Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er best við að vera á Klettaborg? Spurni g vikunnar Emil Lind Estrajher Að perla. Alexander Aron Jónsson Að leika í Transformers. Viktor Snær Arnarsson Að leika. Auðunn Jakob Finnsson Að vera úti að leika. Anna Diljá Flosadóttir Að perla og mála köngla. (Spurt á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi) Hekla Isabel Mikaelsdóttir Að leika í aðalstofu og perla. Snæfell mátti sætta sig við tap gegn Hetti, 70-83, þegar liðin mættust í annarri umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudag. Leikið var í Stykkishólmi. Gestirnir frá Egilsstöðum náðu undirtökunum snemma leiks en Snæfellingar voru aldrei langt und- an. Fimm stigum munaði þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Hattarmenn áttu loka- orðið og höfðu átta stiga forskot fyrir annan fjórðung, 20-28. Annar leikhluti fór hægt af stað en gestirn- ir komust tíu stigum yfir um hann miðjan, 22-32. Þeirri forystu héldu þeir meira og minna óbreyttri allt þar til hálfleiksflautan gall. Staðan í hléinu var 35-45 fyrir gestina. Höttur skoraði fyrstu átta stig síðari hálfleiks og komust í 35-53. Snæfellingar voru lengur í gang en tókst að minnka muninn niður í ellefu stig áður en þriðji leikhluti var úti, 49-60. Þeir settu síðan allt í botn í upphafi fjórða leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig. Að- eins vantaði herslumuninn upp á að Snæfellingar kæmust upp að hlið gestanna en svo varð ekki. Höttur náði að halda um það bil fimm stiga forskoti og bæta við nokkrum stig- um á lokamínútunum. Lokatölur urðu því 70-83, Hetti í vil. Deandre Mason var atkvæða- mestur í liði Snæfells með 26 stig og 13 fráköst. Dominykas Zup- kauskas skoraði 18 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst og Darrel Flake var með ellefu stig og átta fráköst. Andrée Fares Michelsson, fyrr- um leikmaður Snæfells, átti stór- leik í liði Hattar og skoraði 37 stig. Charles Clark var með 18 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar og David Guardia Ramos skoraði tólf stig. Snæfell er án sigurs í sjöunda sæti deildarinnar eftir fyrstu tvo leiki vetrarins. Næst leika Snæfellingar á föstudaginn, 19. október, þegar lið- ið mætir Fjölni á útivelli. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfell tapaði heima gegn Hetti Íþróttakeppnin West Side fór fram í Ólafsvík á fimmtudaginn, 11. október. West Side er stærsti við- burður framhaldsskólanna á Vest- urlandi; Fjölbrautaskóla Vestur- lands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Menntaskóla Borgarfjarðar. Að þessu sinni var Nemendafélag FSN gestgjafi keppninnar, sem hald- in var í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Þar öttu framhaldsskóla- nemar kappi í Gettu betur áður en íþróttakeppni hófst þar sem keppt var í fótbolta, körfubolta og blaki. Að kvöldi dags skemmtu nem- endur sér síðan á stórdansleik í Félagsheimilinu Klifi, þar sem Dj Sveinn Ágúst, Sprite Zero Klan, ClubDub, Huginn og Herra Hnetusmjör stigu á stokk. Eitt hundrað krónur af hverjum seldum miða á West Side runnu í Minningarsjóð Einars Darra, til styrktar þjóðarátaki gegn misnotk- un lyfseðilsskyldra lyfja og annarra fíkniefna. kgk/ Ljósm. af. West Side var í síðustu viku West Side hófst á keppni milli skólanna í Gettu Betur. Keppt í blaki. Bikarmót Kraftlyftingafélags Ís- lands í klassískum kraftlyfting- um og klassískri bekkpressu voru haldin á Akranesi um helgina. Mótahald var í höndum Kraftlyft- ingafélags Akraness og keppt var í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Bikarmeistar í klassískum kraft- lyftingum 2018 eru Þórunn Brynja Jónasdóttir úr Ármanni, með 334,8 stig og Ingvi Örn Friðriks- son úr KFA með 442,6 stig. Bik- armeistarar í klassískri bekkpressu eru Matthildur Óskarsdóttir úr KFR, en hún átti jafnframt afmæli sama dag. Hún lyfti 96 kg í -72 kg flokki, sem er nýtt Íslandsmet í opnum flokki. Ríkharð Bjarni Snorrason, Bolungarvík, sigraði í karlaflokki með 200 kg lyftu í -120 kg flokki. Kraftlyftingafélag Akraness átti tvo keppendur á bikarmótinu í klassískum kraftlyftingum; Alex- andreu Rán Guðnýjardóttur og Svavar Örn Sigurðsson. Alexandrea sigraði í -57 kg flokki kvenna. Hún lyfti 82,5 kg í hnébeygju, 62,5 í bekkpressu og sléttum 100 kg í réttstöðu. Saman- lagt gera það 245 kg og skilaði það henni 287,5 Wilksstigum. Bekk- pressulyfta Alexöndru er jafnframt nýtt Íslandsmet ungmenna í -57 kg flokki. Svavar varð hlutskarpastur í -74 kg flokki karla. Hann lyfti 205 kg í hnébeygju, 140 kg í bekkpressu og 235 kg í réttstöðu. Samanlagt eru það 580 kg og 423,4 Wilksstig. Samanlagður árangur Svavars er nýtt Íslandsmet í -74 kg þyngdar- flokki bæði í ungmennaflokki og opnum flokki. Kraftlyftingafélag Akraness átti einnig tvo keppendur í bikar- mótinu í klassískri bekkpressu, þá Einar Örn Guðnason og Viðar Engilbertsson. Báðir kepptu þeir í -105 kg flokki. Einar gerði sér lítið fyrir og sigraði með lyftu upp á 175 kg en Viðar hafnaði í þriðja sæti með 130 kg lyftu. kgk Kraftlyftingafélag Akraness eignaðist þrjá bikarmeistara Svavar Örn Sigurðsson sigraði í klassískum kraftlyftingum á nýju Íslandsmeti í samanlögðu. Ljósm. úr safni. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir sigraði í -57 kg flokki kvenna. Ljósm. úr safni af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.