Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. snæfellskonur tóku á móti Breiða- bliki í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn í bar- áttunni um sjötta sætið. Í lok fyrsta leikhluta leiddu Blikar með tveimur stigum, 16-18 en Whitney skoraði fyrstu sjö stig þeirra en fékk fjórar villur. Vegna þess að Whitney var komin með fjórar villur urðu Blikar að skipta í svæðisvörn og var mik- ið jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta. Í hálfleik leiddu snæfell- ingar með 34 stig gegn 31. Leikurinn byrjaði af hörku eft- ir leikhlé og snemma í þriðja leik- hluta fékk Whitney fimmtu villuna. snæfellskonur pressuðu Blika um allan völl og í lok þriðja leikhluta voru þær komnar með 12 stiga forystu, 53-41. Í fjórða leikhluta komust snæfellskonur í tvígang 15 stigum yfir Blika og var leikurinn í þeirra höndum. Blikar pressuðu stíft síðustu mínúturnar og náðu að minnka forystu snæfellinga niður í þrjú stig en þar við sat. snæfells- konur enduðu tímabilið með góð- um sigri 71-68 í sjötta sæti. Atkvæðamest í liði snæfells var Kristan mcCarthy með 32 stig, 19 fráköst og 5 stolna bolta. Á eftir henni kom Berglind Gunnarsdóttir með 11 stig. stigahæst hjá Breiða- blik var Whitney Knight með 15 stig. Næstar voru þær Auður Íris Ólafsdóttir og Telma Lind Ásgeirs- dóttir með 14 stig hvor. arg Snæfellskonur í sjötta sæti Snæfellskonur enduðu tímabilið með sigri á Blikum. Ljósm. Snæfell.is. Lokaumferð Dominos deild- ar kvenna fór fram á laugardag- inn. Fyrir umferðina var skalla- grímur í fjórða sæti deildarinn- ar, jafnt að stigum og stjarnan, en með hagstæðari úrslit úr innbyrðis viðureignum. Þrátt fyrir 82-87 tap skallagríms á laugardaginn gegn Haukum í Hafnarfirði, verður það skallagrímskvenna að taka þátt í úrslitakeppninni því stjarnan tap- aði fyrir Val sama dag. segja má að skallagrímskonur hafi þannig stol- ið fjórða sætinu af stjörnunni með mögnuðum lokaspretti á mótinu því þær unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á lokaspretti mótsins. Það eru Haukar sem hampa deildameistaratitlinum og verða því andstæðingur skallagríms í úrslita- keppninni sem hefst 2. apríl. Hins vegar keppa Keflavík og Valur sem urðu í öðru og þriðja sæti deildar- innar. mm Skallagrímskonur í úrslitakeppnina Fram kom í viðtali á karfan.is við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur leikmann Skal- lagríms að hún var svekkt með að tapa gegn Haukum í lokaleik deildarkeppnin- nar. Engu að síður var hún hæstánægð með að ná í úrslitakeppnina þrátt fyrir það. Það verður nóg að gera hjá Sigrúnu og liðsfélögum hennar um páskana að undirbúa sig fyrir lokaorrustuna sem hefst eftir páska. Ljósm. karfan.is. snæfellingar sóttu Hamarsmenn heim í þriðja leik úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið. snæfellingar höfðu þegar tapað í fyrstu tveim- ur leikjum undanúrslitarimm- unnar og því ljóst að þeir þurftu að vinna leikinn en svo fór ekki. mikið líf var í leiknum til að byrja með og snæfellingar voru mun grimmari í öllum sínum aðgerð- um. Um miðjan fyrsta leikhluta voru þeir komnir sjö stigum yfir, 9-16. Um miðjan annan leikhluta voru þeir komnir með 16 stiga forystu, 32-48, og allt leit út vel út fyrir snæfellinga. Eftir þetta urðu kaflaskipti í leiknum og á fjórum mínútum sóttu Hamarsmenn stíft og minnkuðu muninn í tvö stig, 49-51. Bæði lið komu ákveðin til síð- ari hálfleiks. Þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta voru snæfellingar komnir með átta stiga forystu, 60-68. snæfell hélt forystunni og útlitið var mjög gott fyrir þá þar til Hamarsmenn náðu að jafna þegar sex mínútur lifðu leiks, 87-87 og allt varð brjálað á pöllunum. snæfell náði forystunni á ný en leikurinn hélst jafn allt þar til í lokin þegar Hamar komst fjór- um stigum yfir og snæfell þurfti að brjóta til að stoppa klukkuna. Fór svo að lokum að Hamar sigr- aði með 104 stigum gegn 98 og eru komnir í úrslitaeinvígið ann- að árið í röð. snæfellingar eru því komnir í frí. arg Snæfell tapaði eftir harðan leik Snæfellingar komu ákveðnir til leiks en það dugði ekki til. Ljósm. Snæfell.is. síðastliðinn miðvikudag var keppt í fjórum riðlum undankeppni skóla- hreysti, hreystikeppni grunnskóla. Keppnin er liðakeppni og fimm gerðir þrauta; hraðaþraut, upphíf- ingar, armbeygjur, dýfur og hreysti- greip. Í Vesturlandsriðlinum gerðu nýir skólar sig gildandi á toppnum og þeir sem vermt hafa þau sæti á liðnum árum skoruðu nokkrir mjög lágt í keppninni. sigurvegarar, og skólinn sem fer í úrslitakeppnina, er Grunnskóli Húnaþings vestra. Hlutu nemendur hans 55 stig. Í öðru sæti varð Grunnskóli Borg- arfjarðar með 44,5 stig og Grunn- skólinn í stykkishólmi, sigurvegari riðilsins í fyrra, varð í þriðja sæti með 43 stig. Úrslit urðu þessi: 1. Grunnskóli Húnaþings vestra 55 stig 2. Grunnskóli Borgarfjarðar 44,5 stig 3. Grunnskólinn í stykkishólmi 43 stig 4. Grunnskólinn í Grundarfirði 41,5 stig 5. Brekkubæjarskóli á Akranesi 36 stig 6. Grunnskóli snæfellsbæjar 30,5 stig 7. Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit 26,5 stig 8. Auðarskóli í Dölum 23,5 stig 9. Grundaskóli á Akranesi 22 stig 10. Grunnskólinn í Borgarnesi 7,5 stig. mm Húnvetningar gjörsigruðu í Vesturlandsriðlinum Sigurreifir Húnvetningar. Ljósm. GHV.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.