Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 4
„Þar sem maður hefur fengist við
viðskiptasiðfræði eru það ekki
fáar spurningar sem leita á mann í
ljósi þessa máls. Enn á væntanlega
mikið eftir að koma í ljós þannig
að ég er viss um að spurningunum
mun ekki fækka,“ segir Henry Alex-
ander Henrysson, siðfræðingur og
aðjunkt við sagnfræði- og heim-
spekideild Háskóla Íslands, um
mál Samherja. „Vonandi lærum við
að þessu máli en ég er ekki bjart-
sýnn. Ég kannast ekki við að neinn
lærdómur hafi verið dreginn af
fjölmörgum hneykslismálum sem
ég hef verið beðinn að kommenta á
undanfarinn áratug.“
Fram kemur í gögnum Wiki-
leaks sem fjallað var um í frétta-
skýringaþættinum Kveik á þriðju-
dagskvöldið og í umfjöllun nýjasta
tölublaðs Stundarinnar að Samherji
hafi greitt mörg hundruð milljónir
króna til ráðamanna í Namibíu til
að komast yfir kvóta. Kvótinn hafi
verið notaður til að veiða fisk fyrir
utan strendur Namibíu sem er verk-
aður í öðru landi, þá hafi Samherji
greitt litla sem enga skatta í Nami-
bíu og f lutt fjármagnið til skatta-
skjóla.
„Sú spilling sem þarna er lýst er
kannski fyrst og fremst siðferði-
lega ámælisverð í ljósi þess hvernig
hún eitrar samband stjórnmála og
viðskiptalífs. Slík spilling heggur
í stoðir lýðræðisins og raunar við-
skiptalífsins í heild einnig vegna
þess trausts sem glatast þegar slík
hegðun kemur upp á yfirborðið.
Hvernig getum við boðað góða
stjórnarhætti sem hluta þróunar-
samvinnu þegar við högum okkur
svona?“
Henry Alexander segir mútu-
greiðslur aldrei réttlætanlegar.
Fjórar spurningar hafi leitað mest
á hann í kjölfar umfjöllunarinnar.
„Í fyrsta lagi hvað fólki gengur til
að sýna af sér það virðingarleysi
gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu
sem mútugreiðslurnar bera með
sér. Skilningsleysið á arðráninu er
svo víðtækt að mann setur hljóð-
an.“ Í þessu tilviki bætist við að
unnið hafi verið gegn góðri vinnu
Þróunar samvinnustofnunar og
hvernig gott orðspor Íslands hafi
verið misnotað. „Vonandi skaðar
þetta ekki vinnu Íslands annars
staðar í Afríku.“
Í öðru lagi segir hann ótrúlegt
að sjá mikla notkun aflandsfélaga í
nútímaviðskiptum. „Erum við sátt
við þessa þróun – er hún í einhverj-
um skilningi lýðræðisleg? Mark-
miðið virðist allt of oft vera að fela
eitthvað sem þolir ekki dagsljósið.
Ég held að við höfum ekkert lært af
Panamaskjölunum.“
Þriðja spurningin snýr að Íslandi.
„Hvað segir þessi atburðarás um
íslenska þjóð og viðskiptalíf? Einn
angi er orðspor landsins sem er ekki
upp á marga fiska eftir þetta. En
maður veltir einnig fyrir sér hvers
vegna Samherjamenn voru ekki
meira eins og fiskar á þurru landi
þegar suður var komið. Mér finnst
óhugnanlegt hversu vel þeir virðast
heima í því að kaupa velvild kjör-
inna fulltrúa og þeirra sem nálægt
standa. Getur verið að við séum
meiri Namibía en við höldum
þegar kemur að aðgengi að
náttúruauðlindum?“
Samherji brást við
umfjölluninni seint á
þriðjudagskvöld með því að segja
að þar á bæ hafi þeir verið hissa
á hvernig Jóhannes Stefánsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri og
stjórnarmaður Samherjafélaganna
í Namibíu sem rætt er við í þættin-
um, hafi stundað viðskipti í Nami-
bíu. Hafi hann mögulega f lækt
Samherja í viðskipti sem kunni að
vera ólögleg. Stundin greinir frá
því að félög Samherja hafi greitt
280 milljónir króna í mútur eftir að
Jóhannes hætti störfum hjá Sam-
herja árið 2016.
Henry segir viðbrögð Samherja
siðferðilega ámælisverð. „Hvers
vegna ekki að viðurkenna það sem
liggur fyrir? Væri ekki meiri mynd-
ugleiki að viðurkenna að þeir hafi
haft rangt við en að svona gerist
bara kaupin á eyrinni? Að skella
allri skuldinni á uppljóstrara er
þekkt bragð en lýsir um leið karakt-
er þeirra sem þannig bregðast við.“
arib@frettabladid.is
Sú spilling sem
þarna er lýst er
kannski fyrst og fremst
siðferðilega ámælisverð í
ljósi þess hvernig hún eitrar
samband
stjórnmála og
viðskiptalífs.
Henry Alexand-
er Henrysson
siðfræðingur
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP® RENEGADE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 4.990.000 kr.
