Skessuhorn


Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 17.10.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 7 Bræðurnir Hafþór og Sævar Bene- diktssynir hjá fyrirtækinu BB & sonum í Stykkishólmi sóttu sér nýjan vörubíl á föstudaginn. Sá er af gerðinni Mercedes Benz og er sérútbúinn snjómokstursbíll, með snjómokstursbúnaði frá Tellefs- dal sem Aflvélar sáu um að setja á bílinn. Verður bíllinn notað- ur við snjómokstur á Snæfellsnesi í vetur, á þeim leiðum sem BB & synir munu moka fyrir Vegagerð- ina samkvæmt nýju útboði. „Bíll- inn verður notaður við mokst- ur yfir Vatnaleið, að Heydalsaf- leggjara annars vegar og Staðar- stað hins vegar, auk þess sem við mokum Álftafjörð að Narfeyri,“ segir Hafþór í samtali við Skessu- horn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við mokum fyrir Vegagerðina en áður vorum við með snjómokst- ur í Stykkishólmi í 15 ár eða svo,“ segir hann og kveðst fullur bjart- sýni fyrir nýju verkefni. „Við mok- um eftir því sem Vegagerðin metur og kallar eftir. Nú þegar höfum við farið eina ferð í söltun og líst bara vel á þetta. Við erum smám saman að átta okkur á því hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir hann. Með því að taka að sér mokstur áðurnefndra leiða eftir útboð Vega- gerðarinnar bætist snjómokstur við fjölbreytta verkefnaflóru BB & sona. Fyrirtækið annast nú þegar hvers kyns flutninga, sinnir jarð- vinnu, löndun og fleiri verkefn- um. „Við vorum einmitt að koma frá Raufarhöfn þar sem Þórsnesið landaði í gær. Við fylgjum skipinu hvert á land sem er, löndum úr því og flytjum aflann í vinnslu Þórsness sem er hérna við hliðina á okkur í Stykkishólmi,“ segir Hafþór. „Auk þess tökum við að okkur alls kon- ar önnur verkefni, svo sem stein- brot, sögun, múrbrot og fleira. Við höfum meira að segja verið að tína þökur, byrjuðum á því tíu ára gaml- ir bræðurnir en ákváðum að hætta í fyrra þegar við vorum búnir að vera að því í 30 ár. Það var komið gott,“ segir hann léttur í bragði. Eini Benzinn í flotanum Hafþór segir að 13 til 14 manns starfi að jafnaði hjá BB & sonum við hin ýmsu verkefni, hvort sem er við flutninga, jarðvinnu, lönd- un eða annað. Hann segir af nógu að taka í starfi fyrirtækisins. „Það er brjálað að gera og búið að vera þannig síðan 2007,“ segir hann. „Snjómokstursbíllinn er þriðji bíllinn sem við kaupum á þessu ári og tólfti bíllinn í flotanum okkar. Það er eiginlega verst að hann er vitlaus tegund,“ segir Hafþór kím- inn, en nýi bíllinn er eini Benzinn í bílaútgerð fyrirtækisins. Aðrir bílar eru MAN. „Við vorum með Benz einu sinni fyrir mörgum árum en hann reyndist svo illa að við enduðum á að skila honum,“ segir hann í léttum dúr. Hann tekur þó fram að það sé fyrst og fremst hagræði af því að hafa alla bílana frá sama framleiðandanum og kveðst ánægður með nýja bíl- inn. „Benzinn er mjög vel útbú- inn, með öllum þeim fullkomn- ustu tækjum sem þarf til snjó- moksturs. Hann er auk þess með þrjár myndavélar, tvær sem snúa aftur og eina sem tekur upp það sem gerist fyrir framan bílinn. Við erum búnir að setja myndavélar í alla trukkana okkar, það er mik- ilvægt öryggisatriði fyrir bílstjór- ana,“ segir Hafþór að endingu. kgk/ Ljósm. Bílaumboðið Askja. BB & synir kaupa snjómokstursbíl Fyrirtækið mun annast snjómokstur á Snæfellsnesi í vetur Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz, útbúinn fullkomnum snjómoksturstækjum. Hafþór og Sævar Benediktssynir ásamt Eiríki Þór Eiríkssyni hjá bílaumboðinu Öskju þegar bræðurnir sóttu nýja snjómokstursbílinn á föstudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.