Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 15 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með rör í eyrum eða viðkvæm eyru. Til í þremur stærðum. Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Fæst í apótekum, barnavöruverslunum og Útilíf Tekið var á móti fyrstu gest- um Krauma, náttúrulauganna við Deildartunguhver, í byrjun nóv- embermánaðar. Síðan þá hafa íbúar og gestir Borgarfjarðar getað laug- að sig í pottunum þar, farið í vatns- gufur og slakað á í slökunarher- berginu. jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri Krauma, segir vel hafa gengið frá opnun og við- tökurnar hafa verið góðar. „Laug- arnar voru opnaðar í nóvember en veitingastaðurinn í vikunni fyrir jól. Það hefur gengið framar vonum,“ segir jónas í samtali við Skessu- horn. „Nú er auðvitað rólegasti tíminn í ferðamennskunni en engu að síður höfum við fengið töluvert af gestum, bæði innlendum sem er- lendum. En viðtökurnar sem við höfum fengið eru afar góðar. Til dæmis komu til okkar erlend hjón á dögunum, fóru í laugarnar, slökuðu á og fengu sér að borða. Þau voru svo ánægð að þau ákváðu að stytta næstu heimsóknir sínar til að geta komið aftur til okkar um kvöldið. Það fannst mér virkilega ánægju- legt að heyra og betra hrós er varla hægt að fá,“ segir hann ánægður. Aðspurður lætur jónas vel af því að staðurinn hafi verið opnaður að vetri, utan háannatíma ferðaþjón- ustunnar. „Þetta er náttúrulega al- veg nýtt og við sem vinnum hérna erum öll að læra á hlutina í samein- ingu, það tekur smá tíma. Við erum mjög heppin með fólk á öllum víg- stöðvum, hvort sem er í eldhúsi eða afgreiðslu. Það er jákvæðni með- al starfsfólksins, bæði ferðaskrif- stofur og einstaklingar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og viðtökurnar gefa fulla ástæðu til bjartsýni,“ seg- ir hann. Staður með sterka sérstöðu Með opnun Krauma fyrr í vetur lauk ferli sem hófst með skóflu- stungu fyrir bráðum þremur árum síðan. „Ferlið er búið að standa yfir síðan vorið 2015. Það vita all- ir af þessu og því var mikill áhugi fyrir opnuninni,“ segir jónas. „En útkoman er að mínu viti mjög vel heppnuð. Húsið er mjög flott, hannað af Brynhildi Sólveigar- dóttur og Arnhildi Pálmadóttur og hugmyndin sjálf er auðvitað æðis- leg. Hér er meira en nóg af heitu vatni og að opna náttúrubaðstað í svona fallegu umhverfi er frábær hugmynd sem ánægjulegt er að hafi verið hrundið í framkvæmd,“ segir hann. Raunar standa framkvæmdir enn yfir, því verið er að byggja nýja búningsklefa við núverandi hús- næði. „Núna eru búningsklefarn- ir tveir, karla- og kvennaklefi, með 50 skápum hvor. Við erum að bæta við öðru eins og verða nýju klefarn- ir tilbúnir fyrir sumarið,“ segir jón- as og telur það ekki minna mega vera. „Ég hef enga trú á öðru en að hingað muni koma töluvert mik- ill fjöldi á háannatímanum í sumar og því verði nýju búningsklefarn- ir nauðsynleg viðbót,“ segir hann. „Staðurinn hefur mjög sterka sér- stöðu og ég tel að aðdráttarafl hans eigi aðeins eftir að vaxa með tíð og tíma. Heita vatnið í laugarnar er fengið úr Deildartunguhver, vatns- mesta hver í Evrópu. Það er kælt með vatni sem á upptök sín við ræt- ur Oksins. Gestir munu því baða sig úr hveravatni og jökulvatni, sem ég held að sé einstakt á heimsvísu,“ segir hann. „Pottarnir eru sex tals- ins, fimm heitir og einn kaldur. Auk þess eru hér tvö vatnsgufuböð og slökunarherbergi þar sem gest- ir geta lagst á legubekk við arin- eld og slakað á við ljúfa tóna. Síð- an geta gestirnir fengið sér góð- an mat að lokinni laugarferð. Við munum bæta útisvæði við veitinga- staðinn um leið og veður leyfir og við verðum ekki í vandræðum með að taka á móti góðum fjölda gesta,“ segir jónas. Ferðaskrifstofur spenntar Aðspurður segir jónas að kynning- arstarf sé efst á baugi hjá Krauma um þessar mundir. „Við höfum ver- ið að funda með ferðaskrifstofum og kynna fyrir þeim það sem við höf- um upp á að bjóða. Fulltrúar þeirra ferðaskrifstofa sem hafa komið og prófað staðinn eru mjög jákvæð- ir og spenntir fyrir Krauma. Einn- ig höfum við fundað með fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja í nágrenn- inu með það að markmiði að koma á samstarfi. Það eru svo mörg fyrir- tæki í uppsveitunum að gera góða hluti; Hótel Húsafell, Fosshótel í Reykholti, Ísgöngin og Víðgelmir svo aðeins fáeinir staðir séu nefnd- ir,“ segir hann. „Ég hef trú á því að ferðamannastraumurinn eigi eftir að koma inn á Vesturland í auknum mæli á næstu árum. Hér í uppsveit- unum er orðið mikið við að vera og vonandi getum við orðið liður í því að lengja dvöl ferðamanna í Borg- arfirði,“ segir jónas Friðrik Hjart- arson að endingu. kgk Gestir njóta sín í náttúrulaugunum fyrr í vetur. Ljósm. Krauma. „Viðtökurnar gefa fulla ástæðu til bjartsýni“ - segir Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri Krauma við Deildartunguhver Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri Krauma. Krauma við Deildartunguhver, séð ofan frá. Ljósm. Krauma. Slökunarherbergið þar sem gestir geta lagst á legubekki við arineld og látið streituna líða úr sér við ljúfa slökunartóna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.