Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 13

Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 13 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2018 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 5. apríl Föstudaginn 6. apríl Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 8 síðastliðinn fimmtudag var til- kynnt um úthlutun ríkisstyrkja upp á 2,8 milljarða króna til upp- byggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á ferðamanna- stöðum. Það voru Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson, umhverf- is- og auðlindaráðherra og Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt- ir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, sem tilkynntu um styrkina. Annars vegar er um að ræða 722 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða fyrir árið 2018 og hins veg- ar tæplega 2,1 milljarða króna út- hlutun vegna þriggja ára verkefna- áætlunar landsáætlunar um upp- byggingu innviða sem gildir fyr- ir árin 2018-2020. Á Vesturland er veitt tæpri 81 milljón úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða, en til verndar náttúru er í landshlut- ann veitt 158,7 milljónum til alls ellefu verkefna. stærstu styrkirnir eru til Umhverfisstofnunar vegna Djúpalónssands 63 milljónir og malarrifs 40 milljónir. Þetta er í fyrsta sinn sem Fram- kvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir ekki ferðamannastaði í eigu ríkisins og er það í samræmi við breytta löggjöf um sjóðinn. Alls hljóta 56 staðir styrk úr sjóðnum að þessu sinni. sérstök áhersla er lögð á að fjölga viðkomustöðum ferðamanna til að stuðla að því að álag minnki á fjölsóttum stöð- um og lýtur 21 verkefni að þessu markmiði. Nú var í fyrsta sinn úthlutað vegna þriggja ára verkefnaáætlun- ar landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2018 – 2020. Verkefnaáætlunin tekur m.a. til friðlýstra svæða og fjöl- sóttra staða í eigu íslenska ríkis- ins, valinna svæða sveitarfélaga auk landvörslu. Þá er fé veitt til óstað- bundinna áhersluverkefna. Alls er fjármagni veitt á 71 stað og eina gönguleið til fjölbreyttra verkefna, með sérstaka áherslu á vernd nátt- úru, minjavernd, bætt öryggi, svo og bætta aðstöðu fyrir gesti á þessu stöðum. Fjórir styrkir til sveitarfélaga sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Grundarfjarðarbær, Hvalfjarðar- sveit og snæfellsbær hljóta styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða. Akraneskaupstaður fær 11,1 milljón vegna Vitastígs á Breiðinni. Langstærsta styrkinn í landshlut- anum fær Grundarfjarðarbær, alls tæpar 62 milljónir króna, vegna uppbyggingar ferðamannastaðar við Kirkjufellsfoss, til að gera bíla- stæði auk nýrrar gönguleiðar og áningarstaðar. Þá fær Hvalfjarð- arsveit 5,1 milljón til að styrkja og viðhalda gönguleið upp að Glymi í Botnsdal. Loks fær snæfellsbær 2,6 milljónir vegna skipulags og hönn- unar á Hellnum við Gróuhól. mm Styrkja uppbyggingu ferðamannastaða Horft til suðurs yfir Djúpalónssand. Stærsti einstaki styrkurinn rennur til Umhverfisstofnunar til uppbyggingar og viðhalds á svæðinu. Tafla sem sýnir styrki til uppbyggingar og varðveislu náttúru og menningarminja á Vesturlandi. Myndin sýnir hvert styrkir til varðveislu náttúru og menningarminja er varið. Sandspörtlun • Endurmálun • Lökkun 250 Litir www.litir.is Stefán Örn Kristjánsson Löggiltur málarameistari Fagmennska í fyrirrúmi Tökum að okkur alla almenna málningavinnu ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög SK ES SU H O R N 2 01 5 www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.