Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 4

Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 4
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Hamingja Til allrar hamingju kemur hamingjan við sögu í þessu blaði. Við grein- um meðal annars frá nýrri könnun þar sem hamingjustig íbúa landsins er brotið niður eftir sveitarfélögum. Þar eru íbúar í snæfellsbæ hamingju- samastir allra landsmanna og ástæða til að óska þeim sérstaklega til auk- innar hamingju með það. Íbúar á Akranesi skora einnig hátt á hamingju- voginni, en sömu sögu er ekki að segja um öll sveitarfélög. Það var engin tilviljun að á hamingjudeginum var íbúum í Borgarbyggð boðið á fyrirlestur um hvernig auka megi hamingjuna. Það er meðvit- uð ákvörðun sveitarfélagsins og hluti af verkefninu Heilsueflandi sam- félag að leggja sitt af mörkum til aukinnar hamingju, því þannig bætum við heilsu. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir flutti þá mergjaðan fyrirlest- ur um hvernig auka má gleði og hamingju. Ég sat þennan fyrirlestur og skemmti mér prýðilega, þótt vissulega hafi ég heyrt Eddu nefna margt af þessu áður. Góð vísa er hins vegar sjaldan of oft kveðin. Allavega heppn- aðist fyrirlestur Eddu vel og um hundrað gestir fóru án efa hamingjusam- ari heim en þeir komu. Edda kom með ýmis óbrigðul ráð fyrir fólk að auka hamingjuna. Benti hún meðal annars á gildi hreyfingar og útiveru. Þá væri heillaráð að hlæja meira en minna og allra meina bót er að syngja hástöfum í bílnum. setja einfaldlega besta diskinn í spilarann, skrúfa í botn og syngja. sjálfkrafa verður ökumaðurinn þessi glaðlegi í umferðinni sem brosir út í loftið. Þá benti hún fólki á að gott væri að safna í tölvuna eða símann skemmti- legum myndum og myndbrotum sem hægt er að rifja upp þegar og ef þörf krefur. En fyrst og fremst benti Edda á að hamingjan er val. Við getum kosið að vera þessi skúli Fúli, sem hefur allt á hornum sér og leitast gjarnan við að tuða um allt sem aflaga hefur farið, aðallega hjá öðrum. En við höfum sem betur fer einnig val um að leita uppi hið jákvæða sem þrátt fyrir allt er að gerast í lífinu og tilverunni. Við eigum að hlæja meira, segja brand- ara og benda á það sem er fallegt og gott. Edda gat þess meðal annars að rannsóknir hefðu sýnt að börn hlæja að meðaltali 400 sinnum á dag, en meðaltals eldri einstaklingur einungis 17 sinnum. Þetta bendir til þess að einhversstaðar á lífsleiðinni höfum við tapað þessum fágæta eiginleika barnsins í okkur. Hamingjan kemur innan frá. Þetta er svona lífsstíll sem hægt er að velja til að gera hið daglega líf innihaldsríkara, fallegra og betra. Hamingjan framleiðir bókstaflega ýmis efni sem líkamanum eru nauðsynleg, en ég kann ekki að nefna þar sem ég er hvorki læknir, sálfræðingur eða íþrótta- maður. En svo ég nefni bara þetta ráð um hreyfingu. sjálfur finn ég vel hversu gott hundurinn gerir mér, þegar honum tekst að draga húsbónd- ann upp úr sófanum og fara með hann út að ganga. stutt gönguferð með- fram sjónum eða út í móa hreinsar hugann og fyllir einhvern veginn á tankinn. Þegar öllu er á botninn hvolft er hamingjan því val sem byggir á ákvörð- un okkar sjálfra. Ef við höfum glatað hamingjunni, þurfum við að staldra við og rifja upp öll góðu trixin í skúffunni. Fyrst þurfum við að ákveða að við getum orðið hamingjusamari og svo að nota þær leiðir til þess sem okkur eru kenndar. Einfalt, en öruggt ráð til lengra og miklu betra lífs. Hamingja verður ekki keypt en það frábæra er að hún er eitt af því fáa sem kostar ekkert. munum það. Við svo búið óska ég lesendum skessu- horns hamingjuríkra páska. Magnús Magnússon Leiðari Bjarnheiður Hallsdóttir fram- kvæmdastjóri Kötlu Travel var í síðustu viku kjörin nýr formaður samtaka ferðaþjónustunnar, á að- alfundi félagsins. Tekur hún við af Grími sæmundsen framkvæmda- stjóra Bláa Lónsins sem gegnt hef- ur formennsku yfir stærsta vaxtar- skeið íslenskrar ferðaþjónustu frá upphafi. Fjögur sóttust eftir emb- ættinu, auk Bjarnheiðar þeir Ró- bert Guðfinnsson, Þórir Garðars- son og margeir