Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 20182 Fjölmenningarhátíð verður haldin í Frystiklefanum Rifi næstkomandi laug- ardag, 20. október milli klukkan 14 og 16. Þar verður fjölmenningunni fagnað með skemmtilegum tónlistaratriðum, skemmtiatriðum, fræðslu og mat. Á fimmtudaginn gengur í sunnan 10-15 m/s og rigningu víða um land, einkum á suðausturlandi en úrkomulítið verð- ur norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 5-10 stig. Á föstudag er útlit fyrir suð- vestanátt 10-15 m/s og skúrir verða á vestanverðu landinu en bjart eystra. Snýst í suðaustanátt og rigningu á suð- vesturlandi um kvöldið og hiti verður á bilinu 2-17 stig. Á laugardag er gert ráð fyrir allhvassri eða hvassri suðaustanátt og rigningu. Úrkomulítið á Norðaustur- landi og hiti 3-10 stig og hlýjast á Aust- urlandi. Á sunnudag er útlit fyrir áfram- haldandi suðvestanátt og skúri eða él en bjart verður fyrir austan. Það kólnar í veðri og frystir inn til landsins þegar líð- ur á kvöldið. Útlit er fyrir vaxandi suð- vestanátt með rigningu og hlýnandi veðri á mánudaginn. Spurning vikunnar á vef Skessuhorns var heldur óhefðbundin í síðustu viku en þá voru lesendur beðnir um að botna málsháttinn sem byrjar svo: „Ber er hver...“ Réttur botn á málshættinum var „að baki nema sér bróður eigi“ og voru lesendur langflestir, eða 92%, svar- enda með þetta rétt. Aðrir voru ekki með rétta lausn. 3% sögðu: „Í rúminu“ og 2% með „og sér er hver“. Þá fengu botnarnir „nema einhver,“ „aðeins einu sinni“ og „bróður- og systralaus“ allir eitt prósent atkvæða hver. Í næstu viku er spurt: Gengur þú með armbandsúr? Röskur brúarvinnuflokkur frá Vestfirsk- um verktökum og borgfirskir vega- vinnukarlar hafa á liðnum dögum lagt veg að og brú yfir Norðlingafljót á Arn- arvatnsheiði. Eru þessir vösku sveinar Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Ekki í fyrsta skipti svona kvenlægt BORGARBYGGÐ: Í kjöl- far fréttar í síðasta tölublaði um að byggðarráð Borg- arbyggðar væri nú í fyrsta skipti skipað konum ein- göngu, hefur verið bent á að það sé ekki alls kostar rétt. Þannig var að í októ- ber árið 1999, þegar Guð- mundur Guðmarsson hætti í sveitarstjórn Borgarbyggðar, var þáverandi bæjarráð ein- göngu skipað konum. Hélst það svo fram yfir kosning- ar 2002. Þær sem skipuðu ráðið voru Guðrún Fjelds- ted, Kolfinna Jóhannesdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Þrátt fyrir að þá hafi ráðið heitað bæjarráð, en byggðarráð nú, er talin ástæða til að árétta þetta til að sögulegum stað- reyndum sé sem réttast til haga haldið. -mm Akstursstyrk- ir til foreldra í dreifbýli SNÆFELLSBÆR: Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt um sérstakan aksturs- styrk til að mæta kostnaði við akstur barna til Ólafsvík- ur í íþrótta- og tómstunda- iðkun. Vakin er athygli á þessu á vefsíðu sveitarfélags- ins. Árlegur akstursstyrkur nemur 30 þús. kr. og skulu umsóknir berast bæjarritara í tölvupósti. Í umsókninni þarf að koma fram nafn for- eldris/forráðamanns, nafn barns eða barna, kennitala og númer bankareikninga þar sem leggja á styrkinn inn. Þá þarf einnig að fylgja staðfest- ing þjálfara um að barnið sé skráð í íþróttir. -kgk Kvikmyndataka í gangi AKRANES: Næstu vik- ur verður tökulið frá fram- leiðslufyrirtækinu Vintage pictures við tökur á Akranesi. Tekin verður upp íslenska kvikmyndin „Hey hó Agnes Cho“ sem gerist að mestu leyti á Akranesi. Tökur hóf- ust 15. október og standa til 9. nóvember og þær víðsveg- ar um Akranes. Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar seg- ir að íbúar geti orðið eitthvað varir við tökuliðið í bænum. Til dæmis verður tekið upp í Jaðarsbakkalaug nú í vik- unni, en laugin verður samt sem áður opin. Aðrir töku- staðir eru við Kirkjubraut, Suðurgötu, Þjóðbraut, Sem- entsverksmiðjuna og á fleiri stöðum. Myndin Hey hó Ag- nes Cho á að vera dramatísk kvikmynd með húmor. Leik- stjóri er Silja Hauksdóttir. -klj Áform eru uppi um stækkun Foss- hótels Stykkishólmi í vetur. Ætl- unin er að byggja ofan á miðbygg- ingu hússins, þar sem inngangur og mótttaka hótelsins er. Stækk- unin nemur tólf herbergjum, þar af einni svítu. Breytingar á annarri hæð hússins vegna stækkunarinnar gera það hins vegar af verkum að tvö herbergi sem þar eru