Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 14

Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 14
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201814 Fjórir nemendur á þriðja ári í um- hverfisskipulagi við Landbúnað- arháskóla Íslands hafa hannað nýja veglínu um Grunnafjörð í Hval- fjarðarsveit. Nemendurnir skiluðu skýrslu þess efnis á dögunum og kynntu verkefni sitt þriðjudaginn 20. mars síðastliðinn á Hvanneyri. Nemendurnir eru þau Brynja sig- ríður Gunnarsdóttir, Esther Björg Andreasen, Guðni Rúnar Jónsson og silja sif Lóudóttir. skessuhorn fylgdist með kynningu þeirra og greinir hér frá helstu niðurstöðum verkefnisins. Hönnun hópsins gerir ráð fyrir að lagður verði nýr 2+1 vegur með brú yfir Grunnafjörð. meginforsenda þess að fara úr tveggja akreina vegi í 2+1 veg er aukin umferðarrýmd og umferðaröryggi. Þar sem umferð er um eða yfir fimm þúsund ökutæki á sólarhring, eða með hærri umferð- artoppa um helgar og/eða á sumrin, er talið æskilegt að leggja 2+1 vegi í stað tveggja akreina vegar. Umferð um Hvalfjarðargöng var að meðal- tali 6.395 bílar á dag árið 2017, en 9.882 bílar fóru um göngin á degi hverjum í júlímánuði. Að meðaltali fóru 4.430 bílar á dag um Þjóðveg 1 við Hafnarfjall í fyrra og er júlí einnig umferðarþyngstur með 8.071 bíl á dag. Hámarks umferðarrýmd 2+1 vega er 15 til 20 þúsund öku- tæki á sólarhring. Umferðarrýmd hefðbundinna tveggja akreina vega í dreifbýli er 10 til 15 þúsund ökutæki á sólarhring en krafa um breikk- un vega kemur oft fram við 8 til 12 þúsund ökutæki á sólarhring. „Hafa skal í huga að þegar umferðarmagn hefðbundinna tveggja akreina vega nálgast efri mörk umferðarrýmd- ar þeirra, reynist ökumönnum oft erfitt að taka fram úr öðrum öku- tækjum, því verða akstursgæði hefð- bundinna tveggja akreina vega lakari við þessar aðstæður,“ segir í skýrslu nemendanna. Þar kemur einnig fram að æski- legt þyki að leggja 2+1 vegi þar sem mikið er um framúrakstur og/eða aðstæður til hans séu slæmar. Fram- úrakstur sé mögulegur á 2+1 vegum án þess að skerða umferðaröryggi þegar nálgast efri mörk umferðar- magns. Öruggari vegur Í kynningu nemenda kom fram að ekki væri vænlegur kostur að breikka núverandi veg í 2+1 veg. Til þess skorti landrými, nálægð við byggð væri of mikil og mikill fjöldi teng- inga inn á veginn gæti skapað hættu- legar aðstæður. Alls er 31 tenging inn á þjóðveginn milli melahverfis og Fiskilækjar. Þeim myndi fækka stór- lega með nýjum vegi. Við Fiskilæk yrðu tengingar við bæði melasveit- arveg og gamla þjóðveginn þaðan sem ekið væri að melahverfi. Teng- ingar við Akranesveg eru að Akra- nesi og Hvalfjarðargöngum annars vegar og hins vegar að melahverfi. Á báðum stöðum gera þau ráð fyrir mislægum gatnamótum. Núverandi þjóðvegur yrði notaður áfram sem innansveitarvegur. Einnig þykir núverandi vegstæði óhentugt til breikkunar í 2+1 veg vegna þess að sjónlínur eru ekki nægilega góðar, auk þess sem hæð- armismunur vegarins er mikil. Þar að auki greindu nemendur frá því í kynningu sinni að hitaveitustokk- arnir sem liggja meðfram veginum gerðu það að verkum að erfitt myndi reynast að breikka hann. Því töldu þau í öllu falli fýsilegri kost að leggja nýjan veg eftir nýrri veglínu. Styttri ferðatími Helsti kostur nýrrar veglínu sögðu nemendur vera að vegalengd milli Akraness og Borgarness styttist um sjö kílómetra, eða sjö til tíu mín- útur í akstri. stytting hringvegar- ins í heild yrði hins vegar óveru- leg, aðeins um 720 metrar. Landið segja nemendur henta vel til mögu- legrar tvöföldun vegarins, bæði hvað varðar rými og legu. Nýr veg- ur yrði öruggari vegna fækkunar vegamóta og núverandi þjóðveg- ur yrði að innansveitarvegi. Hann hefði betri legu í landinu og þar af leiðandi betri sjónlínur fyrir veg- farendur. Eykur það einnig öryggi vegarins. með því að fara með brú yfir Grunnafjörð og þaðan inn á Akra- fjallsveg kæmist Akranes í tengingu við hringveginn. Aðspurð sögðu nemendur að í framhaldinu