Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 9 Í GANGI Á VÖKUDÖGUM: Akranesviti, Vitinn í túlkun leikskólabarna Akranesviti, myndlistarsýning Aldísar Petru Bókasafn, myndlistarsýning Áslaugar Benediktsdóttir Bókasafn, Glassúr - Listasýning Tinnu Royal Bókasafn, skjásýning með ljósmyndum frá fyrstu árum Sementsverksmiðju ríkisins Café Kaja, Trílógía - Myndlistarsýning Guðrúnar Margrétar Jónsdóttur HVE, Sjómaðurinn á Akratorgi, myndlistarsýning - Teigasel Höfði, Það sem auga mitt sér, ljósmyndasýning - Garðasel Höfði, sýning Sólveigar Sigurðardóttur Höfði, sýning Sigríðar Rafnsdóttur Höfði, munir úr þæfðri ull - Marianne Erlingsen og Áslaug Rafnsdóttir Penninn Eymundsson, kynning á Lestrarklefanum Smiðjuvellir 32 (Bónus), Ég og fjölskyldan mín, myndlistarsýning - Akrasel Svarti Pétur, ljósmyndasýning Birkis Péturssonar Tónlistarskóli, ljósmyndasýning barna á Vallarseli ÞRIÐJUDAGUR 23. OKT. Kl. 21:00 Gamla Kaupfélagið Slitnir Strengir - Céiledh MIÐVIKUDAGUR 24. OKT. SETNING VÖKUDAGA Kl. 20:00 Tónberg Upptaktur fyrir Vökudaga Af fingrum fram með Jóni Ólafs og Gunnari Þórðar FIMMTUDAGUR 25. OKT. Kl. 13:30-15:30 Vinaminni Opið hús fyrir eldri borgara Kl. 15:00 Bókasafn Opnun málverkasýningar Áslaugar Benediktsdóttur Kl. 16:15-17:00 Café Kaja Slökun í bæ - Núvitund og hugleiðsla Kl. 17:00-20:00 Akranesviti Opnun málverkasýningar Aldísar Petru Kl. 19:00 Lesbókin Café Ólsen, ólsen keppni - Vinningar í boði Kl. 19:30 Tónberg Söngtónleikar Ingibjargar Ólafsdóttur og Valdísar Valgarðsdóttur Kl. 20:00 Café Kaja Trílógía - Opnun myndlistarsýningar Guðrúnar Margrétar Jónsdóttur Kl. 21:00 Gamla Kaupfélagið Á móti sól - Kvöldvaka Kl. 22:00 Svarti Pétur Uppistand með Ársæli Rafni, Bjartmari Einars, Lollý Magg og Lovísu Láru FÖSTUDAGUR 26. OKT. Kl. 17:00 Höfði Opnun á listsýningum - Lifandi tónlist Kl. 20:00-23:00 Lesbókin Café Lifandi tónlist Kl. 21:00-23:00 Kirkjubraut 8 Blústónleikar Nínu og félaga Kl. 23:59 Svarti Pétur Hjálmar Kristinsson trúbador LAUGARDAGUR 27. OKT. Kl. 10:00-16:00 Smiðjuloftið Hrekkjavökumót Klifurfélags ÍA og Smiðjuloftsins Kl. 11:00 Café Kaja Slökun í bæ - Krakkajóga Kl. 11:00-14:00 Bókasafn Glassúr - Opnun listasýningar Tinnu Royal Kl. 12:00-17:00 Kirkjubraut 54-56 Kynning á starfsemi og opnar vinnustofur Kl. 12:30 Bókasafn Sögustund fyrir börnin - Katrín Ósk Jóhannsdóttir les úr nýútkominni bók sinni, Mömmugull Kl. 14:00 Breiðin Opnun útilistasýningar Borghildar Jósúadóttur og Sveins Kristinssonar, Maður og náttúra Kl. 16:00 Bíóhöllin á Akranesi Í takt við tímann - Skagfirski kammerkórinn, Kammerkór Norðurlands og Sinfóníetta Vesturlands Kl. 20:00-21:15 Gamla Kaupfélagið Skagaleikflokkurinn - Klemman, skemmtidagskrá Kl. 20:00-23:00 Lesbókin Café Kósý vökukvöld - Opið spilakvöld SUNNUDAGUR 28. OKT. Kl. 11:00-14:00 Smiðjuloftið Fjölskyldutími - Hrekkjavökuþema Kl. 20:00-21:15 Gamla Kaupfélagið Skagaleikflokkurinn - Klemman, skemmtidagskrá kr. SVONA HEFJAST AKRANES SK ES SU H O R N 2 01 8 Skagakonan og söngfuglinn Jónína Björg Magnúsdóttir ætlar að standa fyrir blústónleikum á Vökudögum í næstu viku. