Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 20184 Sigurður Axel Axelsson er eigandi fyrirtækisins Vogir og lagnir ehf. á Akranesi. Hann stofnaði fyrir- tækið árið 2011 á grunni fyrirtæk- is sem faðir hans hafði rekið í fjöl- mörg ár. „Í upphafi var þetta ein- göngu vogaþjónusta og viðgerðir á vogum en pabbi var með voga- þjónustu frá því ég var lítill polli. Þegar ég tók við fyrirtækinu stækk- aði ég það töluvert en það bygg- ir þó á sama grunni. Fyrir tveimur árum opnuðum við rafmagnsþjón- ustu og skiptist því fyrirtækið nú í tvær deildir, rafmagnsverkstæði og vogadeild,“ segir Sigurður. „Við erum að þjónusta flestar gámaþjón- ustur, hafnir, skipafélög og stóriðj- ur á landinu með vogir. Við flytj- um inn og erum umboðsaðilar fyr- ir vörur frá vogaframleiðandanum Cardinal Detecto í Bandaríkjun- um auk þess sem við vinnum með öðrum fyrirtækjum sem eru mjög stór í þessum bransa á heimsvísu. Rafmagnsdeildin hjá okkur sinnir öllum gerðum í rafmagni, allt frá litlum viðgerðum upp í skiparaf- magn. Við erum til að mynda ný- lega búin að skrifa undir samning við Golfklúbbinn Leyni um raf- lagnir í nýja hús klúbbsins auk þess sem við erum að leggja rafmagn í átta íbúða blokk hér á Akranesi,“ segir Sigurður. Fluttu í stærra húsnæði Sigurður lærði rafvirkjun hjá Raf- þjónustu Sigurdórs á Akranesi og starfaði í fimm ár sem vaktarafvirki hjá Norðuráli. „Ég hef unnið víða en mest verið í rafmagninu og vann líka hjá pabba í vogaþjónustunni,“ segir Sigurður. Aðspurður hvað felist í því að sinna vogaþjónustu segir Sigurð- ur það vera allt sem mögulega gæti tengst vogunum. „Þetta er allt frá því að sérsníða vogir niður í að stilla þær. Við förum tvisvar á ári á allar hafnir og bílavogir á landinu og stillum þær af og sinnum almennu viðhald,“ seg- ir Sigurður. Hjá fyrirtækinu eru nú tíu starfs- menn og þar af átta sem vinna í raf- magnsdeildinni og tveir sem sjá um vogirnar. „Það er töluvert meira um- fang í rafmagninu en vogirnar eru okkar sérstaða og fer sú starfsemi vaxandi. Við fluttum í nýtt húsnæði á síðasta ári, við Smiðjuvelli 17, og stækkuðum þá aðstöðuna töluvert. Nú erum við komnir með nógu stóra aðstöðu til að sinna ýmsum sér- lausnum, eins og að smíða vogir á vörubíla. Það er mikil uppbygg- ing í gangi hjá okkur og nóg að gera framundan,“ segir Sigurður að endingu. arg Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Við höfum val um hvernig samfélag við byggjum Við þekkjum það öll að samfélög fólks geta verið misjafnlega samstíga og þroskuð. Samfélag í þessu tilfelli getur verið þorp, hreppur, land, stjórn- málaflokkur, ungmennafélag, hópur á samfélagsmiðli og svo framvegis. Þeir sem eru mest félagsfælnir forðast hins vegar slík samfélög hverju nafni sem þau nefnast og draga sig í skel. Dettur mér í hug einfarinn Gísli á Uppsölum vestur, sem lifði einn, fjarri skarkala heimsins í áratugi, allt þar til Ómar Ragnarsson sótti hann heim og gerði hann þjóðþekktan á einni kvöldstund. Gísli og aðrir hafa nefnilega það val að draga sig til hlés og lifa í friði frá samfélögum annarra. Það má. Í ónefndu samfélagi sem ég þekki til standa allir saman þegar á reynir. Stríða nágrannanum kannski hæfilega mikið svona dags daglega, svona til að halda honum á tánum, en ef eitthvað bjátar á eru allir boðnir og búnir að leggja fram hjálparhönd. Svo veit ég um annað samfélag, svipað stórt, þar sem fólk hefur það sem lífsins elexír að tala illa um náungann og leggja honum alls ekki lið þótt móti blási og jafnvel auka á vesæld viðkomandi ef hægt er að koma því við. Þar ríkir togstreita og öfund sem sífellt verður náungakærleikanum yfirsterkari. Slíkt ástand er náttúrlega mannskemm- andi og ber vott um þroskaleysi. Framfarir verða þar tæpast, þó ekki nema fyrir þær sakir að fólk er alltof upptekið af ljótum hugsunum á kostnað hinna uppbyggilegu. Sem betur fer held ég að slík samfélög heyri til undan- tekninga og sjálfkrafa trosna þau auðvitað upp með tímanum. Það hefur löngum verið sagt að samfélög fólks verða aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Gott og þroskað samfélag kemur nefnilega í veg fyrir að veikir hlekkir verði til og lagar þá. Fólk bætir hvert