JEEP® RENEGADE TRAILHAWK - Verð á sýningarbíl: 5.490.000 kr.
JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.490.000 kr.
JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.990.000 kr.
JEEP® CHEROKEE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 8.790.000 kr.
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
ÖRFÁIR
SÝNINGARBÍLAR
Á FRÁBÆRU
VERÐI
Ekki bjartsýnn á að dreginn verði neinn lærdómur
✿ VIðbrögð stjórnmálamanna
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
n Ég held það fari um mig eins og
þjóðina almennt að ég var slegin
eftir að hafa horft á þennan þátt
og séð þau gögn sem þar eru birt.
Ég tel að ef málavextir eru með
þeim hætti eins og þarna lítur út
fyrir sé það auðvitað Samherja
fyrst og fremst til skammar. Séu
málin svona vaxin er það áhyggju-
efni fyrir orðspor okkar þó aðeins
um eitt fyrirtæki sé að ræða.
Það er auðvitað eðlileg krafa
stjórnvalda að íslensk fyrirtæki
fylgi íslenskum lögum og þeim
lögum sem gilda í löndunum þar
sem þau starfa. Undir því eiga auð-
vitað öll fyrirtæki að standa.
Næst á dagskrá er að fara yfir í
ríkisstjórn á morgun ferli málsins
fram undan. Stóra málið finnst
mér vera að þetta verði rannsakað
og hverjum steini snúið við í því.
Logi Einarsson
formaður Samfylkingarinnar
n Fyrstu viðbrögð eru náttúru-
lega algjört sjokk og óhugur.
Þarna er fátæk þjóð í auðugu landi
af náttúruauðlindum, sem er
blóðmjólkuð og er að komast til
sjálfsbjargar, að verða fórnarlamb
þessarar græðgi enn á ný.
Ég bíð með að fella dóma um
hverjir bera ábyrgð og hverjir ekki.
En málið lítur alvarlega út og það
þarf að rannsaka það ofan í kjölinn.
Við þurfum jafnframt að skoða
vinnulag og vinnubrögð við þróun-
arsamvinnu og hver er eftirfylgni
okkar þegar verkefnum lýkur.
Mér finnst þetta líka beina
sjónum okkar að því að við þurfum
að taka alvarlega umræðu um ís-
lenskar auðlindir. Það þarf að vera
skýrt og gott ákvæði í stjórnarskrá
en við þurfum líka að ræða út-
hlutun fiskveiðiheimilda
Inga Sæland
formaður Flokks fólksins
n Ég er bara þrumulostin. Þetta
er áfall og maður óskar eftir því
að þetta verði rannsakað ofan í
kjölinn. Án þess að við séum með
einhverjar sleggjur, málið er alls
ekki á þeim stað, vona ég að þetta
verði vendipunktur, til dæmis
varðandi auðlindina okkar.
Það er nýbúið að setja okkur á
þennan gráa lista og benda á að
við erum það ríki sem hefur dregið
lappirnar í að tryggja umgjörð um
skipulagða glæpastarfsemi og
peningaþvætti. Þetta á eftir að
draga dilk á eftir sér í alþjóðasam-
félaginu.
Samherji hefur skilað miklum
tekjum í þjóðarbúið og skaffað
þúsundum manna störf. Það ber
auðvitað að þakka en þeir hefðu
ekki getað það ef þeir hefðu ekki
fengið þannig umgjörð frá okkur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar
n Þetta er sláandi mál. Þetta
undirstrikar að stjórnmálamenn
eiga ekki að koma nálægt ákvörð-
un á verði kvóta. Viðreisn hefur frá
fyrsta degi barist fyrir því að fara
markaðsleiðina í sjávarútvegi, að
um verðlagningu gildi skýrar gegn-
sæjar reglur.
Lobbýisminn er hvergi sterkari
en í sjávarútveginum og land-
búnaðinum. Það kom mér í raun á
óvart í ráðuneytinu hversu mikil
samskiptin eru við slíka aðila.
Nú hlýtur að vera kominn tími
til að læra. Það þýðir ekki að vera
á innsoginu í nokkra daga og svo
er allt búið. Misvægi atkvæða ýtir
undir viðhald þessa kerfis. Svo
þarf að koma á auðlindaákvæði í
stjórnarskrá. En höfum líka í huga
að ríkisstjórnin er óskastjórn þess-
ara sömu hagsmunagæsluaðila.
Smári McCarthy
formaður Pírata
n Nú er að koma í ljós enn eitt
dæmið um kerfisbundna linkind
gagnvart spillingu á Íslandi. Við
erum með veikar varnir gagnvart
peningaþvætti og það á enn eftir
að útskýra ýmislegt varðandi fjár-
festingaleið Seðlabankans, sem
Samherji nýtti sér í stórum stíl.
Ég hef óskað eftir sérstökum um-
ræðum á Alþingi um spillingarmál.
SAMHERJAMÁLIÐ
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
A
-C
A
3
C
2
4
3
A
-C
9
0
0
2
4
3
A
-C
7
C
4
2
4
3
A
-C
6
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K