Vilhjálmsson. Ró- bert dró framboð sitt til baka áður en til kosningar kom. Bjarnheiður hlaut fylgi 44,72% fundarmanna, sigraði með minnsta mun þann sem næstur kom, en Þórir Garðarsson hlaut 44,62%. margeir Vilhjálms- son hlaut 10,65%. Aðrir sem hlutu sæti í stjórn eru Halldóra Gyða matthíasdóttir Proppé, rekstrar- stjóri sölu- og markaðssviðs Kynn- isferða, Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaþjónust- unnar Óseyri, Ólöf R. Einarsdótt- ir, eigandi mountaineers of Iceland og Jakob Einar Jakobsson, fram- kvæmdastjóri Jómfrúarinnar. Fyrir í stjórn sAF sitja Ingibjörg Ólafsdótt- ir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels sögu og Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Ice- landair Group. Að halda Íslendingum í liði með ferðaþjónustunni Bjarnheiður er fædd og uppalin á Akranesi og búsett þar. Hún hefur á liðnum þremur áratugum starf- að í ferðaþjónustu og meðal annars rekið ráðgjafarfyrirtæki á því sviði. „Þau eru óteljandi úrlausnarefnin sem ferðaþjónusta á Íslandi stend- ur frammi fyrir um þessar mund- ir og hagsmunamálin sem standa þarf vörð um mörg. má þar nefna gjaldtöku- og skattheimtumál, samgöngumál, náttúruvernd og umhverfismál. Þar þarf rödd fyrir- tækjanna í greininni að vera fast- mótuð og skýr,“ segir Bjarnheið- ur. „Eitt mikilvægasta verkefnið og undirstaða alls hins er að rann- sóknir og kannanir sem lúta að ferðaþjónustu verði stórefldar. Að halda Íslendingum í liði með ferðaþjónustunni er sömuleiðis mjög aðkallandi verkefni í augna- blikinu. Það er brýnt að verk- efnin verði leyst með þekkingu og reynslu í farteskinu og ekki síður af fagmennsku og með langtíma- hugsun að leiðarljósi. Þar spila samtök ferðaþjónustunnar lykil- hlutverk, bæði hvað varðar innra starf og í samvinnu við stjórnvöld og íslensku þjóðina,“ sagði Bjarn- heiður þegar hún kynnti framboð sitt til forustu í sAF. mm Ný stjórn SAF: Pétur Þ. Óskarsson, Ívar Ingimarsson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Bjarnheiður Hallsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Jakob Einar Jakobsson og Ólöf R. Einarsdóttir. Bjarnheiður kosin formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra opnaði á þriðju- daginn í liðinni viku fyrir aðgang að gagnagrunni evrópska vega- matskerfisins EuroRAP. Þar er hægt að nálgast niðurstöður úr ör- yggisúttekt sem FÍB framkvæmdi á þjóðvegum Íslands, samtals 4.200 kílómetrum. Öryggisúttekt- in var framkvæmd þannig að ekið var um vegi landsins á sérútbún- um bíl og myndir teknar. Upp- lýsingarnar eru svo skráðar nið- ur um vegina og umhverfi þeirra. Vegirnir fengu stjörnur sem segja til um hversu öryggir þeir eru, frá einni stjörnu upp í fimm. Að- eins 25% vega hér á landi fengu þrjár eða fleiri stjörnur, um 34% vega fengu tvær stjörnur og 40,9% fengu eina stjörnu, eða lægstu ein- kunn. Af þeim vegum á Vestur- landi sem voru með í úttektinni var aðeins einn vegur sem fékk fimm stjörnur, Ólafsbraut sem liggur í gegnum Ólafsvík. Fjór- ir vegakaflar fengu fjórar stjörn- ur, stuttur kafli á þjóðvegi eitt um Norðurárdal, hluti af þjóðvegi eitt í gegnum Borgarnes, Aðalgata sem liggur í gegnum stykkishólm og Ennisbraut í Ólafsvík. Aðrir vegir í landshlutanum fengu þrjár stjörnur eða færri. Við opnun á gagnagrunninum flutti sigurður Ingi ávarp þar sem hann sagði m.a. að mikilvægt væri að beita öllum ráðum til að bæta umferðaröryggi og að hver króna sem færi í það verkefni myndi skila sér. Árin 2013-2017 fórust 69 manns í umferðinni hér á landi og 936 slösuðust alvarlega en til þess að vegir uppfærist um eina stjörnu þarf slysum að fækka um helming á viðkomandi vegi. Upplýsingar um hvernig megi nálgast niður- stöðurnar er að finna á vef FÍB. arg Öryggisúttekt á þjóðvegum landsins Hér má sjá niðurstöður úr öryggisúttekt fyrir allt landið. Litamerkingar tákna stjörnugjöf EuroRAP. Svartur litur táknar eina stjörnu, rauður táknar tvær stjörnur, gulur táknar þrjár stjörnur og grænn táknar fjórar stjörnur. Hér má sjá niðurstöður á öryggisúttekt EuroRAP á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.