annað, leiðbeinir og neitar að una því að ekki sé í það minnsta reynt að lækna meinið hvert sem það er. Þannig samfélög verða lífsseig og hvetjandi og þangað sækist fólk eftir að komast. Svo við lítum til nútímans má grípa til samlíkingar á borð við samfélagsmiðla. Til lengdar nennum við ekki að eiga vin á Facebook sem sífellt kemur okkur í slæmt skap, tekur ekki rökum og tvíeflist í ólund sinni þegar reynt er að leggja gott til. Að lokum er slíkum einstaklingi ein- faldlega hent út af vinalistanum. En hvað er ég eiginlega að fara með þessu? jú, ég finn ástæðu til að rifja upp jákvæð dæmi um það hverju samfélög geta áorkað ef staðið er saman. Fólk finnur samhljóm í framfaramálum sem ýta þarf úr vör og ákveður að láta til sín taka sem samstilltur hópur. Þannig get ég af handahófi nefnt þrjú dæmi um jákvæða hjarðhegðun samfélaga og lesa má um í blaðinu í dag. Bændum á Mýrum fannst einsýnt að þeir yrðu ellidauðir áður en ríkið að óbreyttu kæmi þriggja fasa spennu heim á bæina til að þeir gætu mjólkar kýrnar með nútíma tækni. Þeir kölluðu því byggðarráð til sín á fund og fengu sveitarstjórnarmenn í lið með sér og ætla að „hjálpa“ ríkinu og Ra- rik að koma þessum strengjum í jörðu fljótt og örugglega. Annað dæmi er kröftugur fundur sem bæjarstjórn Akraness boðaði til í síðustu viku vegna aðgerðaleysis ríkisins í lagfæringum á sundurslitnum og stórhættulegum Vesturlandsvegi. Þar stóðu menn saman að hófstilltum mótmælum fyrir hönd síns samfélags. Ráðherra mætti, maldaði eilítið í móinn, en hefur í kjölfar þessa fundar gefið í skyn að á þessar raddir verði hlustað. Góð og heilbrigð samfélög geta nefnilega lyft grettistaki ef þau láta til sín taka á já- kvæðan og skynsamlegan máta. Að lokum er samfélagslegt verkefni vestur í Grundarfirði sem mér finnst takandi eftir. Foreldrum nýfæddra barna er gefin gjöf. Samfélagið lætur þannig vita að unga fólkið og börn þess eru velkomin í samfélag þeirra. Það ber vott um þroska samfélagsins að huga að slíku. Magnús Magnússon Leiðari Sinnir vogaþjónustu um allt land og sinnir rafþjónustu Sigurður Axel Axelsson eigandi fyrirtækisins Vogir og lagnir ehf. Þorra var blótað í Klifi í Ólafsvík síð- astliðinn laugardag. Að blótinu stóðu eins og áður Kvenfélag Ólafsvíkur, Lionsklúbburinn Rán, Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Átthagafélag Fróðhrepp- inga og Leikfélag Ólafsvíkur. Mikill undirbúningur liggur að baki svona þorrablóti og skilaði hann sér greinilega. Elva Magnús- dóttir flutti minni kvenna og Baldvin Leifur Ívarsson minni karla. Eftir að blótsgestir höfðu gætt sér á gómsæt- um þorramat frá Galito, tekið þátt í fjöldasöng og hlustað á minni karla og kvenna var komið að hápunkti kvöldsins. Vöktu skemmtiatriðin mikla lukku en Ólafsvík breyttist í Tjöruvík í stutta stund. Gaman var að sjá hversu skemmtilega útfærð at- riðin voru og greinilega vel úthugs- uð enda farið yfir það helsta sem bar við á síðasta ári. Að þeim loknum var svo dansað inn í nóttina undir stjórn hljómsveitarinnar Næsland. Góð hefð er fyrir þorrablótinu og alltaf vel mætt. Voru þorrablótsgest- irnir rúmlega 250 að þessu sinni og eru örugglega farnir að bíða spenntir eftir næsta blóti. þa Góð stemning á þorrablóti í Ólafsvík Kristjana Emilía Guðmundsdótt- ir á Akranesi gerði eitt sinn þorra- ljóð þar sem yrkisefnið er árstíð- in og lífsbarátta útigangsins. Vera kann að einhverjir eigendur hrossa mættu kynna sér efnið, en hér er um snarpa ádeilu að ræða. Ljóðið birt- ist upphaflega í ljóðabók höfundar; Ljóðárur, sem út kom 1998, en höf- undur sendi Skessuhorni nú til birt- ingar, sem fyrr í byrjun Þorra. Þorraljóð – Fýkur vort land Fýkur vort land Þýtur úti þorravindur svalur þrotinn hagi, svell um allar grundir fenntar hlíðar, fannahvítur dalur frosin áin sefur klaka undir. Berja klakann Íslands útigangar eftir snöpum svangir hjarnið naga híma svo í hnappi nætur langar hrossin okkar köld með tóma maga. Ísland fræga þjóðarstoltið þrýtur þegar stóðið krafsar freðinn svörðinn yfirvaldið undan vanda lítur eftir standa nakin móabörðin. Fagra, kæra Ísland fýkur burt finnst á heiðum varla nokkur jurt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.