Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 11

Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 11 Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Gleðilega páska Opið um páskana e ins og venjulega. Sama góða þjónust an eins og alla hina dagana. Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn la ngi, 12-13, vakt lyfja fræðings. Laugardagur 31. mars, 10-14. Páskadagur, 12-1 3, vakt lyfjafræðings . Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræð ings. Á fimmtudag var skrifað undir 24 samninga um styrki fjarskiptasjóðs til sveitarfélaga vegna ljósleiðara- væðingar í tengslum við átakið Ís- land ljóstengt. Fulltrúar fjarskipta- sjóðs og sveitarfélaganna skrifuðu undir og sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, staðfesti samningana með undirritun sinni við athöfn í ráðu- neytinu. sveitarfélögin 24 fá sam- tals 450 milljónir króna í styrki, frá tveimur og upp í 74 milljónir hvert. Ráðherra skrifaði jafnframt undir samtals 100 milljóna króna samn- inga við 15 sveitarfélög um sérstaka byggðastyrki vegna ljósleiðaravæð- ingar. Eru þeir á bilinu ein til 15 milljónir. Þrjú sveitarfélög á Vesturlandi skrifuðu undir samning við fjar- skiptasjóð vegna styrkja til ljósleið- aravæðingar að þessu sinni; Borgar- byggð, Dalabyggð og skorradals- hreppur. Borgarbyggð fær rúmar 33 milljónir í samkeppnisstyrk og rúm- ar 15 milljónir í byggðastyrk, sam- tals rúmar 48 milljónir króna. Dala- byggð fær samkeppnisstyrk upp á tæpa 51 milljón og byggðastyrk upp á 3,4 milljónir, samtals rúmar 54 milljónir. skorradalshreppur fær samkeppnisstyrk upp á 2,9 millj- ónir en ekki sérstakan byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar í sveitar- félaginu. Landsátakið Ísland ljóstengt hóf göngu sína vorið 2016 og er þetta þriðja úthlutun styrkja. Eftir er að semja um styrki vegna 1500 staða af þeim 5500 ótengdu styrkhæfu stöð- um sem voru undir í verkefninu þeg- ar því var ýtt úr vör. „Áhersla er lögð á hagkvæma samlegð með öðrum mögulegum veituframkvæmdum og hagkvæma nýtingu innviða sem fyrir eru. markmið átaksins er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja eigi kost á að minnsta kosti 100 mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Ljósleiðaravæðing utan þétt- býlis stuðlar jafnframt að uppfærslu stofnkerfa fjarskipta á landsvísu og er hún þannig forsenda áreiðan- leika, útbreiðslu og gagnaflutnings- hraða allra farneta utan þéttbýlis,“ segir á vef stjórnarráðsins. kgk Skrifað undir samninga vegna ljósleiðaravæðingar Borgarbyggð, Dalabyggð og Skorradalshreppur fá styrki Fulltrúar sveitarfélaga ásamt ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála við undirritunina á fimmtudag. Ljósm. Stjórnarráðið. Guðsþjónusta: Lestur Píslasögu og altarisganga á Föstudaginn langa kl. 22 í Reykholtskirkju Páskavaka í Reykholtskirkju, aðfararnótt páska. Hvanneyrar- Stafholts- og Reykholtsprestaköll standa að athöfninni, sem hefst kl. 23.30 Guðsþjónusta í Reykholtskirkju á páskadag kl. 14 Guðsþjónusta á Gilsbakka annan páskadag kl. 14 Sóknarprestur Reykholtsprestakall Verið innilega velkomin Helgihald í Reykholtsprestakalli í kyrruviku og um páska S K E S S U H O R N 2 01 8 - L jó sm . G Ó

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.