Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 19 www.skaginn3x.com Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði mynda saman Skaginn 3X. Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 200 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2. Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Skaginn 3X óskar eftir bókara á starfsstöð okkar á Akranesi P ip a r\T B W A \ S ÍA Starfslýsing • Færsla bókhalds • Skráning og bókun á innkaupareikningum • Bókun á færslum bankareikninga • Afstemming á lánardrottnum, viðskipta- mönnum og bankareikningum • Verkbókhaldsfærslur • Reikningagerð • Innheimta • Vinnsla á virðisaukaskýrslum • Vinnsla á tollaskýrslum • Ýmis uppgjörsvinna Hæfniskröfur og eiginleikar • Mikill kostur að vera viðurkenndur bókari • Haldgóð þekking og reynsla af fjárhags- og verkbókhaldi • Góð færni í NAV er mikill kostur • Góð færni í Excel og almenn tölvufærni • Góð kunnátta í íslensku og ensku, kostur að hafa einnig kunnáttu í Norðurlandatungumáli • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknir sendist á job@skaginn3x.com Nánari upplýsingar veitir Kristín B. Árnadóttir í síma 898 9513 eða kba@skaginn3x.com og Gyða B. Bergþórsdóttir í síma 845 1757 eða gyda@skaginn3x.com Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2018 NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2017 Íslensku sjávarútvegsverðlaunin Sumarstörf við sund- laugina í Borgarnesi Konur óskast við sundlaugina: í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst.• Helstu verkefni: Öryggisgæsla.• Afgreiðslustörf.• Aðstoð við viðskiptavini.• Þrif.• Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.• Standast hæfnispróf sundstaða.• Með góða þjónustulund.• Vinnufyrirkomulag: Borgarnes. 100% starf sem unnið er í vaktavinnu. Unnið • er þriðju hverja helgi. Umsóknafrestur er til 10. apríl 2018. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja Borgarbyggðar, netfang: ingunn28@borgarbyggd.is Orka heimilanna er nýtt fyrirtæki í sölu rafmagns á Íslandi. „Fyrirtæk- ið hóf starfsemi í mars á þessu ári og markmiðið er að stuðla að auk- inni samkeppni og bjóða lægra verð á rafmagni til hagsbóta fyrir heim- ili og smærri fyrirtæki um land allt,“ segir í tilkynningu frá eigendum, þeim Bjarna Ingvari Jóhannssyni og Lofti má sigurðssyni. með breyt- ingum á lögum árið 2005 var orku- fyrirtækjum á Íslandi gert að skilja að söluhluta starfseminnar frá ann- arri starfsemi og um leið skapaðist tækifæri fyrir nýja aðila á markaði. „Frá þeim tíma hafa litlar breyt- ingar orðið á markaðnum og sömu aðilar verið með frá upphafi. sam- keppnin hefur helst komið fram í því að stórir raforkukaupendur njóta góðra kjara og um leið góðs af sam- keppninni. Orkusölufyrirtæki hafa ekki lagt áherslu á heimilismarkað- inn og minni notendur en við von- um að með komu okkar á markað muni þetta breytast, enda mun Orka heimilanna bjóða upp á góð kjör og góða þjónustu. Í framtíðinni mun- um við bjóða upp á ýmsar nýjungar sem allar eru til þess fallnar að gera litlum notendum kleift að fá orkuna á sem hagkvæmasta verði,“ segir í tilkynningu, en auk þess: „Við leggj- um mikið upp úr því að gera kaup- endum sem auðveldast að skipta um raforkusala. Það eina sem notandi þarf að gera er að fara inn á vefsíðu okkar orkaheimilanna.is og skrá sig.