Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 24
Einstök rúmföt frá Ítalíu, Þýskalandi og Kína bíða nýrra eigenda í Rúmföt.is. Hjá Rúmföt.is finna allir sinn draumasængurfatnað og meira til. Úrvalið er heillandi þegar kemur að litum, munstrum og silkimjúkum vefnaði sem umvefur líkama og sál þegar hvílst er. Góð rúmföt skipta máli,“ segir Björn Þór Heiðdal, eigandi verslunarinnar Rúmföt. is sem selur lúxus rúmfatnað frá Ítalíu, Þýskalandi og Kína. „Ég hef haft áhuga á vönduðum rúmfötum frá því ég man eftir mér,“ segir Björn og heldur áfram: „Foreldrar mínir áttu Þvottahús A. Smith í Bergstaðastræti 52 og þar kynntist ég rúmfötum höfuðborg- arbúa. Á æskuárunum lét mamma mig skipta reglulega um á rúminu mínu. Hún var vön að rétta mér hreinan bunka af rúmfötum sem pabbi og starfsfólkið hjá A. Smith hafði þvegið og straujað,“ rifjar Björn upp sællar minningar. Hann segist elska að sofa undir vönduðum og góðum rúmfötum. „Mamma keypti stundum rúmföt í Fatabúðinni og Verinu, en það kom líka fyrir að miðlungs góð rúmföt, sem dagaði uppi í Þvotta- húsinu, enduðu utan um sængina mína og koddann. Ég var hins vegar fljótur að skipta þeim út fyrir þessi góðu sem ég vissi að væru til uppi í skáp,“ segir Björn. Eftir að rúmfataverslanirnar Verið og Fatabúðin hættu starf- semi segir Björn að erfitt hafi verið að nálgast gæðarúmföt og per- sónulega þjónustu á Íslandi. „Rúmföt.is fetar að einhverju leyti í fótspor þessara eldri rúm- fatabúða. Við bjóðum til dæmis upp á að sérsauma rúmföt í öllum stærðum og saumar Margrét Guð- laugsdóttir saumakona fyrir okkur glæsileg rúmföt úr hágæða efnum,“ upplýsir Björn en þess má geta að Margrét saumaði rúmfatnað fyrir Fatabúðina og Icelandair-hótelin á sínum tíma. Frá bestu vefurum heims Rúmfötin sem Björn býður upp á í verslun sinni koma víða að úr heiminum og eiga sameiginlegt að vera þau allra vönduðustu sem völ er á. „Hér fást rúmföt frá f lottustu vefurum Ítalíu, til að mynda Quagli otti sem vefur dúka og sængurföt fyrir Elísabetu Breta- drottningu og sum af f lottustu lúxushótelum veraldar,“ upplýsir Björn. „Eftir ítarlega leit að bestu rúm- fötum í heimi ákvað Hótel Ritz í París að bjóða gestum sínum upp á rúmföt frá Quagliotti og víðfræg lúxushótel eins og The Mark í New York, MGM í Macau, The Peninsula í Hong Kong, Armani í Mílanó og 101 Reykjavík Hótel bjóða gestum sínum líka að sofa í Quagliotti- rúmfatnaði,“ segir Björn, stoltur af einstökum rúmfötum ítalska vefarans sem sigrað hefur heiminn. Í Rúmföt.is fæst einnig gæða rúmfatnaður frá þýska vefar- anum Curt Bauer. „Mér fannst ég þurfa að bjóða upp á breiðara vöruúrval þegar ég opnaði nýju búðina á Nýbýla- vegi 28 og eiga eitthvað til handa öllum. Ég vil að fólk geti komið í búðina mína og fundið rúmföt sem það virkilega langar í. Þýsku rúmfötin eru kannski ekki ódýr en þau eru virkilega mjúk, falleg og endingargóð,“ segir Björn. Vinsælar nýjungar Ómótstæðilegar vörur fást nú fyrir jólin hjá Birni í Rúmföt.is. „Við vorum að fá Mulberry- silkikoddaver í nokkrum litum en þau hafa verið mjög vinsæl og kosta aðeins 5.900 krónur án kants,“ upplýsir Björn sem á einnig von á alvöru lúxus dún- sængum frá þýska fyrirtækinu OBB. „Sængurnar frá OBB eru úr dýr- asta gæsadúni sem völ er á. Ég sá þær á sýningu í janúar og kolféll fyrir þeim. Ytra byrðið er úr 460 þráða bómullar-percale efni með Aloe vera-áferð og það gerist ekki mýkra né f lottara,“ segir Björn og hjá Rúmföt.is er í nógu að snúast hjá Möggu saumakonu við að sauma dásamleg vöggusett úr 600 þráða ítölskum satínefnum sem eru tilvalin vöggugjöf eða jólagjöf handa hvítvoðungum. Sanngjarnt verð Þegar kemur að innkaupum á rúmfatnaði hefur verð lítil áhrif á val Björns. „Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt; bara hvað sé það besta. Sumir sætta sig við 200 þráða rúm- föt en ég vil aðeins það f lott- asta, 300 til 600 þræði úr bestu fáanlegu efnum. Sængurföt eru fremur áhugamál en bissness í mínum huga og því reyni ég að hafa álagningu í lágmarki. Verð á rúmfötunum eru því ekki há miðað við einstök gæðin,“ upp- lýsir Björn um yndisleg rúmföt sem fást í úrvali lita og fal legum mynstrum við allra hæfi. Rúmföt.is selur einnig vönduð, kínversk rúmföt. „Í Kína látum við framleiða fyrir okkur gæðarúmföt úr 300, 600 og 800 þráða satín- og damask-efnum. Gæðin eru mikil og verðin enn betri,“ segir Björn og bætir við að hægt sé að fá mjög glæsilegan satín- rúmfatnað á 10.900 krónur fram að jólum. „Það eru gæði sem aðrar búðir rukka mun meira fyrir og jafnvel selja ekki,“ segir Björn. Frábærar viðtökur Verslunin Rúmföt.is hefur fengið frábærar viðtökur og salan hefur farið fram úr björtustu vonum síðan hún var opnuð á Nýbýlavegi 28 í fyrra. „Ég er innilega ánægður með viðtökurnar og sérstaklega hversu margir hafa komið aftur til að eign- ast fleiri gæðarúmföt. Það leynir sér ekki að þeir kunna að meta gæðin og láta mig vita af því sem er alltaf gefandi og gaman,“ segir Björn. Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28. Sími 565 1025. Opið alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 15. Skoðið úrvalið á rumfot.is. Endurnærandi og friðsæll nætursvefn er tryggður í vönd- uðum og glæsi- legum vefnaði rúmfatanna hjá Rúmföt.is. Framhald af forsíðu ➛ Sængurföt eru fremur áhugamál en bisness í mínum huga og því reyni ég að hafa álagningu í lágmarki. Ég spyr aldrei hvað sé ódýrt; bara hvað sé það besta. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 A -E 7 D C 2 4 3 A -E 6 A 0 2 4 3 A -E 5 6 4 2 4 3 A -E 4 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.