þyrfti ef til vill að endurnýja veg sunnan Akrafjalls, en skoðun á því var ekki hluti af verkefni þeirra. Hvað varðar upplifun vegfarenda er ný veglína talin góður kostur, vegna nándar við sjóinn og gott út- sýni þar sem tilvalið væri að koma fyrir áningarstað. Dýr framkvæmd Í kynningu nemenda kom fram að kostnaðurinn við framkvæmd- ina yrði mjög mikill. Gróf kostn- aðaráætlun þeirra vegna þverunar Grunnafjarðar gerði ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 3,4 til 4,4 milljarða króna. Kostn- aður er einkum hár vegna lengdar brúarinnar, en hún þyrfti að vera rúmlega 300 metra löng og á fimm til sex stöplum. Arðsemi nýs vegar fælist aftur á móti einkum í því að ferðatími milli Akraness og Borgarness myndi styttast um sjö til tíu mínútur, auk þess sem nýr vegur yrði öruggari og slysatíðni þar af leiðandi lægri. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi, var meðal gesta á kynn- ingunni. Hann var spurður hvort gerðir hefðu verið útreikningar um arðsemi vegar um Grunnafjörð. Vífill svaraði því til að arðsemi slíks vegar hefði verið reiknuð fyrir sjö árum síðan. Lækkuð slysatíðni og umhverfisþættir hefðu ekki verið teknir inn í þá útreikninga. Engu að síður hefði niðurstaðan hljóðað upp á 10 til 12% arðsemi. Ramsarsvæði Ramsarsamningurinn er alþjóða- samningur um verndun votlendis, með áherslu á mikilvægi þess fyr- ir vatnsmiðlun, einstakan gróð- ur og dýralíf og þá sér í lagi fugla- líf. Grunnafjörður er sem fyrr segir Ramsarsvæði, eitt sex slíkra svæða á Íslandi og það eina sem liggur að sjó. Í skýrslu sinni taka nemendur fram að lífsskilyrði lífvera í firð- inum gætu gjörbreyst ef breyting yrði á vatnaskiptum, hvort sem er af mannavöldum eða náttúrulegum orsökum. Grunnifjörður er mikilvægur fyr- ir margæs í alþjóðlegu samhengi, sem og rauðbrysting og sanderlu. Til að myndi hefur fjórðungur margæsarstofnsins viðkomu í firð- inum á ferðalagi sínu milli Evr- ópu og heimskautasvæðanna bæði að vori og hausti. Auk þessara far- fugla byggja margar tegundir vað- fugla tilveru sína á lífríkinu á leir- um fjarðarins. má þar nefna lóu- þræl, sandlóu, sendling og tjald. Þá hófst arnarvarp í Grunnafirði á nýjan leik árið 1990 og rannsókn- ir Náttúrufræðistofnunar Íslands benda til þess að í firðinum sé gott búsvæði fyrir erni. Yrði alltaf umdeilt Við hönnun brúarinnar sögðu nemendur að taka yrði tillit til umhverfisþátta. Því hefðu þeir gert ráð fyrir lágri brú til að skerða sem minnst fuglalíf á svæðinu. Þá þyrfti að tryggja full vatnaskipti við hönnun og gerð brúarinnar svo ekki verði óafturkræf áhrif á leirur Grunnafjarðar og lífríki hans. Til að geta spáð fyrir um áhrif brú- ar á vatnaskipti fjarðarins svöruðu nemendur því til að gera þyrfti landlíkan og rannsaka málið bet- ur áður en hægt væri að fullyrða eitthvað um slíkt. Þá kom einnig fram í umræðum að hækkun á yfir- borði sjávar gæti haft áhrif á svæð- ið í framtíðinni. Í skýrslu sinni greina nemend- ur frá greinagerð Vegagerðarinn- ar um þverun Grunnafjarðar árið 2009. Niðurstöður hennar voru að þjóðvegur um fjörðinn væri raun- hæfur kostur út frá umhverfissjón- armiðum og hægt væri að færa veglínuna út fyrir verndarsvæðið. Í umræðum á kynningu nemenda kom fram að nálægð veglínunnar við Ramsarsvæðið í Grunnafirði yrði alltaf umdeild. Þá væri strand- lengjan hjá melabökkum og Nar- fastaðaósi á náttúruminjaskrá, þó hún hafi ekki verið friðuð. Þegar allt kæmi til alls yrði að vega og meta kosti og galla gaumgæfilega, stæði til að ráðast í vegagerð um Grunnafjörð. kgk Hönnuðu nýja veglínu um Grunnafjörð Nýja veglínan býður upp á gott útsýni og nálægð við sjóinn þar sem tilvalið væri að koma upp áningarstað. Höfundar verkefnisins, f.v. Guðni Rúnar Jónsson, Silja Sif Lóudóttir, Brynja Sigríður Gunnarsdóttir og Esther Björg Andreasen. Teikning að legu nýju veglínunnar þar sem farið er yfir fjörðinni. Hönnun nemenda að brúnni yfir Grunnafjörð.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.