“ mm Orka heimilanna er nýtt fyrirtæki á raforkumarkaði „stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna mótmælir harðlega þeirri sjálftöku launa sem á sér stað meðal stjórnenda í íslenskum fyrir- tækjum,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. „Allt frá því að kjararáð gaf tóninn með hækkun launa til þing- manna og forstöðumanna stofnana hefur orðið til hyldýpi milli þess- ara aðila og launafólks. Þrátt fyrir að ákvörðunum kjararáðs hafi ver- ið mótmælt harðlega og þrátt fyr- ir að ríkisstjórninni hafi gefist kost- ur á að leiðrétta þessa óhæfu, þá reyndist hún ekki hafa þann kjark sem til þurfti þegar að á reyndi. Á sama tíma er því haldið að launa- fólki að vera hófstillt í launakröf- um til þess að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Það ríkir hins vegar ekki stöðugleiki hjá íslensku launa- fólki sem þarf á sama tíma að takast á við skerðingar barna- og vaxta- bóta og raunlækkunar á persónu- afslætti sem ekki fylgir almennri launaþróun og hefur ekki gert í ára- raðir. slík ögrun verður ekki liðin og mun valda upplausn á almenn- um vinnumarkaði verði ekkert að gert,“ segir í ályktun stjórnar LÍV sem skorar á stjórnvöld og stjórnir lífeyrissjóða að vinda ofan af þessari þróun aukinnar misskiptingar. mm Segja sjálftöku ögrun við launafólk Ómar Örn Ragnarsson frumkvöð- ull og verslunarmaður í Borgar- nesi hefur undanfarna mánuði undirbúið opnun norðurljósasýn- ingar í Borgarnesi. Í þeim tilgangi festi hann kaup á húsnæði á jarð- hæð fjölbýlishúss við Brákarbraut, beint á móti Landnámssetrinu, og mun þar opna sýningarsal um norðurljósin mánudaginn 2. apríl næstkomandi. síðastliðinn föstu- dag hélt Ómar forsýningu í hús- næðinu þangað sem hann bauð fjölskyldu og vinum. Fulltrúum skessuhorns var boðið að fylgjast með sýningu 18 mínútna langr- ar kynningarmyndar um norður- ljósin. Í myndinni er m.a. fræðst um tilurð norðurljósanna, sagn- ir af ævafornum getgátum um af hverju þeim bregður fyrir á himni auk þess sem birtur er fjöldi mynd- brota af dansandi norðurljósum. Ómar Örn segir að myndasýning- arnar muni taka þróun og breyt- ingum, en upphafið lofar vissulega góðu og enginn vafi er á að sýn- ingin mun njóta vinsælda ferða- fólks sem margt kemur hingað til lands gagngert vegna norðurljós- anna. Ómar Örn hefur um árabil haft mikinn áhuga á norðurljósunum og að nýta þau til að laða hing- að áhugasama ferðamenn. Norð- urljósasýningin verður opin frá klukkan 13 til 21 virka daga, en 13 til 18 á laugardögum. Þegar inn í húsið er komið mætir fólki af- greiðsla og lítil minjagripaverslun, en þaðan er gengið inn í myrkvað- an sýningarsal með fjörutíu sætum, 4k laservarpa, 360 gráðu hljóðkerfi og stóru sýningartjaldi. Auk þess að bjóða nú upp á þessar sýningar ætlar Ómar Örn að leggja áherslu á ferðir um Vesturland. sjálfur hefur hann ferðaskrifstofuleyfi og býður upp á skoðunarferðir fyrir litla hópa þar sem áhersla verð- ur til dæmis lögð á myndatökur í óspilltri náttúru Vesturlands. Fyr- irhugað er að í sumar verði boð- ið t.d. upp á óvissuferðir, fugla- skoðun, hestaskoðun, myndatökur með dróna og upptökur með þrí- víddartækni eru í skoðun. Á vet- urna verður meiri áhersla lögð á norðurljósaferðir á góða útsýnis- og myndatökustaði sem nóg er af á Vesturlandi. Nánar má fræðast um verkefnið á vefsíðunni aurorashow.is sem væntanleg er í loftið þann 2. apríl næstkomandi. mm Opnar sýningarsal um norðurljósin Ómar Örn Ragnarsson í anddyri norðurljósasýningarinnar. Ferðavænir minja- gripir prýða veggina. Húsnæði norðurljósasýningarinnar við Brákarbraut í Borgarnesi. Þar verður opnað 2. apríl næstkomandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.