á Vesturlandi með aðsetur á Akranesi. Helstu verkefni og ábyrgð Vinnuvéla- og tækjaeftirlit, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum Fræðsla á námskeiðum Hæfnikröfur Iðnmenntun, t.d. bifvélavirkjun, vélvirkjun eða vélfræðimenntun Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s vinna við stjórn og/eða viðgerðir vinnuvéla Skipulagshæfni, sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls Kunnátta í ensku og/eða Norðurlandamálum er æskileg Tölvufærni Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi kostur Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Stéttarfélag Vesturlands hafa gert. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Vinsamlegast sækið um á vef Vinnueftirlits ríkisins eða á Starfatorgi. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 27.02.2017. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu www.vinnueftirlit.is. Frumkvæði - Forvarnir - Fagmennska SK ES SU H O R N 2 01 8 Ungmennaráð Snæfellsbæjar stóð fyrir bingói fyrir síðustu jól. Heppnaðist það vel og var fullt út úr dyrum á sal Grunnskóla Snæ- fellsbæjar þegar bingóið var hald- ið. Ágóðann af bingóinu sem var tæpar 60 þúsund krónur afhenti Isabella Una Halldórsdóttir fyr- ir hönd ungmennaráðs Snæfells- bæjar félagsmiðstöðinni Afdrepi síðastliðinn fimmtudag. Það voru þær Sigurbjörg jóhannesdóttir og Berglind Magnúsdóttir, starfs- menn félagsmiðstöðvarinnar, sem veittu gjöfinni viðtöku. þa Gáfu Afdrepi ágóða jólabingós Eins og Skessuhorn hefur greint frá var gengið frá formlegri sameiningu hestamannafélaganna Skugga og Faxa þriðjudaginn 16. janúar. Fékk hið nýja sameinaða félag nafnið Hestamannafélagið Borgfirðingur. Þórdís Arnardóttir var kosin fyrsti formaður félagsins en hún hefur ver- ið virkur félagi í Faxa í fjölmörg ár, auk þess sem hún var í stjórn samn- ingarnefndar og í framkvæmda- nefndinni sem tók við eftir að sam- eining var samþykkt. „Ný stjórn Borgfirðings er mynduð af átta meðlimum, fjórum úr hvoru félagi. Þetta eru allt miklir reynsluboltar og flott fólk. Við erum samheldinn hópur og ég hef fulla trú á að okk- ur takist að gera Hestamannafélag- ið Borgfirðing að stóru og flottu fé- lagi strax frá upphafi. Nýtt félag tel- ur rúmlega 500 meðlimi sem setur okkur í hóp tíu fjölmennustu félaga innan Landssambands hestamanna- félaga. Það er því ekkert því til fyrir- stöðu að þetta verði gríðarlega öfl- ugt félag,“ segir Þórdís. Að sögn Þórdísar eru næstu skref að koma öllu starfi innan félags- ins í gang áður en keppnistímabilið hefst nú í febrúar. „Við erum á fullu að hnýta alla lausa enda, ganga frá pappírum, koma upp heimasíðu og koma öllu starfinu af stað. Æsku- lýðsstarfið er nú þegar farið á fullt og erum við um þessar mundir að klára að skipuleggja námskeið og annað æskulýðsstarf,“ segir Þórdís. „Það er margt skemmtilegt fram- undan, vetrarmótin eru að hefjast og svo undirbúningur fyrir Landsmót, en þar verður gríðarlega skemmti- legt að koma sameinuð fram,“ bæt- ir hún við. Sameiningaferlið hefur staðið yfir í rúmlega ár og að sögn Þórdísar var þetta örlítið erfið fæðing en hún segist fullviss um að fólk sjái fljótt að Hestamannafélagið Borg- firðingur geti orðið mun öflugra en gömlu félögin voru sitt í hvoru lagi. „Hestamannafélögin Skuggi og Faxi hafa unnið mikið saman undanfarin ár svo breytingin ætti ekki að verða mjög mikil. Ég er viss um að það muni fljótt myndast sátt og að fólk sjái að þegar upp er staðið er mun betra að koma fram sem eitt stórt fé- lag heldur en tvö minni.“ arg Þórdís Arnardóttir er fyrsti formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings Fyrsta stjórn Hestamannafélagsins Borgfirðings. Frá vinstri: Guðrún Fjeldsted, Þórdís Arnardóttir, Kristján Gíslason, Reynir Magnússon, Marteinn Valdimarsson og Haukur Bjarnason. Á myndina vantar Björgu Maríu Þórsdóttur og Sigurþór Ágústs- son. Ljósm. Björg María Þórsdóttir. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.