Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201826 Soroptimistaklúbbur Akraness vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem studdu félagið í starfi sínu með því að kaupa pönnukökur í tilefni bóndadagsins 19. janúar síðast- liðinn. Á Íslandi eru 19 soroptim- istaklúbbar. „Klúbburinn á Akra- nesi var stofnaður 1983 og í dag eru klúbbfélagar 40. Klúbburinn hefur styrkt ýmis góð málefni bæði í heimabyggð og á alþjóðavett- vangi. Í dag er okkar aðalverkefni að styrkja konur og börn í Malaví og Kenýa, námskeið fyrir stúlkur í FVA, starfsemi Endurhæfingar- hússins HVER, ásamt öðrum til- fallandi verkefnum. Helsta fjáröfl- un klúbbsins er sala á pönnukökum í fyrirtæki í tilefni bóndadagsins og svo kaffihlaðborð á Vökudögum,“ segir í tilkynningu. „Soroptimistar eru framsækin og sveigjanleg alþjóðasamtök fyr- ir konur í stjórnun og öðrum sér- hæfðum störfum. Soroptimistar stuðla að heimsmynd þar sem kon- ur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur. Heimi þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim.“ mm Víkingur Ólafsvík hefur samið við spænska leikmanninn Gonzalo Za- morano Leon um að spila með lið- inu í Inkasso deildinni næsta sum- ar. Þorsteinn Haukur Harðar- son, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Gonzalo, sem er fæddur árið 1995, hafi leikið með Hug- in á Seyðisfirði á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 16 mörk í 22 leikjum i 2. deildinni. Gonzalo var vikutíma til reynslu hjá Vík- ingi Ó. fyrr í þessum mánuði þar sem hann lék tvo leiki með lið- inu á Fótbolta.net mótinu og þótti standa sig vel. „Víkingur Ó. býð- ur Gonzalo hjartanlega velkom- inn til Ólafsvíkur,“ segir Þorsteinn Haukur. mm Spánverjinn Gonzalo til liðs við Víking Ó Sorptimistar þakka góðar viðtökur við pönnukökusölu Pönnukökur voru í þúsundatali bakaðar aðfararnótt bóndadags og runnu þær ljúflega niður. Lilja Líndal Aðalsteinsdótt- ir, stjórnarmaður í Sjóbaðsfélagi Akraness, hefur stundað sjósund í rúmlega fimm ár. Hún segist ekki sjá fyrir sér að hætta því í bráð enda allra meina bót. „Einu sinni horfði ég á aðra fara í sjósund og hugs- aði með mér hvað mér þætti þetta undarlegt og að þetta gæti ég aldrei gert. Í dag er þetta það besta sem ég geri og hefur sjósundið bætt bæði andlega og líkamlega heilsu mína,“ segir Lilja í samtali við blaðamann. Lilja fer í sjóinn allt árið um kring og segir fátt stoppa sig. „Það eina sem stoppar mig er myrkrið. Við hittumst alltaf og förum saman í sjóinn klukkan 18 á miðvikudög- um og klukkan 11 á laugardögum og sunnudögum. Yfir veturinn fer ég ekki á miðvikudögum því mér þykir vont að fara í myrkri,“ seg- ir Lilja og bætir því við að allir séu velkomnir með í sjóinn á þess- um tímum. „Við hittumst alltaf við jaðarsbakka og förum saman niður á Langasand. Við förum svo í pott- inn á jaðarsbökkum þegar við erum búin í sjónum,“ segir Lilja. Góð áhrif á sál og líkama Aðspurð hvort ekki sé of kalt að fara í sjóinn yfir háveturinn segir Lilja svo ekki vera. „Það er alltaf kalt rétt á meðan maður fer ofan í. Við erum bara styttri tíma yfir veturinn og miðum við svona eina mínútu fyrir hverja gráðu sem sjórinn er, allavega fyrir þá sem eru ekki van- ir. Ég held að það sé líka bara mis- jafnt eftir fólki hvernig kuldinn fer í mann. Sumir þola kuldann nokk- uð vel á meðan aðrir skjálfa bara. Eflaust er hægt að byggja upp eitt- hvað þol en ég held að þetta sé líka að stórum hluta bara í hausnum á manni,“ segir hún. Áður en Lilja fór að stunda sjó- sund var hún slæm í liðum og var alltaf að glíma við fótkulda. Hún segir að nú finni hún enga slíka kvilla og þakkar sjósundinu það. „Ég er viss um að þetta hafi gríðar- lega góð áhrif á líkamann. Ég hef heyrt margar reynslusögur þar sem fólk hefur losnað við kvilla eins og fótapirring, verki og svo andlega kvilla,“ segir Lilja. „Ég finn það sjálf hversu góð áhrif þetta hefur haft á andlega heilsu mína. Eflaust hefur félagsskapurinn í kringum þetta haft eitthvað með það að gera en ég held að sjósundið sjálft spili líka stóran þátt í þessu,“ bætir hún við. Huga þarf að búnaðinum Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa sjósund segir Lilja mikilvægt að hafa réttan búnað og gefa sér jafn- framt góðan tíma. „Fólk verður að vera í sérstökum skóm og hönsk- um, það er lágmarks búnaður. Annað er ekki jafn mikilvægt þó auðvitað sé gott að hafa til dæm- is góða hettu. Fólk verður líka að gefa sér tíma í þetta. Það er ekk- ert víst að þú komist alla leið ofan í sjóinn í fyrstu tilraun en ég mæli með að fólk bara haldi áfram. Þeg- ar fer að vora hvet ég endilega alla til að koma með okkur og prófa. Þetta er rosalega skemmtilegur hópur og við tökum vel á móti öll- um sem vilja reyna,“ segir Lilja að endingu. arg/ Ljósmyndir: Guðni Hann- esson Hvetur alla til að prófa sjósund

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.