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 26. október klukk- an 21 við Kirkjubraut 8 á Akranesi. Nína hefur verið að syngja eins lengi og hún man eftir sér og segir blaðamanni að hún hafi fengið alveg einstakt tónlistaruppeldi. „Mamma var mikil saumakona og pabbi not- aði tvinnakeflin til að búa til flautur og svo kenndi hann okkur mismun- andi tóna með því að slá á flöskur með vatni í. Tónlist var alltaf mikill partur af okkar uppeldi,“ segir Nína og bætir því við að hún hafi keypt fyrsta gítarinn sinn 16 ára gömul. „Ég hafði þá verið að vinna í sum- arhúðunum í Ölveri og um leið og ég fékk fyrstu útborgunina fór ég og keypti mér gítar.“ Stórglæsilegt tónlistarfólk Tónleikana heldur Nína í sam- vinnu við tónlistarkonurnar Ing- veldi Maríu Hjartardóttur og Bryn- hildi Oddsdóttur. „Brynhildur er stofnandi og gítarleikari hljómsveit- arinnar Beebee and the bluebirds og kemur hún með hljómsveitina með sér. Ingveldur María er nýlega kom- in heim frá Berklee College of Mu- sic í Bandaríkjunum. Þetta eru því engar smá tónlistakonur sem verða með mér þetta kvöld,“ segir Nína. „Ég hafði samband við Edda Lár gítarleikara og bæjarlistamann og Birgi Baldursson trommara, en þeir hafa áður spilað með mér í stúd- íói. Valdimar Olgeirsson, kennari við Tónlistarskóla Akraness, verður á bassanum þetta kvöld og er það í fyrsta skipti sem ég vinn með hon- um. Þessir strákar skipa því hús- bandið þetta kvöld,“ segir Nína og bætir því við að það sé henni mikill heiður að fá þetta fólk með sér. Brynhildur vann Gullnöglina „Ég mun byrja tónleikana og Ing- veldur María tekur því næst við. Beebee and the bluebirds munu svo ljúka tónleikunum,“ segir Nína. „Ég er svo spennt að kynna Brynhildi og hennar tónlist fyrir Skagamönn- um. Þetta er stórglæsileg tónlistar- kona sem alltof fáir hafa heyrt af. Hún vann nýlega Gullnöglina, gít- arverðlaun Björns Thoroddsen, en mig hefði aldrei grunað að við ætt- um svona góðan kvenkyns gítarleik- ara,“ segir Nína og bætir því við að Brynhildur eigi stóran þátt í að hún hafi ákveðið að halda blústónleika. „Ég er inni í hópi á Facebook sem er ætlaður konum í tónlist og heitir KÍTÓN. Ég skrifaði þar inni að mig langaði að halda blústónleika. Bryn- hildur svaraði því og sagðist vera tilbúin að taka þátt og þá var ekk- ert aftur snúið, fólk verður að heyra í þessari konu.“ Ingveldi þekkja Skagamenn betur en hún kemur frá Akranesi. „Ingveldur er einnig hæfi- leikarík söngkona sem ég er viss um að við eigum eftir að heyra meira frá næstu árin,“ segir Nína. Lofar góðum tónleikum Gert er ráð fyrir að tónleikarn- ir standi yfir í tvær klukkustund- ir og lofar Nína því að gestir verði ekki sviknir. „Barinn verður op- inn og svo er tilvalið fyrir gesti að fara á Galito eða Gamla kaupfélag- ið í kvöldmat og koma svo á tón- leikana, það gæti orðið góð kvöld- stund.“ Hægt er að nálgast miða á tónleikana hjá Nínu en miðaverð er 3.000 krónur. arg Heldur blústónleika á Akranesi Jónína Björg Magnúsdóttir stendur á bakvið blústónleika á Vökudögum. Hljómsveitin Beebee and the bluebirds mun spila á blústónleikunum. Ingveldur María Hjartardóttir mun koma fram á tónleikunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.