fyrir þurfa að víkja, að sögn Maríu Ólafsdótt- ur hótelstjóra. Raunstækkun hót- elsins nemur því tíu herbergjum. Verða þau 89 að breytingum lokn- um í stað 79 áður. Þar að auki verð- ur stóri salur hótelsins tekinn í gegn. María segir tímabært að ráð- ast í þessar framkvæmdir. „Það þarf að stækka hótelið. Síðustu ár hefur verið fullt hjá okkur alveg frá sum- arbyrjun til sumarloka og nýtingin mjög góð á öðrum árstímum,“ seg- ir hún. „Það hefur gengið rosalega vel hér í lengri tíma og útlit fyrir að svo verði áfram. Bókanir eru mjög góðar fram í tímann, bæði fyrir vet- urinn og allt fram á næsta sumar,“ segir María. Aðspurð segir hún stefnt að hefja framkvæmdir snemma á næsta ári. „Það er búið að gera teikningar að stækkuninni og stefnt að því að hefjast handa í febrúar. Það er eig- inlega eini tíminn sem hægt er að fara í svona stórar framkvæmdir. Í nóvember og desember eru jóla- hlaðborðin, þorrablót í lok janú- ar og því hentar febrúarmánuð- ur langbest,“ segir hún en kveðst ekki geta sagt til um hvenær lokið verði við stækkunina. „Ég veit ekki hversu langan tíma þetta gæti tekið. Fyrst verður lokið við framkvæmdir á neðri hæðinni fyrir sumarið 2019. En nýju herbergin verða ekki tekin í notkun fyrr en 2020,“ segir María Ólafsdóttir að endingu. kgk Fosshótel Stykkishólmi verður stækkað í vetur Fosshótel Stykkishólmi. Ljósm. sá. Á fundi bæjarstjórnar Akranes- kaupstaðar í síðustu viku voru stað- fest drög að kaupsamningi bæjarins á 35,58% eignarhluta Golfklúbbs- ins Leynis í vélageymslu á starfs- svæði klúbbins. Skemma þessi var byggð árið 2013 og átti bærinn fyr- ir 64,42% hlut í henni og eignast hana því að fullu. Kaupverð á eign- arhlutnum er 38,4 milljónir króna, en fasteignasalan Valfell hafði verið fengin til að verðmeta húsið. Greið- ast 20 milljónir kaupverðsins með peningum við undirritun samnings, en eftirstöðvarnar með skuldajöfn- un við Leyni vegna kostnaðar sem til hefur fallið við hönnun, upp- gröft, smíði og fleira sem tengist framkvæmdum við byggingu nýrr- ar frístundamiðstöðvar við golf- völlinn. mm Bærinn eignast vélaskemmu að fullu Vegagerðin hefur birt niðurstöðu frumathugunar á vænleika þess að leggja Vestfjarðaveg um Reyk- hóla og með brú yfir utanverðan Þorskafjörð, en að öðrum kosti að fara svokallaða Þ-H leið um Teigs- skóg. „Niðurstaða könnunar Vega- gerðarinnar á svokallaðri R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorska- fjörð er að hún er töluvert dýrari en Þ-H leiðin sem Vegagerðin mæl- ir með. Umferðaröryggi er minna á leið R, sú leið er lengri en Þ-H og sú leið, eða leið svipuð henni, myndi tefja framkvæmdir um 2-3 ár, sé horft framhjá hugsanlegum kæru- málum á báðum leiðum,“ segir í til- kynningu Vegagerðarinnar. Í skýrslu Vegagerðarinnar er leið R tekin til skoðunar og gerð grein fyrir þeim breytingum sem stofn- unin telur nauðsynlegt að gera til að uppfylltar séu þær kröfur sem gilda um hönnun nýrra stofnvega á vega- kerfi Íslands. „Er sú leið nefnd leið A3 til aðgreiningar frá leið Multi- consult [R-leið, innsk. blm]. Í skýrsl- unni er jafnframt að finna saman- burð leiðar A3 og leiða Þ-H og D2 þar sem tekið er á helstu þáttum sem skipta máli varðandi ákvörðun um leiðarval. Afstaða Vegagerðarinn- ar eftir að hafa unnið þessa skýrslu er sú að leið Þ-H sé besta leiðin til bættra vegasamganga á sunnanverð- um Vestfjörðum.“ Rökin fyrir því segja starfsmenn Vegagerðarinnar helst eftirfar- andi í samanburði við leið A3: Umferðaröryggi er að öllum • líkindum minna á leið A3. Leið A3 er töluvert lengri en • leið Þ-H eða 4,7 km. Kostnaður við leið A3 er veru-• lega meiri en við leið Þ-H sem nemur tæpum 4 milljörðum kr. Ljóst er að umhverfisáhrif eru • töluverð á leið A3. Kanna þarf matsskyldu og líklegt að gerð verði krafa um umhverfismat. Efnisþörf fyrir leið A3 er meiri • og opna þarf fleiri námur. Verði farin leið A3 mun það lík-• lega tefja framkvæmdir um tvö til þrjú ár. Skýrsluna í heild sinni og teikn- ingar má finna á vef Vegagerðar- innar. mm Vegagerðin mælir áfram með leið Þ-H um Reykhólasveit Telur Þ-H leið ódýrari kost, öruggari og styttri Leið Þ-H um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Horft frá Reykjanesi. Teikning: Vegagerðin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.