Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 21 Í byrjun október var Jón Pétur Úlf- ljótsson danskennari í heimsókn í Grunnskóla Snæfellsbæjar norðan Fróðárheiðar. Hann ásamt V. Lilju Stefánsdóttur kenndu nemendum grunnskólans dans. Lagt var upp með að efla hópana á mið- og ung- lingastigi. Nemendum var ýmist kennt í hverjum bekk fyrir sig eða skólastigunum saman. Gekk þetta vel og stóðu nemendur sig með prýði. Var endað með að slá upp danspartíi í íþróttahúsinu í Ólafsvík og dönsuðu nemendur allra bekkja skólans saman. Hafði Jón Pétur á orði að mjög gaman hefði ver- ið að dansa með nemendum og sú kennsla sem hefði átt sér stað í skól- anum undanfarin ár væri greinilega að skila sér. Dans er talinn mikil- vægur þáttur í félagslegum sam- skiptum allra og því var ánægjulegt að sjá hversu virkan þátt nemend- ur tóku í verkefninu og virtust hafa gaman af. þa Dans er allra meina bót Laugardaginn 13. október var blás- ið til veislu í Samkomuhúsi Grund- arfjarðar. Félag eldri borgara í Grundarfirði boðaði þá til sviða- veislu í tilefni af Rökkurdögum sem hófust sama dag. Veisluborðið svignaði undan kræsingunum en á boðstólnum voru heit og köld svið, sviðnar lappir, sviðasulta, kartöflu- mús og að sjálfsögðu dýrindis rófu- stappa. Til að toppa veisluborð- ið var borðskrautið úr hrútshorn- um og puntstráum. Frábær mæting var í veisluna og tók fólk hraustlega til matar síns enda veislumaturinn einstaklega ljúffengur. Það getur fréttaritari Skessuhorns vottað. tfk Eldri borgarar héldu sviðaveislu Þeir Svanur Tryggvason og Gunnar Magnússon rétt höfðu tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu áfram að bera kræsingarnar á borð. Veisluföng og borðskraut. Gárungarnir veltu fyrir sér, í ljósi umræðna vikunnar, hver væri upruni þessara glæsilegu stráa, en það fékkst ekki uppgefið hjá veisluhöldurum. Veislugestum leist vel á veitingarnar. Næstu daga verða litlu gjaldskýl- in við Hvalfjarðargöng fjarlægð, að því er fram kemur á vefsíðu Vega- gerðarinnar. Framkvæmdir stóðu yfir þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni síðdegis í gær. Um- ferðarhraði við vinnustæðið hef- ur verið lækkaður í 30 km/klst. og biðlar Vegagerðin til vegfarenda um að sýna aðgát og virða merk- ingar á svæðinu. arg Fjarlægja gjaldskýli við Hvalfjarðargöng Nú er unnið við að fjarlægja gjaldskýli við Hvalfjarðargöng. Nú þegar tíu dagar eru í fyrsta vetrardag eru sífellt fleiri lauf far- in að yfirgefa uppeldisstöðvar sín- ar og svífa til jarðar. Þar jarðgerast þau smám saman og mynda nær- ingu fyrir það líf sem kviknar með hækkandi sól. Þessa litríku haust- litamynd tók Áslaug Þorvaldsdótt- ir í Borgarnesi af breiðu laufblaða í Skallagrímsgarði. mm/ Ljósm. áþ. Haustlitafundur Föstudagurinn 12. október var Bleiki dagurinn. Hann hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og er hápunktur bleika októbermán- uðarins. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæð- ast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Dagurinn er tileinkaður vakningu fyrir brjóstakrabbameini. Meðfylgjandi mynd var tekin úr blokkinni á Sólmundarhöfða yfir Langasand og byggðina á Akranesi. Síðdegis þennan dag var, eins og eftir pöntun, himininn fagurbleik- litaður og baðaði landið sérstök- um ljóma í tilefni dagsins. Með- fylgjandi mynd tók Sigríður Gróa Kristjánsdóttir af heimili sínu. mm Bleikur himinn á bleikum föstudegi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.